fbpx
Sunnudagur 31.maí 2020
Fókus

Telma Huld um fordóma og framtíðina – „Peningar eru bara uppfinning“

Tómas Valgeirsson
Sunnudaginn 15. september 2019 13:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Telma Huld Jóhannesdóttir útskrifaðist af leiklistarbraut í Fjölbraut í Garðabæ. Eftir það tók við leiklistarnám í París og síðar meir kvikmyndanám í Prag.

Telma hefur gert það gott á undanförnum árum í kvikmyndunum Webcam og Eden, en ferill er hennar nánast nýhafinn. Hún er gestur í föstudagsþættinum Fókus og ræðir þar málefni sem eru henni hugleikin, meðal annars mikilvægi listsköpunar, heimsendaáhyggjur og græna kvikmyndagerð.

Þegar Telma er spurð hvort aðdragandi leiklistarinnar eigi sér tengingu við athyglissýki svarar hún því játandi, eða þannig hófst það þegar hún var tólf ára á leiklistarnámskeiðum, stödd á sviði og sá fólk klappa fyrir sér. Hún segir hugarfarið blessunarlega hafa breyst með árunum og hún hefur í dag lært hvernig hún hefur enst í þessu fagi. „Leiklistin er einfaldlega mín leið til að læra á heiminn í kringum mig, auka minn skilning og víkka út hugmyndir. Þetta er þannig í eðli sínu, að maður lærir að setja sig í spor annarra,“ segir Telma.

Nú er það blátt Telma í hlutverki Agú í gamanmyndinni Webcam.

„Ég á tvær hliðar að mér og önnur er þessi sem finnst þetta geggjað og langar í feril, en svo er hin hliðin sem man alltaf að peningar eru bara uppfinning. Með leiklistinni fann ég veg sem báðar þessar týpur í mér geta lifað með. Þessi týpa sem fær eitthvað út úr því að gera eitthvað alvöru en á sama tíma get ég borgað reikninga.“

Aðspurð hvort leiklistin hafi aukið samkenndina hjá henni svarar hún að ekki hafi verið þörf á slíku. „Ég er týpan sem horfir á fréttir og hágrætur. Samkenndin sem slík hefur kannski ekki aukist mikið en skilningurinn aftur á móti og umburðarlyndi gagnvart því sem ég skil ekki ennþá hefur aukist,“ segir hún.

„Í stað þess að hafa öskrað yfir nýnasistum á Lækjartorgi, sem ég hefði kannski gert fyrir nokkrum árum, þá er ég komin á þann stað að ég vorkenni því fólki. Mér verður illt í hjartanu gagnvart fólki sem er uppfullt af slíku hatri og ég finn til með þeim. Ég velti meira að segja fyrir mér hvort ég hefði átt að fara til þeirra og gefa þeim knús, til að sýna þeim smá ást.“

Telma segir að eitt besta dæmið um lærdómskraft fagsins hafi komið þegar hún lék blinda stúlku fyrir lokaverkefni í kvikmyndaskólanum. „Það var geggjað verkefni, því ég hélt að ég hafði enga fordóma gagnvart blindu fólki. Svo komst ég að því að ég var með fullt af fordómum, ekkert illa meintum, en ég var með alls konar fyrirfram ákveðnar hugmyndir. Svo í gegnum það að skoða þetta út frá því að reyna eftir fremsta megni að vera í þessum sporum, þá lærði ég hluti sem ég get ekkert aflært. Nú er þetta eitthvað sem ég veit og mér finnst það mjög gefandi. Rannsóknarvinnan við leiklist er stærsta ástæðan fyrir því sem ég geri,“ segir Telma.

Föstudagsþátturinn Fókus – Telma Huld Jóhannesdóttir – 13.09.19 from DV Sjónvarp on Vimeo.

Gagnrýnin nauðsynleg

Telma segist vera haldin minniháttar heimsendaþráhyggju, sem á að hluta til rætur að rekja til frétta jafnt sem loftslagsmála. „Ég er vita gagnslaus í heimsenda,“ segir hún. „Ég er leikkona, ég get ekkert gert þegar allt springur. Þannig að auðvitað vil ég gera allt sem ég get til að fyrirbyggja að allt endi í hörmungum.“

Leikkonan segir það mikilvægt að almenningur gagnrýni stjórnvöld og hið opinbera. „Auðvitað eigum við að gagnrýna opinberar stofnanir og einstaklinga ef þeir koma fram hatri og skaða fólk,“ segir hún og vísar í heimsókn Mikes Pence, varaforseta Bandaríkjanna, til Íslands á dögunum, en Pence er á meðal þeirra sem vísar umhverfismálum á bug.

„Auðvitað eigum við að gagnrýna það að það sé einhver uppbygging NATO á Keflavíkurflugvelli og hann að verða einhver vígstöð fyrir Bandaríkjaher. Auðvitað eigum við að gagnrýna það þegar við státum okkur af því að vera herlaust land. Ef við gagnrýnum ekki svona hluti erum við búin. Fyrir nokkrum árum voru umhverfisverndarsinnar taldir vera hippar og lúðar. Síðan höfðu þeir bara rétt fyrir sér og þeir voru stöðugt að krítísera,“ segir hún.

„Ef ég lifði í fullkomnum heimi þá myndi ég vilja að allir legðu niður öll vopn og berðust gegn þessum sameiginlega sjálfskapaða fjanda. Ég ólst upp í heimi sem var ævintýri. Mér leið eins og ég gæti gert hvað sem er, ferðast og gert alls konar. En núna pæli ég stundum í því hvernig sé að vera barn í dag. Oft þegar talað er um framtíðina í dag er ekki horft lengra inn í framtíðina en til ársins 2050.“

Telma nefnir þá Gretu Thunberg frá Svíþjóð, sem vakti heimsathygli fyrir baráttu sína fyrir umhverfismálum, fimmtán ára gömul. Bandaríska tímaritið Times setti hana á lista yfir tuttugu og fimm áhrifamestu ungmenni heims undir tuttugu ára aldri.

„Eins og Greta sagði: „Til hvers að fara í skóla og læra fyrir framtíð sem ég veit ekki hvort að verði?“

„Það er svo oft talað um að við séum að drepa plánetuna, en það er ekki rétt, við erum að drepa okkur sjálf.“ segir Telma.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fókus
Fyrir 4 dögum

Gísli Marteinn hélt að grín sitt um Garðabæ væri ýkjur en annað kom á daginn

Gísli Marteinn hélt að grín sitt um Garðabæ væri ýkjur en annað kom á daginn
Fókus
Fyrir 5 dögum

Detox-drottningin ánægð með Krýsuvík

Detox-drottningin ánægð með Krýsuvík
Fókus
Fyrir 6 dögum

Vikan á Instagram: „Í sumar ætla ég einungis að drekka kokteila með skvísunum“

Vikan á Instagram: „Í sumar ætla ég einungis að drekka kokteila með skvísunum“
Fókus
Fyrir 1 viku

„Mér finnst eins og við séum allt í einu hætt að vera par og frekar bara bestu vinir“

„Mér finnst eins og við séum allt í einu hætt að vera par og frekar bara bestu vinir“