fbpx
Þriðjudagur 15.október 2019  |

DV - Frjáls og óháður miðill

Fókus

Sorgarferli að hætta að drekka: „Mér fannst allir dæma mig“

Tómas Valgeirsson
Föstudaginn 13. september 2019 21:00

Skjáskot: Pabbahelgar

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Ég velti því mikið fyrir mér af hverju ég gæti ekki verið eins og allir hinir. Að fá sér eitt og eitt hvít­víns­glas án þess að vera ó­mögu­leg daginn eftir. Og af hverju fylgdi öll þessi van­líðan og kvíði? Þó að ég fengi mér bara einn bjór og færi snemma í háttinn þá vaknaði ég samt í van­líðan og ótta.“

Þetta segir Nanna Kristín Magnúsdóttir, leikkona, handritshöfundur og leikstjóri, í ítarlegu viðtali við Fréttablaðið. Þar talar hún um félagskvíða og mis­notkun á á­fengi. Hún segir það hafa verið ákveðið sorgarferli að hætta drykkjunni en að það hafi ekki verið eitt atvik sem fyllti mælinn.

„Ég tók bara á­kvörðun einn daginn og hringdi í góða vin­konu sem ég vissi að ég gæti treyst á og hún kynnti mig fyrir þeim leiðum sem eru í boði. Það var samt erfitt. Fundir hjá 12 spora sam­tökum og það að þiggja hjálp frá öðrum var á­skorun fyrir mig,“ segir Nanna Kristín.

„Mér fannst allir dæma mig. En sú til­finning varði ekki lengi, maður lærir fljótt með því að hlusta á aðra. Þótt við séum ólík þá eigum við flest svo margt sam­eigin­legt. Við eigum það nefni­lega öll sam­eigin­legt að vilja fyrst og fremst eiga gott líf. Ég var áður and­snúin því að fara í gegnum 12 spora kerfi því ég var svo hrædd um að verða heila­þvegin. Já, for­dómarnir leynast víða.“

Að sögn Nönnu væri hún ekki á þeim stað sem hún er núna hefði hún ekki skorað kvíðann og drykkjuna á hólm. „Ég þorði ekki að segja hug minn eða fylgja því eftir sem mér fannst rétt. Ó­öryggið rændi mig röddinni,“ segir hún.

Nanna Kristín fram­leiðir, skrifar, leik­stýrir og leikur aðal­hlut­verkið í nýjum sjón­varps­þáttum sem verða sýndir á RÚV í byrjun októ­ber, Pabba­helgum. Þættirnir fjalla um skilnað með gaman­sömu í­vafi þó og eru sagðir vera hárbeittir og fjarri því að vera hefðbundnir.

Stiklu fyrir þættina má sjá hér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fókus
Fyrir 2 dögum

Albert segir óþægilegar sögur uppi á sviði: „Birta ekkert endilega bestu ímyndina af mér”

Albert segir óþægilegar sögur uppi á sviði: „Birta ekkert endilega bestu ímyndina af mér”
Fókus
Fyrir 2 dögum

Hjörvar Ingi fór í fyrsta sinn á veiði 5 ára: „Þetta er kannski svona skólabókardæmi um mynd sem er falleg“

Hjörvar Ingi fór í fyrsta sinn á veiði 5 ára: „Þetta er kannski svona skólabókardæmi um mynd sem er falleg“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Sjáðu myndbandið: Krúttlegustu börnin í hæfileikakeppnum – Trommari, plötusnúður og dansari

Sjáðu myndbandið: Krúttlegustu börnin í hæfileikakeppnum – Trommari, plötusnúður og dansari
Fókus
Fyrir 4 dögum

Breaking Bad kvikmyndin kemur á Netflix á morgun

Breaking Bad kvikmyndin kemur á Netflix á morgun