fbpx
Sunnudagur 25.júlí 2021
Fókus

Viktor fær ljót skilaboð varðandi útlit sitt nær daglega: „Hommar… mestu haters ever“

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Föstudaginn 13. september 2019 09:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Viktor Andersen er kunnugur mörgum Íslendingum en hann hefur verið mjög opinskár varðandi þær fegrunaraðgerðir sem hann hefur gengist undir. Hann ræddi um fegrunaraðgerðir ásamt Öldu Coco í Föstudagsþættinum Fókus í mars á þessu ári. Viktor opnaði sig í Instagram Story í vikunni um ljót skilaboð sem hann fær varðandi útlit sitt. Hann sagði skilaboðin koma frá öðrum samkynhneigðum karlmönnum. „Hommar … mestu „haters ever“,“ skrifaði hann.

„Ég fæ svona skilaboð nær einungis frá öðrum hommum. Ég fæ eiginlega aldrei svona athugasemdir frá öðrum hópum. Það sem ég póstaði í Instagram Story í gær er eitthvað sem ég er að upplifa nær daglega inni á Grindr, sem er stefnumótasíða homma,“ segir Viktor í samtali við DV.

Instagram Story færslan sem Viktor vísar í. Skjáskot/Instagram @viktor.andersen

„Þá er ég að fá skilaboð, nær oftast frá nafnlausu fólki með myndalausa prófíla, sem eru að setja út á útlit mitt því ég er búinn að gangast undir nokkrar fegrunaraðgerðir,“ segir Viktor.

Það er ekki einungis á Grindr sem Viktor segist upplifa neikvætt viðmót frá öðrum samkynhneigðum karlmönnum.

„Eins og ég sagði í gær, þá finnst mér hommar algjörir „haters“ en ég er auðvitað ekki að alhæfa. Ég hef líka fengið jákvæð skilaboð frá mörgum. En það hafa aðrir samkynhneigðir karlmenn sagt við mig að þeir séu að upplifa það sama og ég og eiga ekki marga vini innan þessa samfélags. Það er stór ástæða fyrir því að ég get talið samkynhneigða vini mína á fingrum mér,“ segir Viktor.

„Ég hef aldrei einhvern veginn upplifað mig sem hluta af þessu samfélagi, ef svo að orði má komast, ég veit svo sem ekki af hvaða ástæðu það er. En þetta „hate“ sem ég er að fá er aðallega út af útliti mínu. Ég er auðvitað ekki að segja að ég sé fullkominn, en ég gef öllum séns og reyni eftir fremsta megni að koma fram við aðra eins og ég vil láta koma fram við mig.“

https://www.instagram.com/p/B2ABe4zgkPF/

Hvað viltu segja við þá sem hafa álit á því hvernig þú lítur út?

„Ég ætla bara að halda áfram að vera samkvæmur sjálfum mér og ber höfuðið hátt á þeirri leið sem mig langar að fara og geri það sem ég vil. Skítt með alla aðra,“ segir Viktor.

„Ég veit bara ekki af hverju sumir gefa sér þetta skotleyfi og eru að koma með einhver óþarfa komment. Maður gerir þetta fyrir sig. Mér finnst ótrúlega fyndið að fólki finnist það vera knúið til að segja eitthvað. Það er ekki eins og þetta sé að hafa bein áhrif á þau eða einhverja aðra. Myndu þeir segja eitthvað ef þeir mættu mér úti á götu í stað þess að vera á bak við nafnlausan prófíl á Grindr?“

https://www.instagram.com/p/B1lgpVRA3ZZ/

Viktor fær mestmegnis skilaboð á Grindr, en hann segir fólk finna aðrar leiðir til að tjá sig um útlit hans.

„Vinir mínir hafa fengið skilaboð, frá samkynhneigðum aðallega, á Instagram um af hverju ég er að þessu og ef þeir séu vinir mínir þá ættu þeir að segja mér að hætta þessu. Sem betur fer á ég bestu vini í heimi sem taka mér eins og ég er og leyfa mér að vera eins og ég er og svara þeim fyrir mig.“

Þrátt fyrir að fá neikvæð skilaboð nánast daglega lætur Viktor það ekki á sig fá.

„Ég hef þurft að þola ýmisleg komment í gegnum tíðina og það þarf meira en þetta til að koma mér úr jafnvægi,“ segir hann.

„Maður þarf bara að svara fyrir sig fullum hálsi og þá oftast þaggar maður niður í öðrum. Það þýðir ekkert annað. Maður verður að berjast.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

Hollywood-stjörnur upplifðu Ísland óséðar

Hollywood-stjörnur upplifðu Ísland óséðar
Fókus
Fyrir 3 dögum

Gripu hann glóðvolgann: Kærastinn átti fleiri kærustur sem þær vissu ekki af – Málið tók óvænta stefnu

Gripu hann glóðvolgann: Kærastinn átti fleiri kærustur sem þær vissu ekki af – Málið tók óvænta stefnu
Fókus
Fyrir 1 viku

91 árs birtir bikinímyndir af sér og græðir yfir milljón króna fyrir hverja færslu

91 árs birtir bikinímyndir af sér og græðir yfir milljón króna fyrir hverja færslu
Fókus
Fyrir 1 viku

Trekantsdraumurinn með nágrönnunum orðinn að martröð – „Hún kennir mér um“

Trekantsdraumurinn með nágrönnunum orðinn að martröð – „Hún kennir mér um“