fbpx
Laugardagur 21.september 2019  |

DV - Frjáls og óháður miðill

Fókus

Jóhannes Haukur hlutgerður í athugasemdum hjá stórleikara: „…Ég er að FÍLA ÞAÐ!“

Fókus
Fimmtudaginn 12. september 2019 12:56

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Það er verið að hlutgera mig í þræði hjá Ian McKellen á twitter… og ég er að FÍLA ÞAÐ!!!“

Þetta skrifar Jóhannes Haukur Jóhannesson á Facebook-síðu sína þar sem hann slær á létta strengi. Leikarinn vísar í Twitter-færslu frá stórleikaranum Ian McKellen, en þeir léku nýverið saman í dramatryllinum The Good Liar ásamt Helen Mirren.

McKellen deilir á síðu sinni hlekk sem segir frá nýjasta hlutverki Jóhannesar, en til stendur hjá honum að leika á móti Mark Wahlberg í vísindaskáldsögunni Infinite í leikstjórn Antoines Fuqua (Training Day, The Equalizer).

Sjá einnig: Jóhannes mætir Mark Wahlberg í nýjum spennutrylli

Við færslu McKellens eru annars vegar nokkrir sem sitja ekki á skoðunum sínum í garð Jóhannesar og er allt útlit fyrir að margir hverjir halda ekki vatni yfir leikaranum. McKellen tekur fram í sinni færslu að Jóhannes leiki persónu að nafni Vlad. Við þessu svarar einn netverji hressilega: „Hann má Vlada mig eins og hann vill. Hvílík augu.“

Þá segir annar: „Þessi Infinite hljómar áhugaverð. Og þessi maður… namm!“

Jóhannes er afar hreykinn af þessum viðbrögðum og má þess geta að meira að segja Felix Bergsson stóðst ekki mátið að skilja eftir sín viðbrögð við umræddum þræði.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Logi skilinn

Ekki missa af

Fókus
Í gær

Nýtt æði á samfélagsmiðlum: Davíð Oddsson er gömul kona – Gísli Marteinn er furðufugl og lúði

Nýtt æði á samfélagsmiðlum: Davíð Oddsson er gömul kona – Gísli Marteinn er furðufugl og lúði
Fókus
Í gær

Dóri DNA sviptir hulunni af gríni Önnu Svövu – Þetta sagði hún um Reykjavíkurdætur

Dóri DNA sviptir hulunni af gríni Önnu Svövu – Þetta sagði hún um Reykjavíkurdætur
Fókus
Fyrir 2 dögum

Annað kynferðisbrotamál Spacey fellt niður – Ákærandinn bráðkvaddur

Annað kynferðisbrotamál Spacey fellt niður – Ákærandinn bráðkvaddur
Fókus
Fyrir 2 dögum

Rifjar upp þegar Hannes Hólmsteinn bað um teiknað klám á netinu – „Hversu mikið myndi það kosta?“

Rifjar upp þegar Hannes Hólmsteinn bað um teiknað klám á netinu – „Hversu mikið myndi það kosta?“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Haraldur Reynisson látinn

Haraldur Reynisson látinn
Fókus
Fyrir 4 dögum

Dorrit blikkaði ekki þegar hún gekk fram á nakið par í Hyde Park

Dorrit blikkaði ekki þegar hún gekk fram á nakið par í Hyde Park