Laugardagur 07.desember 2019
Fókus

Vísnastríð á Stjórnmálaspjallinu: „Sjóða saman svæsinn og rætinn lygasamsetning“

Jón Þór Stefánsson
Föstudaginn 9. ágúst 2019 13:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á Facebook-hópnum Stjórnmálaspjallið átti sér stað áhugavert „vísnastríð“ í gærkvöld. Vísurnar sem birtust voru athugasemdir við færslu sem Natan nokkur birti, þar sem bent er á að fólk sem býr í aðildarríkjum Evrópusambandsins lítur gjarnan á sig sem ríkisborgara sambandsins.

Guðfræðingurinn Jón Valur Jenson, sem hefur umdeildar skoðanir á mörgum málum, á fyrstu vísuna, þar sem hann gerir lítið úr Natan, segir hann meðal annars svikulan.

„Þótt sendist ei fyrir hann Satan,

er svikull hann ESB-Natan,

er fláttmælin örg hann flytur hér mörg.

Æ, gæfulaus er sú hans gatan“

Næstur var síðan hann Atli Viðar sem spurði „Erum við að henda í vísur?“ og birti ásamt spurningu sinni litla vísu. Hann fer ekkert sérlega fögrum orðum um Jón Val sem hann telur á bakvið hinn fræga Facebook-aðgang, Baldur Muller.

„Framandi kona, my name is Jón

Orti eitt sinn eitt miðaldra flón

Nú þræðir hann netið

með rasískt sitt fretið,

og löðrar allt sinni perversjón.

 

Hann sundlaugar stundar af krafti

En þar heldur hann heldur ei kjafti

því þar að afgreiðsludísum

hann laumar klámvísum

og telur að enginn hann fatti.

 

En það fyndnasta við þennan fokker

sem ég vona að sem sjaldnast sé allsber,

er hann í alvöru talað heldur að það sé ekki alvitað

Að hann sé delinn Baldur Muller.“

 

Helgi nokkur Helgason gagnrýnir svo Atla, sem honum finnst vera ómerkilegur penni.

„Kallaru þetta vísu? Þetta er álíka viturlegur leirburður eins og eftir leikskólakrakka. Þú hefur etv. verið búinn að fá þér eina þegar þér fannst andinn koma yfir þig.“

Atli svarar Helga með tveimur vísum, þar sem gefið er í skyn að Helgi sé ekki beittasti hnífurinn í skúffunni.

„Hann Helgi var kallaður Helgason

Í gáfum hans var ei mikil aflavon

á netinu grét,

og illa hann lét,

og af tárum hann felldi heilt brúttótonn“

 

„Ég hef safnað öllum

tárunum þínum Helgi

í lítinn saltstauk.

 

sem þú ætlaðir

líklega að grenja

á internetinu

yfir öllum vinstrimönnum.

 

Fyrirgefðu mér

þau voru ljúffeng

svo sölt

og svo köld.“

 

Að lokum hjólar Jón Valur í Atla, sem hann kallar ljúgandi rugludall, auk þess sem hann segir hann arfalélegt skáld.

„Vesalings rugludallur þessi Atli Viðar, hver kenndi honum að sjóða saman svæsinn og rætinn lygasamsetning og láta sem þetta sé í vísnaformi? Hann tekur þá áhættu hér að verða kunnur sem argasta leirskáld landsins, sem kann hvorki að skila texta frá sér sem er réttur málfræðilega, né bragfræðilega, vanstuðlaður og falsrímaður út í gegn og hann sjálfur vanstilltur, svo að lýti er að, um leið og hann er þó svo veruleikafirrtur að hann geysist fram af bjálfalegu sjálfsáliti með slíkan endemis-hroða. Ungæðislegt er þetta frumhlaup hans og sýnir að netið er ekki fyrir hvern sem er. Kennarar ættu að leggja að nemendum að tjá sig ekki á netinu fyrr en þeir hafa náð bæði lágmarksþroska og lágmarkstökum á beitingu tungunnar.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fókus
Fyrir 2 dögum

Play haft að háði og spotti – „Sýndu mér andlit á manni sem er ekki búinn að fá útborgað“

Play haft að háði og spotti – „Sýndu mér andlit á manni sem er ekki búinn að fá útborgað“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Læknirinn Guðmundur Freyr hrundi niður í streitu og kulnun: „Ég bara upplifði að ég væri algjörlega kláraður“

Læknirinn Guðmundur Freyr hrundi niður í streitu og kulnun: „Ég bara upplifði að ég væri algjörlega kláraður“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Ásthildur var með tvö lítil tattú fyrir sjö árum: „Ég spurði hvort hjartað gæti hætt að slá út af sársauka“

Ásthildur var með tvö lítil tattú fyrir sjö árum: „Ég spurði hvort hjartað gæti hætt að slá út af sársauka“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Ótrúleg lífsreynsla Arons – Lenti í lífshættulegu bílslysi og greindist með krabbamein á sama tíma

Ótrúleg lífsreynsla Arons – Lenti í lífshættulegu bílslysi og greindist með krabbamein á sama tíma
Fókus
Fyrir 5 dögum

Frá leðursvipum til kynsvalls og ógeðfelldra Sveinka

Frá leðursvipum til kynsvalls og ógeðfelldra Sveinka
Fókus
Fyrir 5 dögum

Helena vill ekki „fegra“ andlit: „Ófullkomleikinn það fallegasta“

Helena vill ekki „fegra“ andlit: „Ófullkomleikinn það fallegasta“
Fókus
Fyrir 5 dögum
Hvað er aðventa?