Laugardagur 07.desember 2019
Fókus

Fjallið stækkar við sig

Íris Hauksdóttir
Föstudaginn 9. ágúst 2019 15:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hafþór Júlíus Björnsson, aflraunamaður og leikari opnar í dag líkamsræktarstöðina Thor´s Power Gym á Dalvegi 16B í Kópavogi.

Hafþór býður gestum og gangandi að líta við frá og með klukkan fjögur í dag en léttar veitingar verða í boði. Hafþór Júlíus, sem gjarnan er kallaður Fjallið, hefur undanfarin ár rekið Thors Power Gym í húsnæði við Auðbrekku 2 í Kópavogi en starfsemin hefur sprengt húsnæðið utan af sér og því er flutningur innan bæjarfélagsins rökrétt framhald.

Hafþór var í óða önn að gera og græja þegar blaðamaður DV náði tali af honum. „Já, ég er bara að leggja lokahönd á að allt sé fínt og flott hérna. Við fengum aðstöðuna afhenta í janúar og höfum verið í miklum framkvæmdum síðan þá. Það er loksins núna sem er komin lokamynd á þetta. Ég er gríðarlega stoltur af þessari glæsilegu aðstöðu en við erum með mikið úrval af flottum tækjum frá Rogue ásamt úrvali af aflraunatækjum. Ég hlakka mikið til að taka á móti gömlum meðlimum sem og nýjum og sýna þeim stöðina.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fókus
Fyrir 2 dögum

Play haft að háði og spotti – „Sýndu mér andlit á manni sem er ekki búinn að fá útborgað“

Play haft að háði og spotti – „Sýndu mér andlit á manni sem er ekki búinn að fá útborgað“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Læknirinn Guðmundur Freyr hrundi niður í streitu og kulnun: „Ég bara upplifði að ég væri algjörlega kláraður“

Læknirinn Guðmundur Freyr hrundi niður í streitu og kulnun: „Ég bara upplifði að ég væri algjörlega kláraður“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Ásthildur var með tvö lítil tattú fyrir sjö árum: „Ég spurði hvort hjartað gæti hætt að slá út af sársauka“

Ásthildur var með tvö lítil tattú fyrir sjö árum: „Ég spurði hvort hjartað gæti hætt að slá út af sársauka“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Ótrúleg lífsreynsla Arons – Lenti í lífshættulegu bílslysi og greindist með krabbamein á sama tíma

Ótrúleg lífsreynsla Arons – Lenti í lífshættulegu bílslysi og greindist með krabbamein á sama tíma
Fókus
Fyrir 5 dögum

Frá leðursvipum til kynsvalls og ógeðfelldra Sveinka

Frá leðursvipum til kynsvalls og ógeðfelldra Sveinka
Fókus
Fyrir 5 dögum

Helena vill ekki „fegra“ andlit: „Ófullkomleikinn það fallegasta“

Helena vill ekki „fegra“ andlit: „Ófullkomleikinn það fallegasta“
Fókus
Fyrir 5 dögum
Hvað er aðventa?