Fimmtudagur 23.janúar 2020
Fókus

Salka Sól opnar sig um erfiðleikana: „Mér leið eins og ég væri í ástarsorg í hvert einasta skipti“

Fókus
Föstudaginn 30. ágúst 2019 09:19

Salka Sól.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Salka Sól Eyfeld á von á sínu fyrsta barni með eiginmanni sínum Arnari Frey Frostasyni. Meðgangan er kærkomin en Salka og Arnar höfðu lengi reynt að eignast barn. Salka Sól segir frá ferlinu, ástarsorginni og hamingjunni sem fylgdi þegar hún komst að því að hún væri ólétt í viðtali hjá Mannlíf.

Salka Sól og Arnar Freyr urðu fyrst skotin í hvort öðru fyrir fjórum árum. Fljótlega vissu þau að þeim langaði að vera saman og stofna fjölskyldu.

„Mig hafði reyndar grunað í þónokkurn tíma að ég gæti átt erfitt með að verða ólétt, en ég hafði aldrei látið reyna á það. Þegar við Arnar byrjuðum saman sagði ég honum fljótlega frá því og þegar við vorum búin að vera saman í um það bil ár ákváðum við að þetta mætti alveg gerast. Það hins vegar gerðist ekki neitt þannig að ég fór að fara til kvensjúkdómalæknisins míns en hann fann aldrei neitt að,“ segir Salka Sól.

Hún leitaði til annars læknis og var send í aðgerð á eggjaleiðurunum, því þeir voru alveg stíflaðir.

„Þá héldum við að þetta myndi nú gerast en ekkert gerðist þannig ég fór á alls kyns hormónalyf og töflur og sprautur sem var alveg hrikalegt álag. Í hverjum einasta mánuði mætti túrinn hins vegar á hárréttum tíma og mér leið eins og ég væri í ástarsorg í hvert einasta skipti.“

Salka Sól segir við Mannlíf að það hafi orðið mjög erfitt að upplifa þessa sorg á fjögurra vikna fresti, og alltaf fékk hún ný lyf sem áttu að virka en ekkert gerðist. Það kom sá tímapunktur að Salka Sól taldi sig ekki geta meira og ákvað parið að fara á fund hjá Íslenskri ættleiðingu en mætti þar öðrum vegg. Til að mega sækja um þurftu þau að hafa verið skráð í sambúð í fimm ár eða gift í þrjú ár.

„Þá kom í mig uppgjöf, ég bara sá ekki leið út úr þessu,“ segir Salka Sól.

Salka Sól
Salka Sól.

Þegar vinafólk þeirra tilkynntu að þau ættu von á barni ákváðu Salka Sól og Arnar Freyr að reyna tæknifrjóvgun. „Og það gekk upp í fyrstu tilraun! Þetta var samt enginn hægðarleikur, þetta var erfitt ferli og maður var bara á nálum í nokkra mánuði og alveg óskaplega hræddur,“ segir Salka Sól.

„Ég var svo ofboðslega hrædd um að ég myndi missa fóstrið. Eiginlega alveg skelfingu lostin. Margir reyndu að róa mig með því að sá ótti væri nú bara eðlilegur, og það er sjálfsagt rétt, en þetta er samt ógeðslega óþægilegt því þráin og löngunin eftir því að þetta myndi gerast var svo sterk. Ég trúði ekki fyrst að ég hefði sagt upphátt að ég væri ólétt, ég hélt ég myndi aldrei fá að segja það. Við vorum búin að bíða svo lengi og þetta var efst á óskalistanum okkar. En eftir þrjá mánuði jafnaði ég mig nú, sem betur fer.“

Salka Sól hefur verið opin um ófrjósemina í einlægum færslum á samfélagsmiðlum og segir að henni finnst kominn tími til að fólk tali um það.

„Ófrjósemin er bara eitt af þeim áföllum sem maður tekst á við í lífinu. Það er hins vegar áfall sem ég bjóst aldrei við að þurfa að takast á við og ég hafði aldrei heyrt um. Maður heyrir af því þegar einhver í fjölskyldunni veikist en það er ekki mikið talað um það að geta ekki eignast börn. Það eru hins vegar ótrúlega margir sem ganga í gegnum þetta og mér finnst alveg kominn tími til að við förum að tala um það. Þetta hefur svo djúpstæð áhrif á mann,“ segir Salka Sól.

Salka Sól segir meðgönguna hafa gengið vel og fyrir utan mikla þreytu fyrstu þrjá mánuðina þá hefur hún ekki upplifað neina meðgöngukvilla.  Von er á kraftarverkabarninu í lok árs en hún vill ekki gefa út nákvæma dagsetningu hvenær settur dagur er.

Lestu allt viðtalið við Sölku Sól í heild sinni á Mannlíf.is

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fókus
Fyrir 3 dögum

Hvaða lag eigum við að senda út í Eurovision? Taktu könnunina!

Hvaða lag eigum við að senda út í Eurovision? Taktu könnunina!
Fókus
Fyrir 3 dögum

Guðrún þurfti að flýja Mexíkó – „Frekar dramatískur endir því miður“

Guðrún þurfti að flýja Mexíkó – „Frekar dramatískur endir því miður“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Vikan á Instagram: „Til að forðast allan misskilning. Ég er ekki með syni Bjarna Ben á ferðalagi“

Vikan á Instagram: „Til að forðast allan misskilning. Ég er ekki með syni Bjarna Ben á ferðalagi“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Dauðvona Laddi og Bubbi leikur sjálfan sig

Dauðvona Laddi og Bubbi leikur sjálfan sig
Fókus
Fyrir 5 dögum

Betra að lifa í draumi ef maður á ekki líf

Betra að lifa í draumi ef maður á ekki líf
Fókus
Fyrir 5 dögum

Hallgrímur Ólafsson ólst upp á sjómannsheimili: „Það var skrítin standpínustemning um borð“

Hallgrímur Ólafsson ólst upp á sjómannsheimili: „Það var skrítin standpínustemning um borð“
Fókus
Fyrir 6 dögum

Ugla Stefanía niðurlægð á flugvelli: „Ég heyrði að fólk var að tala og ég vissi að það væri um mig“

Ugla Stefanía niðurlægð á flugvelli: „Ég heyrði að fólk var að tala og ég vissi að það væri um mig“
Fókus
Fyrir 6 dögum

Dómnefndin hafnaði nýju lagi Ólafs – Tileinkað eiginkonunni sem hann kvæntist á nýársdag | Myndband

Dómnefndin hafnaði nýju lagi Ólafs – Tileinkað eiginkonunni sem hann kvæntist á nýársdag | Myndband