fbpx
Laugardagur 20.apríl 2024
Fókus

Ástin kviknar um versló

Fókus
Laugardaginn 3. ágúst 2019 14:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nú er verslunarmannahelgin framundan en ófá samböndin hafa myndast þessa helgi, víðs vegar um landið. Sum endast kannski aðeins helgina á meðan önnur endast ævina. DV tók saman fjögur pör sem hafa innsiglað ástina þessa stærstu ferðahelgi landsins.

Bónorð í brekkunni

Tónlistarmaðurinn Bergsveinn Arilíusson, betur þekktur sem Beggi í Sóldögg, bað eiginkonu sinnar, Rutar Tryggvadóttur, á eftirminnilegan hátt í brekkunni í Herjólfsdal í Vestmannaeyjum árið 2014. Beggi fékk vini sína í hljómsveitinni Skítamóral til að hjálpa sér við bónorðið sem og starfsmenn þjóðhátíðar, sem fengust til að varpa bónorðinu upp á risaskjá á sviðinu. Bónorðið var svo hljóðandi:

Rut, viltu giftast mér.
Respect.
Beggi í Sóldögg.

Beggi og Rut létu síðan pússa sig saman seinna sama ár og lifir vel í ástarloganum.

Gleðidagur Hér sjást Beggi og Rut ganga út úr kirkjunni. Mynd: Úr safni

„Er þetta nógu stórt fyrir þig?“

Það ætlaði allt um koll að keyra á Þjóðhátíð í Eyjum árið 2012 þegar að Haraldur Freyr Gíslason, Halli í Botnleðju eins og hann er ávallt kallaður, gerði hlé á tónleikum sveitarinnar til að biðja sinnar heittelskuðu, Sigríðar Eirar Guðmundsdóttur.

Rómantískur Halli í Botnleðju greip gullið tækifæri.

„Ég ætla aðeins að misnota aðstöðu mína hérna. Þetta er náttúrulega stærsta, stærsta útihátíð á Íslandi. Þetta verður ekki mikið stærra,“ sagði Halli áður en hann bætti við: „Ég er hérna með lítið box.“

Þá vissu þjóðhátíðargestir hvað klukkan sló og fagnaðarlátunum ætlaði vart að linna. Því næst bað Halli áhorfendur um að klappa Sigríði upp á sviðið og spurði hana jafnframt: „Er þetta nógu stórt fyrir þig?“ áður en hann bað um hönd hennar. Sigríður sagði já og gengu þau hjónin í það heilaga í fyrra.

Bónorðið Það náðist á myndband, sem betur fer. Mynd: Skjáskot af YouTube

Trúlofun og laumufarþegi

Áhrifavaldurinn Camilla Rut kynntist eiginmanni sínum, Rafni Hlíðkvist, þegar að hún var fjórtán ára en hann nítján ára.

„Við byrjuðum samband okkar mjög rólega, þar sem ég var svo ung. Rabbi er fimm árum eldri en ég og bar fullkomna virðingu fyrir því að ég væri að stíga mín fyrstu skref í þessu öllu saman. Við höfum gengið í gegnum svo margt saman á þessum tíu árum, en einhvern veginn alltaf náð að halda okkar striki sem er nú aðallega honum og hans yfirvegun að þakka. Ég telst seint vera yfirveguð og róleg því eins og ég segi þá stjórnast ég af tilfinningum en hann hefur tök á mér sem enginn annar hefur,“ sagði Camilla í viðtali við Vikuna nýverið og bætti við að hjónin hefðuð trúlofað sig um verslunarmannahelgi.

Sönn ást Camilla og Rafn hafa gengið í gegnum ýmislegt. Mynd: Úr safni

„Samband okkar hefur verið ferðalag og mikill lærdómur fyrir okkur bæði en í gegnum allt er þessi skilyrðislausa ást sem stendur svo sterk. Við trúlofuðum okkur um verslunarmannahelgina árið 2014 en vissum ekki þá að laumufarþegi var um borð. Sléttri viku eftir að við trúlofuðum okkur komumst við að því að ég væri ólétt að litla stráknum okkar – og þvílík hamingja.“

Eftirsótt Camilla er einn vinsælasti áhrifavaldur landsins. Mynd: Skjáskot af YouTube

Allt gerðist þetta í Eyjum

Plötusnúðurinn Kristján Þór Jónsson, betur þekktur sem Kiddi Bigfoot, og leikskólakennarinn Eyja Bryngeirsdóttir létu pússa sig saman á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum árið 2017, sem var einkar viðeigandi þar sem þau kynntust á þjóðhátíð árið 2013. Eyja sagði frá þessu í viðtali við Morgunblaðið í fyrra.

„Við kynnt­umst á þjóðhátíð Vest­manna­eyja 2013, nán­ar til­tekið á föstu­dags­kvöld­inu, þegar honum (eins og hann seg­ir sjálf­ur frá) var boðið af frænda sín­um í minnsta hvíta tjaldið í dalnum, sem var tjaldið mitt. Þar sat ég og varð strax skot­in í hon­um enda fal­leg­ur með eindæm­um og mjög skemmti­leg­ur.“

Nettur Kiddi nokkur Bigfoot. Mynd: Úr safni
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Fyrrum ritari staðfestir loks að hafa verið yfirheyrð í eineltisrannsókninni alræmdu

Fyrrum ritari staðfestir loks að hafa verið yfirheyrð í eineltisrannsókninni alræmdu
Fókus
Fyrir 2 dögum

Tekur við af Gísla Marteini sem kynnir Eurovision

Tekur við af Gísla Marteini sem kynnir Eurovision
Fókus
Fyrir 2 dögum

Fyrrverandi samskiptastjóri Sigríðar Hrundar styður núna Höllu Hrund

Fyrrverandi samskiptastjóri Sigríðar Hrundar styður núna Höllu Hrund
Fókus
Fyrir 2 dögum

Fylgdi vinsælu heilsuráði og endaði á spítala – Varar aðra við

Fylgdi vinsælu heilsuráði og endaði á spítala – Varar aðra við
Fókus
Fyrir 4 dögum

Föðurlausi drengurinn sem setti vikulega á svið leikrit til að fela vanræksluna – „Maður vissi ekkert hverju maður átti von á þann daginn“

Föðurlausi drengurinn sem setti vikulega á svið leikrit til að fela vanræksluna – „Maður vissi ekkert hverju maður átti von á þann daginn“
Fókus
Fyrir 4 dögum

„Hver verður næst?“

„Hver verður næst?“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Vikan á Instagram – „Þvílíkur rússibani“

Vikan á Instagram – „Þvílíkur rússibani“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Varð fyrir hrottalegu ofbeldi fimm ára gömul – „Ég var á leið til vinkonu minnar, bankaði á vitlausa hurð“

Varð fyrir hrottalegu ofbeldi fimm ára gömul – „Ég var á leið til vinkonu minnar, bankaði á vitlausa hurð“