fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Fókus

Unnur Magna óttast mest innilokun í litlu rými

Íris Hauksdóttir
Sunnudaginn 25. ágúst 2019 15:00

Mynd: Unnur Magna.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Unnur Magna starfar sem tímaritaljósmyndari hjá Birtíngi ásamt því að mynda brúðkaup og aðra viðburði fyrir fólk og fyrirtæki. Við fengum Unni í yfirheyrslu helgarinnar.

 

Hvar líður þér best?
Á flandri með myndavélina mína, helst einhvers staðar sem ég hef ekki verið áður, og enga skipulagða dagskrá. Ef ég þarf að núllstilla orkuna mína þá fer ég og hlusta á sjóinn eða kíki í jógatíma.

Hvað óttastu mest?
Innilokun í litlu rými.

Hvert er þitt mesta afrek?
Að sjálfsögðu börnin mín tvö, en ætli það sé ekki líka að stíga út úr þægindarammanum og elta drauminn. Ég hætti sem þjónustustjóri í flutningabransanum eftir langa viðveru þar, settist aftur á skólabekk og lauk ljósmyndanámi með prýði. Núna vinn ég við það sem mér finnst skemmtilegast að gera og kynnist í leiðinni alls konar frábæru fólki.

Furðulegasta starf sem þú hefur tekið að þér?
Ég vann einu sinni við það að rafvæða verðbréf hjá Lánasýslu ríkisins, ætli það sé ekki með því skrítnasta sem ég hef starfað. Það var hins vegar mjög tímabundið enda lítið andrými til að vera skapandi í því starfi.

Hver væri titillinn á ævisögu þinni?
„Andvökunætur“ eða „Stúlkan með þriðja augað“.

Hvernig væri bjórinn Unnur?
Dulrænn, ævintýralegur galdrabjór, eftirminnilegur við fyrsta sopa. Kryddaður og bragðmikill en líka svalandi með sætu eftirbragði. Hann væri í túrkísblárri flösku og það væri listaverk eftir Flóka á miðanum.

Besta ráð sem þú hefur fengið?
Ætli það sé ekki það að lifa lífinu fordómalaus og koma fram við fólk sem verður á vegi mínum af vinsemd og virðingu, því það er svo mikilvægt að öll samskipti skilji eftir sig eitthvað gott. Já, og líka ráðið frá pabba um að borga alltaf alla reikninga strax.

Hvert er leiðinlegasta húsverkið?
Ohh, ég er svo þakklát henni Josephine Cochrane fyrir að hafa fundið upp uppþvottavélina árið 1858 og Miele fyrir að hafa síðar gert uppfinninguna mótordrifna. En skúringar finnst mér samt leiðinlegri en að vaska upp og ég á mjög erfitt með að hreinsa niðurföll.

Besta bíómynd allra tíma?
Shawshank Redemption.

Hvaða hæfileika myndir þú vilja búa yfir?
Þegar ég var unglingur þá dreymdi mig oft framhaldsdraum þar sem ég gat flogið. Það var alveg ótrúlega skemmtilegt, svo ég væri alveg til í að geta það því þá gæti ég ferðast meira án þess að þurfa að pæla í kostnaði.

Hver er mesta áhætta sem þú hefur tekið?
Ég tók ágætis áhættu um síðustu áramót þegar ég skellti mér ein í sex vikna ferðalag um Kambódíu og Mjanmar með lítinn farangur og arkaði ótroðnar slóðir burt frá almennum túrisma með myndavélar dinglandi á mjöðmunum.

Hvaða frasi eða orð fer mest í taugarnar á þér?
Ég bara læt ekki svoleiðis smámuni fara í taugarnar á mér. Ég er líka gædd þeim eiginleika að heyra bara það sem mig langar að heyra og sía burt það sem mig langar ekki að heyra.

Hvaða getur þú sjaldnast staðist eða ert góð í að réttlæta að veita þér?
Nýtt húðflúr, flotta hálsklúta, og gott sjampó.

Hvað er á döfinni hjá þér?
Sumarbrúðkaupin eiga hug minn allan þessa dagana ásamt tímaritaljósmyndun, en ég vona að ég komist í eins og eina útilegu í ágústlok með góðum vinkonum og börnunum okkar áður en haustbrúðkaupin taka við og skólarnir byrja. Reyndar þarf ég líka að dytta að húsinu mínu og svo er ég að gæla við þá hugmynd að taka mótorhjólapróf sem verður vonandi að veruleika einhvern tímann og hver veit nema ég skelli mér í ljósmyndaferð með jógaívafi með góðri vinkonu til Gvatemala áður en langt um líður.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pétur Einarsson látinn
Fókus
Í gær

„Ég var kominn á stað þar sem ég vissi að ég myndi valda mér miklum skaða ef ég myndi ekki taka í taumana“

„Ég var kominn á stað þar sem ég vissi að ég myndi valda mér miklum skaða ef ég myndi ekki taka í taumana“
Fókus
Í gær

Jón og Hafdís selja Seltjarnarnesvilluna

Jón og Hafdís selja Seltjarnarnesvilluna
Fókus
Fyrir 2 dögum

Keppandi Írlands í Eurovision í ár er kvár

Keppandi Írlands í Eurovision í ár er kvár
Fókus
Fyrir 2 dögum

Segir að meðlimur bresku konungsfjölskyldunnar hafi boðið henni í kynsvall

Segir að meðlimur bresku konungsfjölskyldunnar hafi boðið henni í kynsvall
Fókus
Fyrir 3 dögum

Flaug á rassinn á sviðinu – „Lögfræðingurinn minn mun hringja“

Flaug á rassinn á sviðinu – „Lögfræðingurinn minn mun hringja“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Aðdáendur fá innsýn í ástarlíf Taylor Swift á nýrri plötu – Það kom þó á óvart hvaða maður er þar í aðalhlutverki

Aðdáendur fá innsýn í ástarlíf Taylor Swift á nýrri plötu – Það kom þó á óvart hvaða maður er þar í aðalhlutverki
Fókus
Fyrir 3 dögum

Sviplegt fráfall samfélagsmiðlastjörnu skekur netheima – „Ég skil þetta ekki, ég var með henni á föstudaginn“

Sviplegt fráfall samfélagsmiðlastjörnu skekur netheima – „Ég skil þetta ekki, ég var með henni á föstudaginn“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Einkaþjálfari Taylor Swift varpar ljósi á það sem hún gerir til að halda sér í formi

Einkaþjálfari Taylor Swift varpar ljósi á það sem hún gerir til að halda sér í formi