Laugardagur 07.desember 2019
Fókus

Skrýtnasta vinnan í laukskurði á pítsustað: „Eðli málsins samkvæmt grét ég allan daginn“

Íris Hauksdóttir
Laugardaginn 24. ágúst 2019 17:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sylvía Briem Friðjónsdóttir starfar sem vörustjóri og þjálfari hjá Dale Carnegie en hún stundar nám í sálfræði samhliða vinnu. Sylvíu finnst fátt fróðlegra en að kynna sér ástæður þess að fólk hegðar sér á tiltekinn hátt, en hún heldur úti hlaðvarpinu Normið þar sem áhugasamir geta kynnt sér umfjöllunarefni hennar. Við fengum Sylvíu í yfirheyrslu helgarinnar.

Hvar líður þér best?
Heima í sófanum.

Hvað óttastu mest?
Að gera ekki eitthvað sem skiptir máli.

Hvert er þitt mesta afrek?
Að eignast strákana mína.

Furðulegasta starf sem þú hefur tekið að þér?
Að skera lauk í hráefnavinnslu Domino’s. Eðli málsins samkvæmt grét ég allan daginn.

Hver væri titillinn á ævisögu þinni?
Hún braut blað í sögunni.

Hvernig væri bjórinn Sylvia?
Góður IPA bjór með smá malti. Himneskur spjall- og trúnóbjór.

Besta ráð sem þú hefur fengið?
Góðir hlutir gerast hægt og gerðu alla hluti sem hræða þig eða þú færð fiðring í magann yfir.

Hvert er leiðinlegasta húsverkið?
Klárlega að ganga frá og brjóta saman þvottinn.

Besta bíómynd allra tíma?
Eat, pray, love.

Hvaða hæfileika myndir þú vilja búa yfir?
Að geta séð fram í tímann.

Hver er mesta áhætta sem þú hefur tekið?
Að hætta í vinnunni og sambandi til að einbeita mér að nýjum markmiðum.

Hvaða frasi eða orð fer mest í taugarnar á þér?
Róaðu þig og slakaðu á.

Hvað getur þú sjaldnast staðist eða ert góð í að réttlæta að veita þér?
Súkkulaði alla daga – alltaf!

Hvað er á döfinni hjá þér?

Við Eva hjá Norminu erum að fara að halda LIVE event á Hard Rock með Siggu Dögg, eftir mikla eftirspurn hlustenda, þann 1. september. Ég veit ekki hvað ég er að spá, þar sem ég get ekki talað um kynlíf, ég verð svo kjánaleg. En þetta verður fræðandi hláturskast þar sem við fáum spurningar frá hlustendum og spyrjum Siggu spjörunum úr. Miðasala er í gangi á tix.is.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fókus
Fyrir 2 dögum

Play haft að háði og spotti – „Sýndu mér andlit á manni sem er ekki búinn að fá útborgað“

Play haft að háði og spotti – „Sýndu mér andlit á manni sem er ekki búinn að fá útborgað“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Læknirinn Guðmundur Freyr hrundi niður í streitu og kulnun: „Ég bara upplifði að ég væri algjörlega kláraður“

Læknirinn Guðmundur Freyr hrundi niður í streitu og kulnun: „Ég bara upplifði að ég væri algjörlega kláraður“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Ásthildur var með tvö lítil tattú fyrir sjö árum: „Ég spurði hvort hjartað gæti hætt að slá út af sársauka“

Ásthildur var með tvö lítil tattú fyrir sjö árum: „Ég spurði hvort hjartað gæti hætt að slá út af sársauka“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Ótrúleg lífsreynsla Arons – Lenti í lífshættulegu bílslysi og greindist með krabbamein á sama tíma

Ótrúleg lífsreynsla Arons – Lenti í lífshættulegu bílslysi og greindist með krabbamein á sama tíma
Fókus
Fyrir 5 dögum

Frá leðursvipum til kynsvalls og ógeðfelldra Sveinka

Frá leðursvipum til kynsvalls og ógeðfelldra Sveinka
Fókus
Fyrir 5 dögum

Helena vill ekki „fegra“ andlit: „Ófullkomleikinn það fallegasta“

Helena vill ekki „fegra“ andlit: „Ófullkomleikinn það fallegasta“
Fókus
Fyrir 5 dögum
Hvað er aðventa?