fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Fókus

Hræðileg reynsla Theodóru af leigubílsstjóra á menningarnótt: „Ég fæ martraðir, heilu ári seinna“

Fókus
Föstudaginn 23. ágúst 2019 14:01

Theodóra Heba. Mynd: Úr einkasafni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Theodóra Heba Guðmundsdóttir lenti í alvarlegu slysi á Menningarnótt í fyrra. Leigubíll keyrði yfir fót hennar með þeim afleiðingum að hún hlaut alvarlega áverka, meðal annars opið sköflungsbrot og lá á sjúkrahúsi í tæpa viku. Hún segir bílstjórann hafa stungið af og ekkert miða áfram í rannsókn málsins.

Í viðtali við Mannlíf segist Theodóra vera reið og sár yfir því að rannsóknin skuli hafa dregist á langinn og það sem henni þykir verst er að fá engin svör um stöðu málsins. Mannlíf hafði samband við lögregluna sem sagði að rannsókn málsins hafi tekið stutta stund og hafi síðan verið sent til ákærusviðs, þar sem það er enn.

Var að drífa sig

Theodóra og kærasti hennar tóku leigubíl heim úr bænum á Menningarnótt í fyrra. Að sögn Theodóru lá bílstjóranum svo á að drífa sig að komast á næsta áfangastað að hann hafi ekið af stað áður en hún var komin almennilega út úr bílnum.

„Ég dróst einhverja metra með bílnum og hurðin ennþá opin. Loksins stoppaði hann! En ekki til að tékka á mér, heldur til að loka hurðinni og stinga af,“ skrifaði Theodóra á Facebook eftir slysið.

Hún fór á bráðamótttökuna strax eftir slysið og kom þangað lögreglumaður til að taka skýrslu. Fjölskylda Theodóru hafði samband við Hreyfil til að ræða um atvikið en mættu þar neikvæðu viðmóti.

„[Forsvarsmenn fyrirtækisins] voru bara með stæla,“ segir Theodóra við Mannlíf.

Alvarlegar afleiðingar

Slysið hafði mikil áhrif á Theodóru, bæði líkamlega og andlega. Nú, ári eftir slysið, er hún enn að jafna sig. Hún er óvinnufær og kemst ekki langt án hækju.

„Ég get ekki einu sinni gert einföldustu heimilisverk hjálparlaust,“ segir Theodóra og bætir við að læknir hennar sé ekki bjartsýnn á að hún nái sér nokkurn tíma.

Theodóra fékk áfallahjálp eftir atvikið og hefur verið hjá sálfræðingi síðan þá. „Ég endurupplifi nefnilega enn atvikið í huganum og fæ martraðir, heilu ári seinna.“

Theodóra hefur ekki fengið afsökunarbeiðni frá bílstjóranum né Hreyfli.

„Ég veit ekki til þess að ákæra hafi verið gefin út á hendur bílstjóranum, ég held að honum hafi ekki einu sinni verið veitt tiltal út af þessu. Og eftir því sem ég kemst næst starfar hann enn hjá Hreyfli,“ segir Theodóra.

„Ég er satt að segja hissa á þessari framkomu þar sem ég bjóst við að stórt fyrirtæki eins og Hreyfill tæki einhverja ábyrgð. En nei, ekkert gerist. Mér líður eins og þetta skipti engu máli, að maður sé nánast einskis virði.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

Hún segir þetta vera „náttúrulegt Ozempic“ og margir eiga það nú þegar í eldhússkápnum

Hún segir þetta vera „náttúrulegt Ozempic“ og margir eiga það nú þegar í eldhússkápnum
Fókus
Fyrir 3 dögum

„Ég er í dag ekki vitund hrædd við dauðann. Það kom eftir þessa lífsreynslu.“

„Ég er í dag ekki vitund hrædd við dauðann. Það kom eftir þessa lífsreynslu.“