fbpx
Miðvikudagur 24.apríl 2024
Fókus

Brauðtertubyltingin er hafin: „Ég reiknaði með að við yrðum kannski tíu í þessum hóp“

Íris Hauksdóttir
Föstudaginn 23. ágúst 2019 13:00

Mynd / Reykjavíkurborg.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Facebook-hópurinn Brauðtertufélag Erlu og Erlu varð til í léttu gríni í vor en það eru þær Erla Hlynsdóttir og Erla Gísladóttir sem standa að hópnum. Hin fyrrnefnda segir hugmyndina hafa kviknað föstudagskvöld eitt þegar hún hóf leit á internetinu að hóp þar sem hægt væri að fá ráðleggingar varðandi brauðtertur. „Ég er mikil áhugakona um brauðtertur og segi við nöfnu mína að hún megi endilega láta mig vita ef hún finnur slíkan hóp, en það gerist bara ekki. Þá legg ég til að við tökum málin í okkar eigin hendur og stofnum sjálfar hóp. Ég bý þá til hóp, set inn fallega mynd af brauðtertu og geri Erlu Gísladóttur að stjórnanda með mér. Þetta fannst okkur svakalega fyndið og ég reiknaði með að við yrðum kannski tíu í þessum hóp. Yfir helgina urðu félagarnir hins vegar hundrað talsins og nú eru tæplega átta þúsund félagar í Brauðtertufélagi Erlu og Erlu. Snemma var farið að kalla eftir einhvers konar viðburði, brauðtertukeppni eða þvíumlíku, og við erum í raun að svara því kalli nú. Brauðtertukeppnin mikla mun fara fram í Listasafni Reykjavíkur á Menningarnótt milli klukkan 14 og 16.“

„Ég lofa að brauðtertukeppnin verður einhver alskemmtilegasti viðburður Menningarnætur.“

Ásamt Erlunum tveimur koma hönnuðirnir Tanja Huld Levý og Valdís Gísladóttir að skipulagningu keppninnar en Tanja hefur lengi haft áhuga á brauðtertum og hefur hannað bæði fata- og borðbúnaðarlínu með brauðtertumynstri. „Við deilum allar brauðtertuástríðunni og okkur finnst sannkölluð brauðtertubylting vera að eiga sér stað.“

Brauðtertukeppnin mikla fer fram í Listasafni Reykjavíkur á Menningarnótt milli klukkan 14 og 16

Keppt verður í þremur flokkum:

Fallegasta brauðtertan
Frumlegasta brauðtertan
Bragðbesta brauðtertan

Verðlaun verða veitt sigurvegara hvers flokks.

Meiður trésmiðja gefur framreiðslubretti fyrir brauðtertur en fyrirtækið var valið „handverksmaður ársins“ á Handverkshátíðinni á Hrafnagili í ágústbyrjun. Pro Gastro gefur skreytingarsett, japanskan brauðhníf og grænmetishnífa. Tómatparadísin Friðheimar í Reykholti gefur glæsilega vinninga. Ásbjörn Ólafsson ehf. gefur stálbakka fyrir brauðtertur. Þá verða líka brauðtertuhandklæði sem Tanja Levý hannaði.

Dómarar:
Margrét D. Sigfúsdóttir, skólameistari Hússtjórnarskóla Reykjavíkur
Siggi Hall matreiðslumeistari
Erla Hlynsdóttir frá Brauðtertufélagi Erlu og Erlu

Margrét Arnar harmónikuleikari mun halda uppi stuðinu.

Keppnin fer þannig fram að þátttakendur mæta tímanlega með brauðterturnar til að stilla upp. Húsið verður opnað fyrir almenning klukkan 14.00 og fyrsta klukkutímann geta gestir og gangandi komið og skoðað dýrðina. Þátttakendur eru hvattir til að nefna brauðtertuna sína auk þess sem þeir þurfa að birta innihaldslýsingu. Eftir að dómarar hafa gert upp hug sinn og tilkynnt um sigurvegara býðst gestum að smakka allar brauðterturnar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Flaug á rassinn á sviðinu – „Lögfræðingurinn minn mun hringja“

Flaug á rassinn á sviðinu – „Lögfræðingurinn minn mun hringja“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Aðdáendur fá innsýn í ástarlíf Taylor Swift á nýrri plötu – Það kom þó á óvart hvaða maður er þar í aðalhlutverki

Aðdáendur fá innsýn í ástarlíf Taylor Swift á nýrri plötu – Það kom þó á óvart hvaða maður er þar í aðalhlutverki