Föstudagur 21.febrúar 2020
Fókus

Ótrúleg breyting á Thelmu: 74 kíló farin á 18 mánuðum – Svona fór hún að því

Fókus
Fimmtudaginn 22. ágúst 2019 12:17

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Thelma Ásdísardóttir, sem vakið hefur landsathygli fyrir baráttu sína gegn ofbeldi á undanförnum árum, hefur lést um 74 kíló á átján mánuðum. Thelma er í viðtali í nýjasta tölublaði Vikunnar þar sem hún segir meðal annars frá þeim lífsstílsbreytingum sem hún gerði.

Thelma segir í viðtalinu að hún hafi einfaldlega verið feit og þurft að taka á því.

„Ég fann að líkama mínum leið ekki eins og honum átti að líða, hann var ekki í sínu rétta elementi. Þannig að ég undirbjó mig vel, gerði áætlun og ákvað að taka þetta í skrefum en ekki kasta mér í einhver glórulaus læti,“ segir hún.

Þegar hún er spurð hvað hún gerði nákvæmlega segir hún að fyrsta skrefið hafi verið að auka vatnsdrykkju. „Svo fór ég að ganga og ég gleymi aldrei fyrsta göngutúrnum sem var um það bil fjögur hundruð metrar, því eftir hann leið mér eins og ég hefði klifið fjall,“ segir hún í viðtalinu og bætir við að í dag gangi hún 10 kílómetra án þess að finna mikið fyrir því.

Thelma segir að ákveðið lykilatriði hafi verið að taka út sykurinn. Eftir að hann fór út byrjaði hún að sjá breytingar. „Þegar þetta var allt komið saman, fastan, sykurleysið og hreini maturinn, fóru stórir hlutir að gerast,“ segir hún í forsíðuviðtalinu við Vikuna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fókus
Fyrir 2 dögum

Mynd dagsins: Steinunn og Stefán vöknuðu við skrýtið hljóð á klósettinu – Hefur þú lent í þessu?

Mynd dagsins: Steinunn og Stefán vöknuðu við skrýtið hljóð á klósettinu – Hefur þú lent í þessu?
Fókus
Fyrir 3 dögum

Kolbeinn Karl afhjúpar hvernig best er að kaupa fasteign – Svona eignast þú íbúð

Kolbeinn Karl afhjúpar hvernig best er að kaupa fasteign – Svona eignast þú íbúð
Fókus
Fyrir 5 dögum

Svanasöngur örvitanna – Ástir, eldgos og martraðir meðvirkra

Svanasöngur örvitanna – Ástir, eldgos og martraðir meðvirkra
Fókus
Fyrir 5 dögum

Söngvakeppnin 2020 – Seinni undanúrslit í kvöld

Söngvakeppnin 2020 – Seinni undanúrslit í kvöld
Fókus
Fyrir 6 dögum

Skærustu stjörnur heims fá ekki nóg af Hildi – Knús frá Elton John og trúnó með Renée

Skærustu stjörnur heims fá ekki nóg af Hildi – Knús frá Elton John og trúnó með Renée
Fókus
Fyrir 6 dögum

Manst þú eftir því þegar þessi óveður skullu á? „Ég á mínum 30 árum hef aldrei upplifað annað eins“

Manst þú eftir því þegar þessi óveður skullu á? „Ég á mínum 30 árum hef aldrei upplifað annað eins“