fbpx
Þriðjudagur 17.september 2019  |

DV - Frjáls og óháður miðill

Fókus

Barnavikan mikla – Frjósemi Íslendinga í hámarki

Fókus
Fimmtudaginn 22. ágúst 2019 18:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það var aldeilis nóg um barnatengd tíðindi í vikunni sem leið og greinilegt að frjósemi Íslendinga er í hámarki um þessar mundir. Jóhanna Margrét Gísladóttir, dagskrárstjóri Stöðvar 2, tilkynnti á Facebook að hún ætti von á sínu öðru barni með eiginmanninum, Ólafi Sigurgeirssyni. Fyrra barn þeirra, drengur, fæddist árið 2016. Þá eiga Frosti Jón Runólfsson, handritshöfundur og kvikmyndaleikstjóri, og Hrafnhildur Hólmgeirsdóttir stílisti von á barni í lok árs. Enn fremur eiga dansarahjónin Hanna Rún Bazev Óladóttir og Nikita Bazev von á sínu öðru barni. Fyrir eiga þau soninn Vladimir, sem er nýorðinn fimm ára, en nú er von á stelpu.

Hanna Rún og Nikita.

Einnig var eitthvað um útungun því leikkonan Svandís Dóra Einarsdóttir og skáldið Sigtryggur Magnason eignuðust sitt fyrsta barn saman, dreng, fyrir stuttu. Sigtryggur lýsti fæðingunni á Facebook með tilþrifum og sagði hana hafa minnt mest á ameríska bíómynd. Önnur áhugaverð fæðingartilkynning kom frá ofurhjónunum Ingileif Friðriksdóttur og Maríu Rut Kristinsdóttur sem eignuðust dreng í síðustu viku. Þær eiga fyrir einn son, Þorgeir, sem María átti úr fyrra sambandi, en með fæðingartilkynningunni fylgdi falleg fæðingarsaga.

Sigtryggur og Svandís Dóra.
Ingileif og María ásamt syninum Þorgeiri. Mynd: DV/Hanna

DV óskar öllum innilega til hamingju með barnalánið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fókus
Fyrir 3 dögum

Sjáðu myndir af rosalegu glæsihýsi Ólafs Arnalds á Balí

Sjáðu myndir af rosalegu glæsihýsi Ólafs Arnalds á Balí
Fókus
Fyrir 3 dögum

Ingó Veðurguð sendir frá sér lag sem hann segir að geti orðið umdeilt – „Það er ekki kjaftur á listamannalaunum í Kenya“

Ingó Veðurguð sendir frá sér lag sem hann segir að geti orðið umdeilt – „Það er ekki kjaftur á listamannalaunum í Kenya“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Vafasamar fullyrðingar um megrunarkaffi: Törutrix fékk 150 þúsund króna sekt – Ábendingin kom frá Töru Margréti

Vafasamar fullyrðingar um megrunarkaffi: Törutrix fékk 150 þúsund króna sekt – Ábendingin kom frá Töru Margréti
Fókus
Fyrir 5 dögum

Manuela Ósk birtir fyrstu myndina úr Allir geta dansað: „GARG ÉG ER SVO STRESSUГ

Manuela Ósk birtir fyrstu myndina úr Allir geta dansað: „GARG ÉG ER SVO STRESSUГ