fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Fókus

Travis Barker afhjúpar tónlistarmann sem sendi 13 ára dóttur hans óviðeigandi skilaboð

Fókus
Föstudaginn 2. ágúst 2019 15:03

Travis Barker, Alabama Barker og Graham Sierota.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Travis Barker, trommari hljómsveitarinnar Blink-182, afhjúpar annan trommara sem sendi dóttur hans óviðeigandi skilaboð.

Dóttir Travis, Alabama Barker, er þrettán ára. Trommarinn sem sendi Alabömu skilaboð heitir Graham Sierota og er tvítugur. Hann er í hljómsveitinni Echosmith.

Graham sendi Alabömu fyrst skilaboð árið 2016, þegar hún var aðeins tíu ára.

Eftir að hafa fengið síðustu skilaboðin frá honum ákvað Alabama að afhjúpa hann í Instagram Stories.

„Enn og aftur er ég að vekja athygli á þessu því ég er þrettán ára stelpa og hann er 20-21 árs, mjög ógeðslegt.“

Bæði Alabama og faðir hennar, Travis, eru ákveðin að vekja athygli á málinu til að koma í veg fyrir að Graham sé að senda svipuð skilaboð á önnur börn.

Eins og fyrr segir sendi Graham henni fyrst skilaboð þegar hún var aðeins tíu ára gömul.  Hann sendi „hæ“ þrisvar sinnum og svo önnur skilaboð þar sem stóð: „Annars, er ég Graham frá Echosmith og mér finnst þú falleg.“

https://www.instagram.com/p/BZ68Y82n8kF/?utm_source=ig_embed

Hann sendi henni svo aftur skilaboð þann 10. júlí síðastliðinn og bauð henni í grillveislu.

Alabama fékk nóg og birti skjáskot af samtali þeirra í Instagram Stories. Hún svaraði honum og sagði: „Þú ert alveg fertugur.“

Hann sendi til baka: „Ég vildi bara segja að ég er mjög hrifinn af tónlistinni þinni og afsakaðu að ég sendi þér skilaboð og ég er tvítugur.“

Hún svaraði honum þá: „Ókei en þú áttar þig á því að ég er barn?“

Travis ákvað að blanda sér í málin og sagði við blaðamann: „Þegar ég komst að því að 20 ára maður væri að reyna að ná sambandi við 13 ára dóttur mína með því að fylla innhólf hennar með partíboðskortum og hrósum, þá bauð mér við því. Þetta er viðbjóðsleg hegðun og það er ekkert töff, eðlilegt eða í lagi við það.“

Graham hefur gefið út yfirlýsingu um málið og segir að hann hafi ekki vitað að Alabama væri „undir lögaldri.“ Hann bað hana og fjölskyldu hennar afsökunar.

Fjöldi fólks hefur skrifað við myndir Alabama á Instagram og ásakað hana um að hafa kallað þetta yfir sig og sagt að hún lítur út fyrir að vera tvítug á myndunum.

Við skulum ekki gleyma því að hún er dóttir frægs tónlistarmanns og það er hægt að komast að aldri hennar með tíu sekúndna leit á Google. Svo sendi hann henni fyrstu skilaboðin þegar hún var tíu ára og hér að neðan má sjá mynd af Instagram frá 2016, þegar Graham sagði að honum þætti hún falleg.

https://www.instagram.com/p/BOq-0MgFY0G/?utm_source=ig_embed

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

8 ára drengur með heilaæxli steig á svið – Sjáðu atriðið sem hreyfði við Simon Cowell

8 ára drengur með heilaæxli steig á svið – Sjáðu atriðið sem hreyfði við Simon Cowell
Fókus
Fyrir 2 dögum

J. Lo loksins laus við slottið – 7 ár í sölu og verðmiðinn lækkaður um milljónir

J. Lo loksins laus við slottið – 7 ár í sölu og verðmiðinn lækkaður um milljónir
Fókus
Fyrir 2 dögum

Grunaði að eiginkonan væri að halda framhjá – „Sannleikurinn var tvöfalt verri“

Grunaði að eiginkonan væri að halda framhjá – „Sannleikurinn var tvöfalt verri“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Sviplegt fráfall samfélagsmiðlastjörnu skekur netheima – „Ég skil þetta ekki, ég var með henni á föstudaginn“

Sviplegt fráfall samfélagsmiðlastjörnu skekur netheima – „Ég skil þetta ekki, ég var með henni á föstudaginn“