fbpx
Laugardagur 20.apríl 2024
Fókus

5 gleymdar útihátíðir

Fókus
Föstudaginn 2. ágúst 2019 21:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Verslunarmannahelgin er skollin á og venju samkvæmt halda margir á útihátíðir víða um land.
Því er við hæfi að rifja upp fimm hátíðir sem urðu gleymskunni að bráð – allavega hjá einhverjum.

Mynd: timarit.is

1. Rauðhetta

Útihátíðin Rauðhetta var haldin þrisvar sinnum á árunum 1976–78 við Úlfljótsvatn. Hátíðin var á vegum skátanna og var gefið út að um bindindishátíð yrði að ræða. Það fór hins vegar lítið fyrir þeim loforðum og árið 1977 var til að mynda skrifað í Dagblaðinu: „Ölvun var talsverð, einkum á föstudagskvöld og laugardagskvöld, þrátt fyrir að hellt hafi verið niður úr nær 200 áfengisflöskum.“

Mynd: timarit.is

2. Húsafellshátíðin

Hátíðin var haldin á vegum Ungmennasambands Borgarfjarðar í nokkur ár en frægasta hátíðin var árið 1969. Aðsóknin var gríðarleg og líkti blaðamaður Morgunblaðsins hátíðinni við hina goðsagnakenndu Woodstock-hátíð í Bandaríkjunum. „Aðsóknin að Woodstock-hátíðinni var mun meiri en búist var við og skipulagið fór úr böndunum. Húsafellshátíðin kemur því vel út í þessum samanburði, ekki síst í ljósi þess að miðað við hina frægu höfðatölureglu var hún fimmtíu sinnum fjölsóttari.“

Mynd: timarit.is

3. Saltstokk

Það var hins vegar önnur hátíð sem Woodstock var fyrirmyndin að og það var Saltvíkurhátíðin á Kjalarnesi sem haldin var um hvítasunnuhelgina árið 1971. Vegna fyrirrennarans var hátíðin aldrei kölluð annað en Saltstokk. Saltstokk var haldin til að stemma stigu við unglingadrykkju og var hún skipulögð af Æskulýðsráði Reykjavíkur. Þetta gekk hins vegar ekki betur en svo að ölvun var gríðarmikil á hátíðarsvæðinu og þurfti Æskulýðsráðið að þola mikla gagnrýni eftir að hátíðinni lauk.

Mynd: timarit.is

4. Viðeyjarhátíðin

Hátíðin í Viðey árið 1984 er líklegast eitt mesta útihátíðarklúður Íslandssögunnar. Væntingar skipuleggjandans Magnúsar Kjartanssonar voru að þúsundir manna myndu sækja hátíðina heim en aðeins fjögur til fimm hundruð mættu, eins og eftirminnilega var gert grín að í áramótaskaupinu það árið. „Ég gæti trúað því að krökkum þyki heppilegra að fara eitthvað út fyrir bæinn, en vera endilega þar sem mamma og pabbi gætu allt í einu dúkkað upp á tjaldskörinni, boðið góðan daginn og verið komin í heimsókn,“ sagði Magnús í samtali við Dagblaðið.

Mynd: timarit.is

5. Uxi 95

Það fór um marga foreldra þegar fregnir af því hvernig útihátíðin Uxi á Kirkjubæjarklaustri árið 1995 færi fram bárust. Prodigy, Aphex Twin, Bobbie Gillespie og Prodigy tróðu upp á hátíðinni en hún er þekkt í seinni tíð sem E-pilluhátíðin. Á þessum tíma var E-pillan að ryðja sér til rúms hér á landi og einhverjir fóru það illa út úr pilluátinu á Uxa að þeir þurftu að leita sér læknisaðstoðar. Fyrir vikið var búin til ný kynslóð, X-kynslóðin, og eins og nafnið gefur til kynna voru allir sem tilheyrðu henni dæmdir pilluhausar, að minnsta kosti um tíma.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Eva Ruza fer í skóför Felix

Eva Ruza fer í skóför Felix
Fókus
Fyrir 2 dögum

Fyrrum ritari staðfestir loks að hafa verið yfirheyrð í eineltisrannsókninni alræmdu

Fyrrum ritari staðfestir loks að hafa verið yfirheyrð í eineltisrannsókninni alræmdu
Fókus
Fyrir 3 dögum

Samfélagsmiðlastjarna látin aðeins 36 ára – „Ég botna ekki í neinu lengur en við munum fá meiri upplýsingar á næstu dögum“

Samfélagsmiðlastjarna látin aðeins 36 ára – „Ég botna ekki í neinu lengur en við munum fá meiri upplýsingar á næstu dögum“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Fyrrverandi samskiptastjóri Sigríðar Hrundar styður núna Höllu Hrund

Fyrrverandi samskiptastjóri Sigríðar Hrundar styður núna Höllu Hrund
Fókus
Fyrir 4 dögum

Sonur Elísu og Elíss fæddur

Sonur Elísu og Elíss fæddur
Fókus
Fyrir 4 dögum

Föðurlausi drengurinn sem setti vikulega á svið leikrit til að fela vanræksluna – „Maður vissi ekkert hverju maður átti von á þann daginn“

Föðurlausi drengurinn sem setti vikulega á svið leikrit til að fela vanræksluna – „Maður vissi ekkert hverju maður átti von á þann daginn“