fbpx
Mánudagur 23.september 2019  |

DV - Frjáls og óháður miðill

Fókus

Hjörvars sárt saknað – Hlustendur vilja borga launin hans

Fókus
Föstudaginn 16. ágúst 2019 09:24

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hinum þekkta og vinsæla fjölmiðlamanni Hjörvari Hafliðasyni var í sagt upp í gær frá störfum hjá Sýn, fjölmiðlahluta Vodafone. Tólf öðrum starfsmönnum var sagt upp, þar af tveimur sjónvarpsfréttamönnum á Stöð 2. Hjörvar tjáði sig um brottreksturinn við DV í gær.

Dyggur aðdáandi úvarpsþáttarins Brennslunnar, á FM957, leggur til að hlustendur borgi laun Hjörvars.

Hann stingur upp á þessu í Facebook-hópnum Brennslu Tips, sem er hópur fyrir hlustendur Brennslunnar.

„Ef einungis er um peninga að ræða, má benda á að ef um 30 þúsund manns hlusta á þáttinn þá kostar ekki nema 50 krónur á mánuði eða um 600 krónur á ári fyrir hvern hlustanda að halda Hjörvari [í þættinum],“ segir hann.

„[Ég] reikna með að hann vilji ekki fá minna en 1,5 milljón á mánuði fyrir „comeback“ þó það sé varlega reiknað. Samkvæmt mínum útreikningum yrði þetta einn besti 600 kall sem ég myndi eyða um ævina. Hægt væri að stofna Go Fund Me eða viðlíka síðu og ef takmarki yrði náð, að þá myndi þetta ná í gegn. Hjörvar Hafliðason, Kjartan og Richard er þetta alveg úr myndinni? Mikill Missir fyrir íslenskt útvarp.“

Færslan var sett inn í hópinn fyrir tveimur tímum síðan og hafa 24 manns hafa líkað við hana. Enginn af Brennslustrákunum hafa skrifað við færsluna og tjáð sig um hugmynd hlustandans.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Kennarasleikjan
Fókus
Fyrir 2 dögum

Mættu í núið og styrktu gott málefni í leiðinni: Jógapartí í Hörpu

Mættu í núið og styrktu gott málefni í leiðinni: Jógapartí í Hörpu
Fókus
Fyrir 2 dögum

Steindi Jr. þarf þína hjálp til að hjálpa Hirti – „Án ykkar deyr hann gleymdur maður. Viljið þið hafa það á samviskunni?“

Steindi Jr. þarf þína hjálp til að hjálpa Hirti – „Án ykkar deyr hann gleymdur maður. Viljið þið hafa það á samviskunni?“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Ástæðan fyrir því að aðeins ógiftar og barnlausar konur mega taka þátt í Miss Universe Iceland

Ástæðan fyrir því að aðeins ógiftar og barnlausar konur mega taka þátt í Miss Universe Iceland
Fókus
Fyrir 3 dögum

Sveinn Andri biðst afsökunar á rasískum búningi

Sveinn Andri biðst afsökunar á rasískum búningi
Fókus
Fyrir 4 dögum

Fanney Ingvars tók íbúðina í gegn – Sjáðu fyrir og eftir myndirnar

Fanney Ingvars tók íbúðina í gegn – Sjáðu fyrir og eftir myndirnar
Fókus
Fyrir 4 dögum

Haturssíða stofnuð í nafni dóttur Guðmundu: „Hjartað mitt er gjörsamlega í molum”

Haturssíða stofnuð í nafni dóttur Guðmundu: „Hjartað mitt er gjörsamlega í molum”