Föstudagur 21.febrúar 2020
Fókus

Svala Björgvins hleypur fyrir vinkonu sína: Berst við sjaldgæfan sjúkdóm á hverjum degi

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Fimmtudaginn 15. ágúst 2019 21:30

Vinkonurnar Svala og Sunna.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tónlistar- og söngkonan Svala Björgvins ætlar að hlaupa tíu kílómetra í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka 24. ágúst næstkomandi.

Svala ætlar að hlaupa fyrir vinkonu sína, Sunnu Valdísi.

„Sunna er yndisleg 13 ára stelpa sem ég kynntist þegar ég keppti í Eurovision. Á hverjum degi berst þessi litla hetja við einn af þeim flóknari, sjaldgæfasta og erfiðasta sjúkdóm í heimi. Sjúkdómurinn heitir AHC eða Alternating Hemiplegia of Childhood, og er ótrúlega sjaldgæfur sjúkdómur sem hefur áhrif á allt taugakerfið, heilann og líkamann,“ segir Svala.

Svala, Gauti og Sunna.

„Sunna er svo dugleg, sterk og dásamleg. Hún brosir í gegnum tárin þar sem hún fær köst á hverjum degi og hefur það verið þannig frá því að hún fæddist. Sunna er svo falleg og mikill húmoristi. Hún er alger innblástur fyrir mig.“

Svala ákvað að láta til skarar skríða og taka fram hlaupaskóna þegar hún sá að fjölskylda Sunnu ætlaði að hlaupa fyrir hana. „Mér fannst mikilvægt að hlaupa með þeim. Mér þykir rosalega vænt um Sunnu og fjölskyldu hennar. Þau eru alveg dásamleg,“ segir Svala.

Svala Björgvins. Mynd: Saga Garðarsdóttir.

Aldrei hlaupið í maraþoni

Svala hefur aldrei áður hlaupið í maraþoni. „Ég held að ég muni skokka bara léttilega og hlaupa inn á milli,“ segir Svala og hlær. „Ég er ekki þekkt fyrir að hlaupa mikið.“

Þó svo að Svala sé ekki mikill hlaupari þá er hún búin að byggja upp gott þol yfir ævina sem söngkona. „Ég vinn við að syngja og koma fram á sviði, og við söngvarar erum með ótrúlegt þol og góð lungu. Ég geng á hverjum degi og fer í langar gönguferðir,“ segir Svala.

Til að undirbúa sig fyrir hlaupið segist Svala ætla aðeins í ræktina og byggja sig upp.

Svala hvetur fólk til að horfa á mynd um Sunnu sem er á YouTube. Myndin heitir Human Timebombs. „Hún er átakanleg og mögnuð,“ segir Svala. Hægt er að horfa á myndina hér að neðan.

Hvað er á döfinni hjá Svölu?

„Ég er að æfa og undirbúa fyrir stóra tónleika sem ég og Jóhanna Guðrún erum að halda í Hörpu, sem heita Dívur. Þetta verða tvennir tónleikar í Eldborg og  mikill undirbúningur, spenningur og gleði í gangi. Það eru aðeins örfáir miðar eftir. Svo er ég að vinna í nýrri tónlist sem ég ætla að gefa út í byrjun næsta árs,“ segir Svala.

Hér getur þú heitið á Svölu í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fókus
Fyrir 3 dögum

Gunnar Júlíusson er listamaður mánaðarins í Bókasafni Garðabæjar – „Ég hef gaman af ýktri tjáningu“

Gunnar Júlíusson er listamaður mánaðarins í Bókasafni Garðabæjar – „Ég hef gaman af ýktri tjáningu“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Kristín nefnir bestu leiðina til að tækla óþolandi fólk – Svona gerir hún það

Kristín nefnir bestu leiðina til að tækla óþolandi fólk – Svona gerir hún það
Fókus
Fyrir 4 dögum

Ágústa miður sín yfir viðbjóðslegum rasisma í Ikea: „Vá hvað þetta var ljót stelpa“

Ágústa miður sín yfir viðbjóðslegum rasisma í Ikea: „Vá hvað þetta var ljót stelpa“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Vikan á Instagram: „Ég baða mig í tárum óvina minna“

Vikan á Instagram: „Ég baða mig í tárum óvina minna“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Úttekt – Vinsælustu kynlífstækin á Íslandi – Sogtæki, titringur og rassaleikir

Úttekt – Vinsælustu kynlífstækin á Íslandi – Sogtæki, titringur og rassaleikir
Fókus
Fyrir 6 dögum

Karitas Harpa á tímamótum: „Allt nýtt en aldrei verið meira ég“

Karitas Harpa á tímamótum: „Allt nýtt en aldrei verið meira ég“