fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Fókus

Risaskjáir Ed Sheeran voru teknir niður á síðustu stundu – Öryggi gesta ógnað

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Fimmtudaginn 15. ágúst 2019 16:00

Tónleikarnir í Laugardalnum. Mynd: Eyþór Árnason

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eins og er líklegast flestum landsmönnum kunnugt þá voru tvennir Ed Sheeran tónleikar síðustu helgi. Tónleikarnir voru hluti af Divide tónleikaferðalagi söngvarans.

DV barst ábending um að sviðsmynd tónleikanna í Laugardalnum hafi verið mun minni en á öðrum tónleikum Divide tónleikaferðalagsins. Ed Sheeran kom með 55 gáma af búnaði til Íslands, meðal annars alla sviðsmyndina.

Á Íslandi voru engir risaskjáir sitthvorum meginn við sviðið eins og hefur verið. Mynd: Skjáskot/YouTube.

Aðilinn, sem hafði samband við DV, sagði að um „vörusvik“ væri að ræða að „flytja inn Ed Sheeran og Divide tónleikaferðalagið, en bjóða svo áhorfendum upp á 60 prósent af sviðsmyndinni.“

DV fór á stúfana og bar saman myndir frá tónleikunum á Íslandi og frá öðrum tónleikum úr Divide tónleikaferðalagi söngvarans. Það sem sást greinilega vanta á tónleikana í Laugardalnum voru tveir stórir hliðarskjáir.

Sviðsmyndin með öllu.
Hér má sjá hliðarskjáina.

DV sendi Senu, sem sá um tónleikana, fyrirspurn um málið. Þar kemur fram að hliðarskjáirnir voru settir upp en teknir niður á síðustu stundi af öryggisástæðum.

„Hliðarskjáirnir voru settir upp og það var auðvitað ætlunin að nota þá. En það þurfti því miður að taka hliðarskjáina niður aftur í kringum hádegi á laugardeginum því það var of mikill vindur. Vindurinn fór beint í bakið á þeim og það gat ógnað öryggi gesta. Öryggi gesta er ávallt í fyrirrúmi og aldrei teknar neinar áhættur með það,“ segir talsmaður Senu og bætir við.

„Sviðið var jafn stórt og er á öðrum Divide tónleikum Ed Sheeran. Það er eðlilegt og alvanalegt að gerðar séu hinar og þessar aðlaganir hér og þar til að aðlaga sig að viðkomandi tónleikastað en hér var ekki á neinn hátt um minnkaða útgáfu af sviðinu eða umgjörðinni eða um neinar stórar aðlaganir að ræða. Hvað varðar tækjabúnað þá var hann eins og á öðrum Divide tónleikum fyrir utan eins og áður sagði að það þurfti að fórna hliðarskjáunum til að tryggja öryggi gesta.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Gunnar sat 12 spora fund í morgun þegar eitt vakti áhuga hans – „Ég er sjálfur sekur“

Gunnar sat 12 spora fund í morgun þegar eitt vakti áhuga hans – „Ég er sjálfur sekur“
Fókus
Í gær

Keppandi Írlands í Eurovision í ár er kvár

Keppandi Írlands í Eurovision í ár er kvár
Fókus
Fyrir 2 dögum

8 ára drengur með heilaæxli steig á svið – Sjáðu atriðið sem hreyfði við Simon Cowell

8 ára drengur með heilaæxli steig á svið – Sjáðu atriðið sem hreyfði við Simon Cowell
Fókus
Fyrir 2 dögum

J. Lo loksins laus við slottið – 7 ár í sölu og verðmiðinn lækkaður um milljónir

J. Lo loksins laus við slottið – 7 ár í sölu og verðmiðinn lækkaður um milljónir
Fókus
Fyrir 2 dögum

Grunaði að eiginkonan væri að halda framhjá – „Sannleikurinn var tvöfalt verri“

Grunaði að eiginkonan væri að halda framhjá – „Sannleikurinn var tvöfalt verri“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Sviplegt fráfall samfélagsmiðlastjörnu skekur netheima – „Ég skil þetta ekki, ég var með henni á föstudaginn“

Sviplegt fráfall samfélagsmiðlastjörnu skekur netheima – „Ég skil þetta ekki, ég var með henni á föstudaginn“