fbpx
Laugardagur 30.maí 2020
Fókus

„Það eru alltaf einhverjir asnar sem eru á móti þessu en það er bara þeirra mál“

Máni Snær Þorláksson
Sunnudaginn 11. ágúst 2019 12:05

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bára Halldórsdóttir, uppljóstrari og aktívisti með meiru, varð amma rétt fyrir helgi. Blaðamaður heyrði í henni til að spjalla um fyrsta barnabarnið og málefni hinsegin fólks þar sem Hinsegin dagar eru nú í gangi.

Þegar blaðamaður hafði samband var Bára á leiðinni að hitta barnabarnið sitt í fyrsta skipti en hún fékk fréttirnar af fæðingunni rétt áður en hún átti að mæta á Dragkeppni Íslands. 

„Ef við hefðum haft tíma þá hefðum við getað skutlað honum inn sem keppanda, hann fæddist 20 mínútum áður en ég átti að mæta.“

Aðspurð segir Bára að henni finnist hinsegin mál stand að mörgu leyti mjög vel á Íslandi, fyrir utan nöldur í nokkrum aðilum. Hún hefði viljað að nýja frumvarpið varðandi kynrænt sjálfræði væri örlítið skýrara.

Þau standa að mörgu leyti mjög vel, fyrir utan svona nöldur í ýmsum aðilum.

„En þetta var engu að síður mjög stórt skref“

Samtalið fer fljótt út í skopmynd Helga Sigurðssonar þar sem gert var grín að nýju lögunum um kynrænt sjálfstæði. 

„Þetta stakk alveg inn að beini. Vandamálið er ekki trans brandarar, vandamálið er að flestir sem segja þá vita svo lítið um transfólk að þeir eru bara ekki fyndnir. Það eru til góðir og fyndnir brandarar um transfólk en fáfræðisfordómabrandarar eru ekki fyndnir.“

Báru fannst fallegt að sjá samstöðuna með transfólki þegar skopmyndin birtist en mikill fjöldi fólks gagnrýndi myndina þegar hún var birt.

„Jæja, BDSM?“

Það hefur tíðkast undanfarin ár að fyrirtæki breyti merkingum sínum í takt við Hinsegin dagana. Fyrirtæki setja þá oft regnbogafánann í merki sín eða hengja til dæmis fánann upp á vinnustaðnum. 

Það hefur verið mikil umræða í útlöndum um þetta uppátæki fyrirtækja en skiptar skoðanir eru meðal hinsegin fólks hvort þetta sé í lagi. 

Dæmi eru um að fyrirtæki hið ytra auglýsi sig með regnbogafánanum í kringum Hinsegin daga en aðra daga gera þessi sömu fyrirtæki ekkert til að stuðla að bættum aðstæðum hinsegin fólks. 

„Ef þau eru til í að styðja okkur á öllum öðrum tímum og haga sér almennilega þá er þetta gott mál, frábært mál. En fyrirtæki sem gera þetta og hafa kannski sögu af því að fordæma hinsegin fólk á öðrum dögum, það er bara kjaftæði.“

Bára nefnir BDSM æðið sem kom upp í kringum Eurovision í ár en þá voru gríðarlega mörg fyrirtæki sem auglýstu vörur sínar með BDSM þema.

„En ef þu myndir labba upp að einhverjum fyrirtækjastjórum í dag og segja „jæja, er BDSM ekki bara málið?“ þá væru þeir ábyggilega ekkert hressir með það.“

„Þetta verður regnbogabarnið mitt“

Bára er gríðarlega ánægð með framtíðina enda er mikið fjör framundan, fyrsta barnabarnið er komið í heiminn og Gleðigangan er á næsta leyti.

„Ég gæti ekki verið ánægðari, ég er bara hérna á bleiku skýi og ég er búin að vera á því síðan ég frétti af litla stráknum“

Barnabarnið fæddist rétt fyrir allt fjörið sem fylgir Hinsegin dögum en Bára segir að hún muni alveg örugglega gleyma einhverju fjöri því barnabarnið á hug hennar og hjarta þessa stundina

„Þetta verður regnbogabarnið mitt. Það fer bara öll orkan í að knúsa litla sæta rúsínurassgatið mitt“

Bára ætlar þó að sjálfsögðu að taka þátt í göngunni sjálfri en hún verður hluti af tví- og pankynhneigða hluta göngunnar.

„Ég treysti mér samt ekki til að labba svona langt svo ég fékk vinkonu mína, sem er líka að labba í tví- og pankynhneigða hlutanum, til að ýta mér í hjólastólnum.“

Bára hefur tekið þátt í göngunni í hvert skipti sem hún fær tækifæri til þess. Fyrir einhverjum tíma var gangan stytt en nú hefur hún verið lengd aftur og er Bára hæstánægð með þá ákvörðun.

„Þetta eru bara auka jól“

Margar sorgarsögur hafa komið upp í tengslum við gleðigöngur í öðrum löndum en þar eru dæmi um að þátttakendur séu niðurlægðir eða jafnvel grýttir á leið sinni frá göngunni. Bára segir þetta virkilega sorglegt en að hún hafi ekki upplifað nein leiðindi í tengslum við gönguna hér á Íslandi,

„Á Íslandi er þetta náttúrulega fjölskylduhátíð og Íslendingar hingað til hafa ekki verið nógu fordómafullir til þess að fara að rífa kjaft við gönguna. Það eru alltaf einhverjir asnar sem eru á móti þessu en það er bara þeirra mál. Þeir hafa hingað til ekki náð að rífa kjaft á göngudeginum“

Bára hlakkar til að sjá alla mæta í Gleðigönguna sem fer fram þann 17. ágúst næstkomandi. 

„Ég hlakka til að sjá ykkur öll í göngunni, ég ætla að vera uppádressuð og sæt og ég vona að þið verðið það líka“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fókus
Fyrir 2 dögum

Segir að vændi geti verið ánægjulegt en hún væri ekki á lífi ef hún hefði haldið áfram

Segir að vændi geti verið ánægjulegt en hún væri ekki á lífi ef hún hefði haldið áfram
Fókus
Fyrir 2 dögum

Gísli Marteinn hélt að grín sitt um Garðabæ væri ýkjur en annað kom á daginn

Gísli Marteinn hélt að grín sitt um Garðabæ væri ýkjur en annað kom á daginn
Fókus
Fyrir 4 dögum

35 ára bústaður Eydísar fékk allsherjar yfirhalningu

35 ára bústaður Eydísar fékk allsherjar yfirhalningu
Fókus
Fyrir 4 dögum

Kristín Avon blæs á sögusagnirnar um faðerni dóttur sinnar: „Rétt skal vera rétt“

Kristín Avon blæs á sögusagnirnar um faðerni dóttur sinnar: „Rétt skal vera rétt“
Fókus
Fyrir 1 viku

Sumarfrísplön þekktra Íslendinga: „Skaftárfell líklega fallegasti staður á jarðríki“

Sumarfrísplön þekktra Íslendinga: „Skaftárfell líklega fallegasti staður á jarðríki“
Fókus
Fyrir 1 viku

Gæti vel hugsað sér að starfa á Landspítalanum

Gæti vel hugsað sér að starfa á Landspítalanum