fbpx
Laugardagur 20.apríl 2024
Fókus

Krummi Björgvins þráir að finna innri ró: „Vatn er líf og lífið er lyf”

Fókus
Laugardaginn 10. ágúst 2019 09:30

Mynd: Björn Árnason.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Krummi hefur verið iðinn við kolann síðustu ár í tónlistinni en hann steig fyrst fram á sjónarsviðið með hljómsveitinni Mínus. Eftir það lá leiðin til hljómsveitarinnar Legend, en einnig hefur hann unnið með fólki á borð við Daníel Ágúst úr GusGus í hljómsveit sem kallast Esja og nú nýverið með kærustu sinni, Linnea Hellström, og Frosta Gringo í bandinu Döpur.

Krummi hefur nú snúið sér alfarið að eigin efni en í haust sendir hann frá sér sína fyrstu sólóplötu í gegnum Öldu Music. Fyrsta lagið sem hann kynnir til leiks nefnist Stories To Tell og er samsuða af kántrí, blús, folk, rokki og róli. Sjálfur segist Krummi þrá að finna innri ró og platan sé tilraun til þess.

„Þetta lag fjallar um að trúa á eigin getu og skoða vandlega það viðhorf sem maður hefur til sjálfs sín og þess sem maður gerir og hvernig það hefur áhrif líðan og hegðun. Með laginu langar mig að opna mig fyrir þessu góða í lífinu og upplifa innri ró. Leyfa frjálsu flæði lífsins að vera við stjórnvölinn og skrifa mínar eigin lífsins sögur. Þiggja og hafna án eftirsjár. Vatn er líf og lífið er lyf. Hvort það sé gott eða slæmt lyf er undir okkur komið.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Eva Ruza fer í skóför Felix

Eva Ruza fer í skóför Felix
Fókus
Fyrir 2 dögum

Fyrrum ritari staðfestir loks að hafa verið yfirheyrð í eineltisrannsókninni alræmdu

Fyrrum ritari staðfestir loks að hafa verið yfirheyrð í eineltisrannsókninni alræmdu
Fókus
Fyrir 2 dögum

Samfélagsmiðlastjarna látin aðeins 36 ára – „Ég botna ekki í neinu lengur en við munum fá meiri upplýsingar á næstu dögum“

Samfélagsmiðlastjarna látin aðeins 36 ára – „Ég botna ekki í neinu lengur en við munum fá meiri upplýsingar á næstu dögum“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Fyrrverandi samskiptastjóri Sigríðar Hrundar styður núna Höllu Hrund

Fyrrverandi samskiptastjóri Sigríðar Hrundar styður núna Höllu Hrund
Fókus
Fyrir 4 dögum

Sonur Elísu og Elíss fæddur

Sonur Elísu og Elíss fæddur
Fókus
Fyrir 4 dögum

Föðurlausi drengurinn sem setti vikulega á svið leikrit til að fela vanræksluna – „Maður vissi ekkert hverju maður átti von á þann daginn“

Föðurlausi drengurinn sem setti vikulega á svið leikrit til að fela vanræksluna – „Maður vissi ekkert hverju maður átti von á þann daginn“