fbpx
Mánudagur 19.ágúst 2019  |

DV - Frjáls og óháður miðill

Fókus

25 ár frá frumsýningu Forrest Gump – Vissir þú þetta um myndina?

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 9. júlí 2019 20:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þann 6. júlí 1994 var kvikmyndin Forrest Gump frumsýnd í bandarískum kvikmyndahúsum. Þar með hófst ótrúleg sigurganga þessarar mögnuðu myndar sem er í dag meðal stærstu kvikmynda sögunnar. Myndin hlaut sex Óskarsverðlaun, þar af fékk Hanks þau fyrir besta leik í aðalhlutverki.

Aðalsöguhetjan er Forrest Gump, leikinn af Tom Hanks, sem er sonur fátækrar einstæðrar móður. Greindarvísitala Gump er aðeins 75 og óhætt er að segja að litlar líkur séu á að honum gangi vel í lífinu. En þvert á allar líkur gengur honum vel með ekkert annað en barnslegan velvilja og gott hjartalag að vopni. Hann verður í raun klassískt dæmi um ameríska drauminn.

Myndin er skemmtileg, hún snertir við áhorfendum og segir fallega og hugljúfa sögu.

En vissir þú þetta um Forrest Gump?

John Travolta, Bill Murray og Chevy Chase afþökkuðu allir hlutverkið sem Forrest Gump. Travolta játaði síðar að það hefðu verið stór mistök.

Robin Wright lék Jenny í myndinni. En vissir þú að bæði Demi Moore og Jodie Foster afþökkuðu hlutverkið? Nicole Kidman kom einnig til greina í það.

Sally Field, sem leikur móður Forrest Gump, er aðeins 10 árum eldri en Tom Hanks.

Tom Hanks fékk ekki greidda fasta upphæð fyrir að leika Gump. Þess í stað var samið um að hann fengi prósentur af innkomunni. Þetta kom sér vel fyrir hann því hann hafði um 40 milljónir dollara upp úr þessu.

Tom Hanks í hlutverki Forrest Gump.

Borðtennisleikurinn mikilvægi var spilaður án bolta. Hann var settur inn á síðar.

„My name is Forrest Gump. People call me Forrest Gump,“ er kannski ein frægasta setningin í myndinni. Það var Hanks sem fann upp á henni þegar verið var að taka eitt atriði myndarinnar upp og þótti þetta svo gott að þetta fékk að halda sér.

Á hverri einustu kyrrmynd af Forrest Gump í myndinn er Hanks með lokuð augu.

Bubba Gump Shrimp Company varð til í kjölfar myndarinnar og rekur í dag 33 veitingastaði í Bandaríkjunum.

Heimili Gump var notað við gerð kvikmyndarinnar The Patriot árið 2000.

Það var Kurt Russel sem lagði Elvis Preysley til rödd í Forrest Gump.

John Travolta hafnaði hlutverkinu sem Forrest Gump.

Tom Hanks og Gary Sinise hafa leikið saman í þremur myndum: Forrest Gump, The Green Mile og Apollo 13. Þær voru allar tilnefndar til Óskarsverðlauna sem besta kvikmyndin.

Sex lög með The Doors heyrast í myndinni.

Barnastjarnan Haley Joel Osment kemur einnig við sögu í myndinni sem sonur Forrest Gump.

Aldrei hefur komið fram hvað varð um föður Forrest Gump.

Leikarinn, sem leikur blaðamann í atriðinu þar sem Forrest Gump er í Washington, var bara ferðamaður sem var fyrir tilviljun staddur á Capitol Hill þegar atriðið var tekið upp og var fenginn til að vera með í myndinni.

Byggt á umfjöllun imdb.com.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fókus
Fyrir 3 dögum

Beggi Smári með nýtt lag um dætur sínar: „Lagið var samið þegar ég var á tónleikaferðalagi og saknaði þeirra“

Beggi Smári með nýtt lag um dætur sínar: „Lagið var samið þegar ég var á tónleikaferðalagi og saknaði þeirra“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Filippseyska kærastan hittir íslensku stórfjölskylduna – Hún bjóst ekki við þessu

Filippseyska kærastan hittir íslensku stórfjölskylduna – Hún bjóst ekki við þessu
Fókus
Fyrir 4 dögum

Ólafur Ragnar minnist Guðrúnar Katrínar: „Jafnvel hinn sársaukafyllsti harmleikur getur fengið okkur til að fagna nýju lífi“

Ólafur Ragnar minnist Guðrúnar Katrínar: „Jafnvel hinn sársaukafyllsti harmleikur getur fengið okkur til að fagna nýju lífi“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Dalurinn trylltist en stóð Ed Sheeran undir væntingum?

Dalurinn trylltist en stóð Ed Sheeran undir væntingum?
Fókus
Fyrir 6 dögum

Ritdómur um Það er alltaf eitthvað: Byrjendur en ekki viðvaningar

Ritdómur um Það er alltaf eitthvað: Byrjendur en ekki viðvaningar
Fókus
Fyrir 6 dögum

YouTube-notandi reitir af sér brandara í miðborg Reykjavíkur – Sjáðu viðbrögð vegfarenda

YouTube-notandi reitir af sér brandara í miðborg Reykjavíkur – Sjáðu viðbrögð vegfarenda