fbpx
Miðvikudagur 24.apríl 2024
Fókus

Tónlistarprófessor hafnar ásökunum Jóhanns um lagastuld – Heyrir þú líkindin?

Fókus
Mánudaginn 8. júlí 2019 10:30

Jóhann Helgason.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lögmenn útgáfufyrirtækjanna Warner Music og Universal segja að enginn marktækur grundvöllur liggi fyrir á stuldi lagsins Söknuðar eftir Jóhann Helgason. Eins og mörgum er kunnugt stefndi Jóhann norska lagahöfundinn Rolf Løvland og ofannefnd tónlistarfyrirtæki vegna meints stuldar á laginu sem hann gaf út árið 1977. Telur Jóhann að lagið You Raise Me Up, sem Løvland gaf út árið 2001, sé bein eftirlíking á Söknuði.

Söngvarinn Josh Groban gerði lagið You Raise Me Up heimsfrægt 2003 en síðan hefur það komið út í rúmlega 2.000 útgáfum. Eins og raunin er með Söknuð Jóhanns Helgasonar þá er You Raise Me Up mikið leikið við jarðarfarir, minningarathafnir og á stórviðburðum. Jóhann krefst þess að honum verði dæmdar allar þær tekjur sem Lovland og fleiri hafa haft af You Raise Me Up.

Samkvæmt lögmönnum Warner og Universal eru engin marktæk líkindi á milli hljómsetningu, takt, laglínu og uppbyggingar laganna sem um ræðir. Til að komast til botns í þessu máli var ráðinn tónlistarprófessor að nafni Lawrence Ferrara en greinargerð hans hefur nú verið lögð fram fyrir dómstól.

Ferrara segir að það sé sitt faglega mat að þótt Söknuður og You Raise Me Up deili nokkrum tónlistarlegum líkindum þá séu þau til staðar í vel þekktum eldri verkum. Þau líkindi hafi verið aðgengileg fyrir höfunda beggja laganna. Þessi líkindi megi rekja til þjóðlaga frá átjándu og nítjándu öld, sér í lagi til írskra þjóðlaga, svo dæmi sé nefnt.

Þá hefur lögmaður Jóhanns Helgasonar, Michael Maschat, óskað eftir framlengdum fresti til að afla álits tónlistarsérfræðings fyrir hönd Jóhanns. Fréttablaðið hefur eftir Jóhanni að þessi niðurstaða Ferrara komi sér ekki á óvart.

„Þetta var búið að koma fram áður við rekstur málsins í Englandi og þá var búið að hrekja þetta vel og vandlega. Þá var hins vegar ekki til fjármagn til að halda áfram með málið,“ segir Jóhann.

Hafni dómari kröfu útgáfurisanna um frávísun er áætlað að réttarhöld með kviðdómi verði á dagskrá á næsta ári.

Heyra má bæði lögin hér að neðan og má hver dæma fyrir sig um hvort sé um hreinan lagastuld að ræða eða ekki.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Aðdáendur fá innsýn í ástarlíf Taylor Swift á nýrri plötu – Það kom þó á óvart hvaða maður er þar í aðalhlutverki

Aðdáendur fá innsýn í ástarlíf Taylor Swift á nýrri plötu – Það kom þó á óvart hvaða maður er þar í aðalhlutverki
Fókus
Í gær

Hún segir þetta vera „náttúrulegt Ozempic“ og margir eiga það nú þegar í eldhússkápnum

Hún segir þetta vera „náttúrulegt Ozempic“ og margir eiga það nú þegar í eldhússkápnum
Fókus
Fyrir 3 dögum

Hjónabandsráðgjafi segir þetta merkið um að sambandið sé búið

Hjónabandsráðgjafi segir þetta merkið um að sambandið sé búið
Fókus
Fyrir 3 dögum

Snorri vissi varla hvaðan á sig stóð veðrið þegar Sigmundur Davíð og Bergþór bönkuðu upp á

Snorri vissi varla hvaðan á sig stóð veðrið þegar Sigmundur Davíð og Bergþór bönkuðu upp á
Fókus
Fyrir 4 dögum

Bankarnir í Þýskalandi hata hana – Þetta er ástæðan

Bankarnir í Þýskalandi hata hana – Þetta er ástæðan
Fókus
Fyrir 5 dögum

Aðdáendur Taylor Swift halda ekki vatni eftir nýjasta uppátæki hennar

Aðdáendur Taylor Swift halda ekki vatni eftir nýjasta uppátæki hennar