fbpx
Föstudagur 25.september 2020
Fókus

20 hlutir sem þú vissir ekki um Stranger Things?

Fókus
Mánudaginn 8. júlí 2019 19:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það hefur sjálfsagt ekki farið framhjá aðdáendum Stranger Things-þáttanna að þriðja serían lenti á streymiveituna Netflix nú á dögunum við mikil fagnaðarlæti.

Serían hefur fengið hörkugóð viðbrögð og hafa kenningar aðdáenda og áhorfenda farið á flug í kjölfar þeirra, en án þess að spilla fyrir nokkru í tengslum við nýjustu (eða seinustu) seríu má hér sjá tuttugu hressandi samansafn af staðreyndum um þessa geysivinsælu þætti.

 

1. Þættirnir eru sprottnir upp úr hugarheimi leikstjóratvíeykisins Mark og Ross Duffer. Þeir eru tvíburar og eru sagðir hafa verið afar óvinsælir í skóla á yngri árum. Þaðan kom ein hugmyndin að kjarnahópi sögunnar.

Upprunalega söluræða þáttanna gekk út á eftirfarandi spurningu:
„Hvað ef Steven Spielberg myndi leikstýra sögu eftir Stephen King?“

 

2. Rúmlega þúsund krakkar fóru í prufur fyrir aðalhlutverkin. Í þessum prufum voru leikararnir fengnir til að leika senur úr myndinni Stand By Me, en sú saga er upphaflega skrifuð af Stephen King.

 

3. Fjórtán sjónvarpsstöðvar höfnuðu Stranger Things áður en streymiveitan Netflix sýndi seríunni áhuga og sló til. Líklegt þykir að hinar stöðvarnar hafi stórséð eftir þessari ákvörðun.

 

4. Winona Ryder vissi ekkert hvað „streymiveita“ væri – hún er af gamla skólanum og hafði aldrei heyrt talað um Netflix áður fyrr.

 

5. Stephen King átti hlut í því að Millie Bobby Brown, stúlkan sem leikur Eleven, varð fyrir valinu.
Það hófst allt með þessu tísti:

6. Talandi um Eleven. Persónan er sögð vera lauslega byggð á E.T.

 

7. Duffer-bræðurnir sóttust grimmt eftir því verkefni að leikstýra IT endurgerðinni. Framleiðendur Warner Bros. höfnuðu þeim, en þeir ákváðu þó að nota Finn Wolfhard, sem leikur Mike í Stranger Things.

 

8. Upphaflega átti Eleven að deyja undir lok fyrstu seríu. Hið sama átti að gerast með persónuna Steve.

 

9. Strákunum var oft sagt að hemla vindganginn á setti. Á einum tímapunkti, í miðjum tökum á rútusenu, var umhverfið sagt vera óbærilegt vegna prumpufýlu.

 

10. Duffer-bræðurnir sækja mikinn innblástur í verk Stephen King, en einnig japanskar (anime) teiknimyndir.

 

11. Opnunar-kreditlistinn er hannaður í stíl við fyrstu Terminator-myndina.

 

12. Eftir að fyrsta serían sló í gegn fengu framleiðendur ráð frá teyminu á bakvið Game of Thrones um hvernig væri best að koma í veg fyrir að upplýsingar um komandi söguþræði myndu leka út.

 

13. Leikarinn David Harbour var sannfærður um að fyrsta serían myndi aldrei ná neinum vinsældum í ljósi þess að honum þótti hún lítið auglýst fyrir útgáfu.

 

14. Eleven á aðeins 42 setningar í allri fyrstu seríunni.

 

15. Natalia Dyer (Nancy) og Charlie Heaton (Jonathan) eru par í raun og veru.

 

16. Tæplega 400 þúsund manns horfðu á alla fyrstu seríuna á fyrsta sólarhring útgáfu.

 

17. Upprunalegt heiti þáttanna var Montauk og áttu þeir að gerast í Long Island í New York. Síðar kom í ljós kom að það var of erfitt að taka þar upp að vetri til.

Einnig er hermt að ýmsar háleynilegar tilraunir hafi þar átt sér stað. Þetta var á níunda áratugnum og segir sagan að fjölmörgum börnum hafi verið rænt í þágu vísindatilrauna. Þaðan spratt upp hugmyndin að þáttunum.

 

18. Gaten Matarazzo (Dusty) var fyrsti leikarinn sem var ráðinn.

 

19. Duffer-bræðurnir þurftu að sannfæra Millie um að krúnraka sig með því að sýna henni mynd af Charlize Theron í Mad Max: Fury Road. Faðir leikkonunnar er sagður hafa grátið þegar hárið fauk fyrst af.

 

20. Steven Spielberg er sagður vera gífurlegur aðdáandi þáttanna.

Ert þú á sama báti og Spielberg?

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Bubbi um ástæðu slagsmálanna: „Ég sá mann girða niður um stelpu“

Bubbi um ástæðu slagsmálanna: „Ég sá mann girða niður um stelpu“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Bónorð á Brooklyn-brúnni misheppnaðist stórkostlega

Bónorð á Brooklyn-brúnni misheppnaðist stórkostlega
Fókus
Fyrir 3 dögum

Nektarmynd raunveruleikastjörnu skiptir fólki í fylkingar

Nektarmynd raunveruleikastjörnu skiptir fólki í fylkingar
Fókus
Fyrir 3 dögum

Bubbi um ástandið – „Ekki hægt að taka vinnuna af fólki í eitt eða tvö ár“

Bubbi um ástandið – „Ekki hægt að taka vinnuna af fólki í eitt eða tvö ár“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Bíó Paradís opnar dyrnar fyrir Skjaldborg – „Ótrúlega góð tilfinning“

Bíó Paradís opnar dyrnar fyrir Skjaldborg – „Ótrúlega góð tilfinning“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Aníta Briem um krefjandi verkefni og kjaftasögur – „Einn ljótasti eiginleiki manneskjunnar“

Aníta Briem um krefjandi verkefni og kjaftasögur – „Einn ljótasti eiginleiki manneskjunnar“