fbpx
Miðvikudagur 24.apríl 2024
Fókus

Þorgrímur fékk dularfullt símtal: Mörgum árum síðar skrifaði hann átakanlega söguna

Fókus
Fimmtudaginn 4. júlí 2019 15:30

Þorgrímur Þráinsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í dag fer bókin Allt hold er hey eftir Þorgrím Þráinsson í verslanir. Í tilefni þess skrifaði Þorgrímur Facebook færslu þar sem hann segir frá tildrögum bókarinnar.

„Bókin mín Allt hold er hey, mín eina skáldsaga fyrir fullorðna, fer í verslanir í dag, fimmtudag. Ég gaf hana út sjálfur árið 2004 en bókin hefur verið ófáanleg í 15 ár. Eins og fram kemur á bakhliðinni fékk ég símtal frá ókunnugri konu árið 1992 sem ég heimsótti kvöldi síðar. Hún sagðist reglulega fá heimsókn frá konu sem sagðist ekki fá frið í sálinni fyrr einhver skrifaði sögu hennar. Konan hafði þá verið látin í rúm 200 ár,“

skrifar Þorgrímur.

„Þegar ég skrifaði bókina gat ég nánast spjallað við persónurnar, beðið þær um að tala hærra og skýrar og þess vegna upplifði ég skrifin sem bíómynd. Það tók verulega á að skrifa söguna því þetta er baráttusaga íslenskrar alþýðukonu sem upplifði miklar hörmungar.

Ástæða þess að Forlagið ákvað að gefa bókina út í kilju er sú að hún hefur LIFAÐ, verið mikið lesin í bókaklúbbum og ,,saumaklúbbum“ og ég hef fengið fjölda símtala um verkið; hvort ég geti reddað eintaki.

Súsanna Svavarsdóttir ritstýrði bókinni meistaralega á sínum tíma. Og myndin á bakliðinni er af mér….. örlítið yngri en í dag!“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Flaug á rassinn á sviðinu – „Lögfræðingurinn minn mun hringja“

Flaug á rassinn á sviðinu – „Lögfræðingurinn minn mun hringja“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Aðdáendur fá innsýn í ástarlíf Taylor Swift á nýrri plötu – Það kom þó á óvart hvaða maður er þar í aðalhlutverki

Aðdáendur fá innsýn í ástarlíf Taylor Swift á nýrri plötu – Það kom þó á óvart hvaða maður er þar í aðalhlutverki