fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Fókus

Svala Björgvins um poppstjörnutímabilið í LA: „Þarna var verið að reyna að stjórna manni mikið“

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Fimmtudaginn 4. júlí 2019 12:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Svala Björgvins var rétt rúmlega tvítug þegar hún skrifaði undir stóran plötusamning og flutti til Los Angeles. Hún segir að henni hafi verið stjórnað, mestmegnis af körlum, sem sögðu henni hvernig hún ætti að vera, í hverju hún ætti að klæðast og stundum hvaða lög hún ætti að syngja. Svala segir Dóru Júlíu frá reynslunni í nýjasta þætti Radio J‘adora.

Svala Björgvins hefur eiginlega verið fræg allt sitt líf. Faðir hennar, Björgvin Halldórsson, er einn af stærstu og farsælustu söngvurum Íslands. Þegar Svala var átta ára tók hún upp sitt fyrsta lag og sló í gegn aðeins tíu ára með lagið „Ég hlakka svo til.“ Upp úr sextán ára áttar Svala sig á því að syngja og semja tónlist væri eitthvað sem hún vildi gera.

„Ég fann að þetta er eitthvað sem ég elska að gera. Ég hef náttúrlega alltaf elskað að syngja en að vinna við það var kannski ekki eitthvað sem ég ætlaði að gera. Ég er alin upp við það að pabbi minn er rosalega frægur söngvari og var alltaf að gera tónlist og vinna og túra og í stúdíóinu,“ segir Svala í Radio J‘adora.

„Ég var hálfgerð barnastjarna með jólalögunum og svona. En pabbi hann vildi aldrei að ég færi mikið út í tónlistarbransann. Mamma og pabbi vildu að ég væri í skólanum og væri bara að einbeita mér að því að vera krakki. Þau voru frekar að draga úr því [að ég myndi sækjast í bransann]. Þegar „Ég hlakka svo til“ varð vinsælt þá var mér boðið alveg rosalega mikið,“ segir Svala og nefnir plötusamninga og barnaþætti.

„Mamma og pabbi sögðu bara nei við því öllu. Þá hefði ég kannski ekki átt svona eðlilega æsku og unglingsár, held ég. Ég er rosalega fegin að þau gerðu það. Svo eins og pabbi sagði: Þegar þú ert orðin nógu þroskuð til að vita hvað þú vilt þá ferðu út í þetta og gerir þetta á þínum forsendum. Því ég er bara tíu ára þegar „Ég hlakka svo til“ verður vinsælt, ég var bara barn.“

Svala Björgvins skrifaði undir stóran plötusamning í Los Angeles rétt rúmlega tvítug og flutti til Hollywood. Hún segist hafa lært ýmislegt úti um tónlistarbransann og sig sjálfa.

„Ég komst að því hratt hvað ég vildi ekki. Því þarna var verið að reyna að stjórna manni mikið. Það var í fyrsta lagi logið til um hvað ég væri gömul, strax bara í öllum viðtölum. Ég var með 30 manns sem unnu að verkefninu mínu, ég var með umboðsmann og það var hópur af fólki kringum mig og það var strax sagt að ég væri átján ára, en ég var náttúrlega ekki átján ára,“ segir Svala.

„Mér var sagt hvernig ég ætti að klæða mig og mála mig. Þetta var rosa mikil stjórnun og ég átti mjög erfitt með að komast út úr því. Því ég var komin inn í þetta batterí og það var verið að eyða svo miklum pening í mig, mörgum mörgum milljónum. Fyrsta tónlistarmyndbandið mitt kostaði 60 milljónir,“ segir Svala og vísar í The Real Me.

„Þetta voru gígantískir peningar sem var verið að eyða í mig því það átti að gera mig að mega poppstjörnu. Það var erfitt fyrir mig að vera með einhverja stæla og segjast ekki vilja eitthvað. Ég var svolítið svona föst þarna að gera eitthvað sem ég var ekki alveg hundrað prósent að fýla,“ segir Svala.

Þú getur hlustað á viðtalið í heild sinni á Spotify, Podcast og á 101.live.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Fyrrum ritari staðfestir loks að hafa verið yfirheyrð í eineltisrannsókninni alræmdu

Fyrrum ritari staðfestir loks að hafa verið yfirheyrð í eineltisrannsókninni alræmdu
Fókus
Fyrir 2 dögum

Tekur við af Gísla Marteini sem kynnir Eurovision

Tekur við af Gísla Marteini sem kynnir Eurovision
Fókus
Fyrir 2 dögum

Fyrrverandi samskiptastjóri Sigríðar Hrundar styður núna Höllu Hrund

Fyrrverandi samskiptastjóri Sigríðar Hrundar styður núna Höllu Hrund
Fókus
Fyrir 2 dögum

Fylgdi vinsælu heilsuráði og endaði á spítala – Varar aðra við

Fylgdi vinsælu heilsuráði og endaði á spítala – Varar aðra við
Fókus
Fyrir 3 dögum

Föðurlausi drengurinn sem setti vikulega á svið leikrit til að fela vanræksluna – „Maður vissi ekkert hverju maður átti von á þann daginn“

Föðurlausi drengurinn sem setti vikulega á svið leikrit til að fela vanræksluna – „Maður vissi ekkert hverju maður átti von á þann daginn“
Fókus
Fyrir 4 dögum

„Hver verður næst?“

„Hver verður næst?“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Vikan á Instagram – „Þvílíkur rússibani“

Vikan á Instagram – „Þvílíkur rússibani“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Varð fyrir hrottalegu ofbeldi fimm ára gömul – „Ég var á leið til vinkonu minnar, bankaði á vitlausa hurð“

Varð fyrir hrottalegu ofbeldi fimm ára gömul – „Ég var á leið til vinkonu minnar, bankaði á vitlausa hurð“