fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Fókus

Ari hjálpaði stórstjörnum með íslenskan framburð: „R-in reyndust þeim erfið“

Fókus
Miðvikudaginn 31. júlí 2019 14:40

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ari Freyr Ísfeld Óskarsson leikari er búsettur í London. Hann hitti Will Ferrell og Rachel McAdams í gær til að kenna þeim íslensku. Hann greinir frá þessu á Twitter.

Í samtali við Vísi segir Ari að hann hafi verið fenginn til að kenna leikurunum íslenskan framburð. Will Ferrell og Rachel McAdams munu fara með hlutverk í nýrri Netflix mynd um Eurovision, og þurftu að læra íslensku fyrir myndina.

Ari segir að að það er smá bútur af lagi í myndinni á íslensku og þurftu leikararnir hjálp með réttan framburð.

„R-in reyndust þeim erfið og sömuleiðis Þ-hljóðin í íslenskunni,“ segir Ari við Vísi.

Hann segir að það hafi verið óraunverulegt að hitta leikarana, enda um heimsfræga leikara að ræða.

Ari var spurður á Twitter hvort Will Ferrell væri hávaxnari en hann og svaraði Ari að „við erum jafnir að öllu leyti.“ Hann segir einnig á Twitter að hann hafi ekki mátt taka mynd af leikurunum.

Ekki er komið á hreint hvenær myndin kemur á Netflix, en við bíðum spennt!

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

Hún segir þetta vera „náttúrulegt Ozempic“ og margir eiga það nú þegar í eldhússkápnum

Hún segir þetta vera „náttúrulegt Ozempic“ og margir eiga það nú þegar í eldhússkápnum
Fókus
Fyrir 3 dögum

„Ég er í dag ekki vitund hrædd við dauðann. Það kom eftir þessa lífsreynslu.“

„Ég er í dag ekki vitund hrædd við dauðann. Það kom eftir þessa lífsreynslu.“