fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Fókus

Aðalsteinn átti óskemmtilega upplifun í búðinni: „Sjálfsafgreiðsla sökkar stíft“

Fókus
Miðvikudaginn 31. júlí 2019 14:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Aðalsteinn Jónsson sendi okkur sögu frá því að hann var á sjálfsafgreiðslukassa í Krónunni. Sjálfsafgreiðslukassar eru komnir í fjölda matvöruverslanna víða um landið. Sumir taka þeim fagnandi, aðrir eru ekki svo spenntir yfir þessari „vélmennatækni.“

Aðalsteinn segir hér frá reynslu sinni af sjálfsafgreiðslu:

„Hér er ég í Krónunni að afgreiða sjálfan mig með vélmenni og það hef ég gert allnokkrum sinnum. Þetta er alltaf spennandi því það líður ekki það skipti að einhver sérfræðingur þurfi ekki að stíga inn í málið.

Búinn að skanna nokkra hluti og orðinn ansi rogginn með sjálfan mig sem kassamann. Heyri BLING og sný mér að næsta hlut í körfunni.

„Maður verður að fylgjast með því sem er að gerast“, heyrist hátt frá yfirlætislegu ungmenni sem svífur á mig í þeirri mund. Þá var ég að skanna vöru sem vélmennið vill greinilega ekki kannast við en er samt í hillunum í búðinni.

„Þú þarft að skrá inn kóðann“, segir hann ánægður með sjálfan sig. Allt í lagi, þarna er tölulegur kóði fyrir neðan strikamerkið.

Verandi orðinn aðeins fjarsýnn færi ég vöruna frá augunum til að fókusera.

„Færðu þetta nær þér til að sjá“, segir sá alvitri aðstoðarmaður vélmennsins og ýtir vörunni nær andliti mínu. Hann er ekki kominn á þann aldur að þekkja fjarsýni.

Ég byrja að slá inn kóðann en sleppi einum staf sem er verulega framar staðsettur. Aðstoðarmaður vélmennsins hrifsar vöruna af mér.

„Láttu mig slá þetta inn, til að það gerist einhvern tíma“ segir hann og slær inn kóðann.

Næst er ég með vorlauk, legg hann á afgreiðslutækið og skrái stafina „VOR“ á skjáinn. Þarna er vorlaukur kominn, ég vel hann og þykist nokkuð góður.

„Nei, nei,“ heyrist með smá þjósti frá aðstoðarmanninum. Þarna er komin enn ein varan sem vélmennið er bara ekki að skilja þó svo hann vinni í búðinni. Aðstoðarmaðurinn er með ráð undir hverju rifi, ýtir nokkrum sinnum á skjáinn og veifar svo töfrakorti sem hann er með í vasanum. Svona er einfalt að leysa hlutina.

Þetta sýnir hvernig er hægt að vera mjög dónalegur án þess að vera dónalegur!

Hugrakkur nýr heimur.“

Tengja fleiri við þessa reynslu af sjálfsafgreiðslukassa?

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pétur Einarsson látinn
Fókus
Í gær

„Ég var kominn á stað þar sem ég vissi að ég myndi valda mér miklum skaða ef ég myndi ekki taka í taumana“

„Ég var kominn á stað þar sem ég vissi að ég myndi valda mér miklum skaða ef ég myndi ekki taka í taumana“
Fókus
Í gær

Jón og Hafdís selja Seltjarnarnesvilluna

Jón og Hafdís selja Seltjarnarnesvilluna
Fókus
Fyrir 2 dögum

Keppandi Írlands í Eurovision í ár er kvár

Keppandi Írlands í Eurovision í ár er kvár
Fókus
Fyrir 2 dögum

Segir að meðlimur bresku konungsfjölskyldunnar hafi boðið henni í kynsvall

Segir að meðlimur bresku konungsfjölskyldunnar hafi boðið henni í kynsvall
Fókus
Fyrir 3 dögum

Flaug á rassinn á sviðinu – „Lögfræðingurinn minn mun hringja“

Flaug á rassinn á sviðinu – „Lögfræðingurinn minn mun hringja“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Aðdáendur fá innsýn í ástarlíf Taylor Swift á nýrri plötu – Það kom þó á óvart hvaða maður er þar í aðalhlutverki

Aðdáendur fá innsýn í ástarlíf Taylor Swift á nýrri plötu – Það kom þó á óvart hvaða maður er þar í aðalhlutverki
Fókus
Fyrir 3 dögum

Sviplegt fráfall samfélagsmiðlastjörnu skekur netheima – „Ég skil þetta ekki, ég var með henni á föstudaginn“

Sviplegt fráfall samfélagsmiðlastjörnu skekur netheima – „Ég skil þetta ekki, ég var með henni á föstudaginn“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Einkaþjálfari Taylor Swift varpar ljósi á það sem hún gerir til að halda sér í formi

Einkaþjálfari Taylor Swift varpar ljósi á það sem hún gerir til að halda sér í formi