fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Fókus

6 ára YouTube-stjarna kaupir hús fyrir einn milljarð

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 31. júlí 2019 21:00

Boram í einu myndbanda sinna. Skjáskot/YouTube

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hin sex ára gamla YouTube-stjarna „Boram“ frá Suður-Kóreu er með rúmlega 30 milljónir fylgjenda og það skilar sér greinilega vel í kassann. Að minnsta kosti keypti hún nýlega fimm hæða hús í Seoul og kostaði það sem nemur um einum milljarði íslenskra króna.

Húsið var keypt í gegnum fjölskyldufyrirtækið sem móðir hennar og faðir hafa stofnað í kringum YouTube vinsældir Boram. CNN skýrir frá þessu.

Boram er með tvær vinsælar rásir á YouTube. Á annarri kynnir hún og gagnrýnir leikföng fyrir 13 milljónum fylgjenda sinna. Á hinni rásinni, sem er með yfir 17 milljónir fylgjenda, er hún með vídeóblogg.

Boram er ekki eina barnið sem hefur náð miklum árangri á YouTube. Samkvæmt samantekt Forbes var hæstlaunaði YouTube-notandinn á síðasta ári aðeins 7 ára. það er Ryan Kaji sem hafði um 22 milljónir dollara upp úr krafsinu á myndböndum sínum á YouTube.

Barnastjörnunar þéna peninga með því að hafa auglýsingar í myndböndum sínum og með því að gera samstarfssamninga við vörumerki sem þær kynna í myndböndunum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Flaug á rassinn á sviðinu – „Lögfræðingurinn minn mun hringja“

Flaug á rassinn á sviðinu – „Lögfræðingurinn minn mun hringja“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Aðdáendur fá innsýn í ástarlíf Taylor Swift á nýrri plötu – Það kom þó á óvart hvaða maður er þar í aðalhlutverki

Aðdáendur fá innsýn í ástarlíf Taylor Swift á nýrri plötu – Það kom þó á óvart hvaða maður er þar í aðalhlutverki