fbpx
Miðvikudagur 24.apríl 2024
Fókus

„Ég get fullvissað ykkur um að þið eruð ekki ein”

Íris Hauksdóttir
Þriðjudaginn 23. júlí 2019 20:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í einlægri færslu á Facebook greinir Signý Gísladóttir frá reynslu sinni og unnusta síns en þau hafa í tvígang gengið í gegnum fósturmissi.

Fljótlega eftir að Signý kynntist unnusta sínum spratt umræðan um barneignir. Þeim fannst hugmyndin góð enda bæði barnelsk með meiru. Draumurinn rættist fljótt og fagnaði parið ákaft því ævintýri sem framundan væri. Tíu vikum síðar tók þó annar og verri veruleiki við, fóstrið var farið.

„Við vorum ákveðin í því að reyna aftur og ferlið fór hægar af stað en við var að búast. Við höfðum oft fengið að heyra að algengt væri að konur verði óléttar strax eftir fósturmissi. Hvort það sé einhver líffræðileg skýring á bakvið það veit ég ekki en raunin var allavega ekki sú hjá okkur. Eftir nokkra mánuði fór ég svo í kviðholsspeglun því margt benti til þess að ég væri með endómetríósu. Í aðgerðinni fundust engin merki um sjúkdóminn en ég var hins vegar með stíflaða eggjaleiðara. Það tókst þó bara að skola úr vinstri eggjaleiðaranum og ég því enn með stíflaðan eggjaleiðara hægra megin sem hægir auðvitað á ferlinu.”

Fannst ég vera að bregðast öllum 

Ári síðar fagnaði parið aftur jákvæðum niðurstöðum en sagan átti eftir að endurtaka sig því fljótlega kom í ljós að fóstrið hafði hætt að þroskast. „Það var skemmtileg tilviljun að upp á sama dag og í fyrra varð ég aftur ólétt en gleðin varði stutt því í snemmsónarnum kom í ljós að fóstrið ætti ekki tilkall í þennan heim. Það er erfitt að greina nákvæmlega hvers vegna fósturlát verða en það bendir frekar til þess að það sé tilviljun og að eitthvað hafi verið að fóstrinu í báðum tilfellum og náttúran því brugðist við því.

Það var þyngra en tárum taki að upplifa þessa sorg en það reyndist mér mikil huggun að hugsa til þess að 1/3 kvenna ganga í gegnum þessa reynslu. Fósturlát er mun algengara en ég hafði áður haldið. Það er skrítin tilfinning að upplifa þessa sorg og mér fannst ég vera að bregðast makanum mínum sem og öðrum í kring. Eins reyndist mér erfitt að lesa um allar óléttutilkynningarnar á samfélagsmiðlum og líða eins og við séum þau einu í heiminum sem þurfa að hafa meira fyrir þessu en aðrir. Það er nefnilega þannig að oft og tíðum sýnum við bara góðu hliðarnar þegar vel gengur en ég vil stíga fram og segja frá minni reynslu í von um að hjálpa þeim sem eru í samskonar sporum og við. Ég get fullyrt ykkur um að þið eruð ekki ein.”

Hífum hvort annað upp

Signý ítrekar að reynslan hafi reynt mjög á andlegu hliðina en hún njóti stuðnings fólksins í kringum sig. „Það góða er að við erum tvö saman í þessu og erum dugleg að hífa hvort annað upp. Það virðist vera ósjálfráð viðbrögð að kenna sjálfum sér um og vera sífellt að reyna finna út hvað það er sem maður gerði rangt en við erum bæði að gera okkar allra besta. Þetta er mun algengara en maður heldur og það er ekki fyrr en maður lendir í þessu sjálfur sem maður fer að átta sig á því hversu algengur fósturmissir er. Í fyrra skipti hjálpaði það mér mikið að vita af öðrum í svipuðum sporum og ég leitaði mér ráðleggingar til annarra sem ég vissi að hefðu orðið fyrir fósturmissi.

Við höfum þó ekki leitað okkur neinnar faglegrar ráðgjafar en stuðningur foreldra okkar og okkar nánustu er ómetanlegur. Við höfum lært svo mikið af þessari reynslu og hún hefur styrkt okkur bæði. Ég áttaði mig á því í fyrra skiptið að það er enginn annar í heiminum en kærastinn sem ég hefði viljað fara í gegnum þetta með. Við ætlum að halda áfram að reyna og verðum í eftirfylgni hjá kvensjúkdómalækninum okkar sem er fagmaður fram í fingurgóma. Tíminn verður svo að leiða í ljós hvort þörf verði á frekari inngripum hjá okkur. Það er nokkuð ljóst að ég get orðið ófrísk og fyrir það er ég þakklát því það njóta ekki allir þeirra forréttinda.

Spurð um ráðleggingar til fólks í sambærilegum sporum segir Signý að mikilvægt sé að hlúa að andlegu hliðinni. „Það sem hefur reynst mér best er að njóta stundarinnar og reyna að halda mér eins upptekinni og kostur gefst. Ég er dugleg að finna mér eitthvað til að hlakka til en sem dæmi erum við á leið á Ed Sheeran tónleikana nú í ágúst og síðar í mánuðinum er stefnan tekin til Ítalíu sem við erum ákaflega spennt fyrir. Þangað til annað kemur í ljós ætlum við að njóta þess að vera kærustupar og vera bara tvö.”

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

8 ára drengur með heilaæxli steig á svið – Sjáðu atriðið sem hreyfði við Simon Cowell

8 ára drengur með heilaæxli steig á svið – Sjáðu atriðið sem hreyfði við Simon Cowell
Fókus
Í gær

J. Lo loksins laus við slottið – 7 ár í sölu og verðmiðinn lækkaður um milljónir

J. Lo loksins laus við slottið – 7 ár í sölu og verðmiðinn lækkaður um milljónir
Fókus
Fyrir 2 dögum

„Ég er í dag ekki vitund hrædd við dauðann. Það kom eftir þessa lífsreynslu.“

„Ég er í dag ekki vitund hrædd við dauðann. Það kom eftir þessa lífsreynslu.“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Þetta var uppáhalds skyndibiti Elísabetar drottningar

Þetta var uppáhalds skyndibiti Elísabetar drottningar