Sunnudagur 08.desember 2019
Fókus

5 sem mættu endilega kaupa jarðir á Íslandi

Fókus
Sunnudaginn 21. júlí 2019 12:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í ljósi heitra umræða um jarðarkaup útlendinga á Íslandi fannst okkur tilvalið að stinga upp á fimm Íslandsvinum sem gætu sest hér að.

David Beckham

Besti vinur Björgólfs Thors er hvort sem er fastagestur í helstu veiðivötnum landsins og getur því allt eins sest hér að. David gæti þjálfað yngri flokka KR, liðs Björgólfs og föður hans, Björgólfs Guðmundssonar, og Victoria Beckham gæti blásið nýju lífi í frekar óspennandi skemmtanalíf í miðbæ Reykjavíkur.

Pia Kjærsgaard

Íslenskir alþingismenn virðast elska Piu og hennar hugsjónir, allavega sumir, og því á hún nóg af vinafólki hér á landi. Réttast væri þó að Pia keypti sér jörð í óbyggðum Íslands, hæfi þar búskap og básúnaði þjóðernishyggju sína yfir mállausa ferfætlinga.

Layna Landry

Klámmyndaleikkonan hefur ratað í fréttir á Íslandi þar sem hún hefur tekið upp svæsin klámmyndbönd á vinsælum ferðamannastöðum, þar með talið í Reykjadal og í Bláa lóninu. Best væri fyrir Layna að hreinlega kaupa sér hér jörð sem hún gæti skipulagt að vild og tekið upp sín myndbönd án þess að særa blygðunarkennd gesta og gangandi.

Natasha Lyonne

Leikkonan er hvað þekktust fyrir hlutverk sín í Russian Doll og Orange is the New Black, en hún sótti Ísland heim fyrir nokkrum árum. Eftir ferðina íhugaði hún að kaupa hér sumarhús þar sem hún hatar hita og bert hold. „Mér finnst stuttbuxur ógeðslegar,“ sagði leikkonan í spjalli við Conan O‘Brien og gæti hún því orðið fyrir eilitlum vonbrigðum með Ísland að sumri til þar sem má ekki sjást til sólar án þess að fólk rífi sig úr.

Tom Cruise

Leikarinn eyddi dágóðum tíma á Íslandi árið 2012 við tökur á myndinni Oblivion. Fyrrverandi eiginkona hans, Katie Holmes, heimsótti hann á klakann og í kjölfarið skildu þau. Ísland varð vondi kallinn og krúsarinn á súrsætar minningar frá landinu. Hann gæti hins vegar breytt sorg í gleði, sest hér að og fundið ástina.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fókus
Fyrir 2 dögum

Birgitta beið í ár eftir að birta pistilinn: Er nú hætt störfum – „Ég læt ekki bjóða mér hvað sem er“

Birgitta beið í ár eftir að birta pistilinn: Er nú hætt störfum – „Ég læt ekki bjóða mér hvað sem er“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Andrea Bocelli á leið til Íslands – Tónleikar í Kórnum 23. maí

Andrea Bocelli á leið til Íslands – Tónleikar í Kórnum 23. maí
Fókus
Fyrir 3 dögum

Play haft að háði og spotti – „Sýndu mér andlit á manni sem er ekki búinn að fá útborgað“

Play haft að háði og spotti – „Sýndu mér andlit á manni sem er ekki búinn að fá útborgað“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Læknirinn Guðmundur Freyr hrundi niður í streitu og kulnun: „Ég bara upplifði að ég væri algjörlega kláraður“

Læknirinn Guðmundur Freyr hrundi niður í streitu og kulnun: „Ég bara upplifði að ég væri algjörlega kláraður“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Uppnámið í America’s Got Talent: Vill Simon Cowell „yngri og heitari“ píur?

Uppnámið í America’s Got Talent: Vill Simon Cowell „yngri og heitari“ píur?
Fókus
Fyrir 4 dögum

Patrekur fyllir í varirnar fyrir fríið – Sjáðu fyrir og eftir myndirnar

Patrekur fyllir í varirnar fyrir fríið – Sjáðu fyrir og eftir myndirnar