fbpx
Laugardagur 15.ágúst 2020
Fókus

Sölvi Tryggva kom sjálfum sér á óvart: „Gaman að segja stórt fokkjú við allar hræðsluraddirnar“

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Mánudaginn 15. júlí 2019 11:30

Sölvi Tryggvason

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sölvi Tryggvason, fjölmiðlamaður og rithöfundur, hljóp sitt fyrsta maraþon um helgina. Hann hljóp Laugavegur Ultra maraþonið, sem er tæpir 55 kílómetrar. Sölvi segist hafa komið sér sjálfum gríðarlega á óvart en fyrir maraþonið hafði hann mest hlaupið tæpa 16 kílómetrar.

Sölvi segir frá þessu í hvetjandi pistli á Instagram og Facebook sem hann gaf DV góðfúslegt leyfi til að birta.

Sölvi eftir hlaupið. Mynd: Úr einkasafni.

Sölvi segist vera rosalega langt frá því að vera hlaupari.

„Fyrir þremur mánuðum hafði ég skokkað sirka tíu sinnum síðasta áratug. Ég var ekki bara að hlaupa fyrsta ultra-maraþonið mitt í gær, heldur líka fyrsta maraþonið og hálfmaraþonið, allt í sama hlaupi,“ skrifar Sölvi og bætir við sturlaðri staðreynd:

„Ég hafði mest hlaupið 15,4 km fyrir daginn í gær og þess vegna var þetta vel biluð ákvörðun. Náði engan veginn að undirbúa nógu vel og viku fyrir hlaupið leist mér ekki á blikuna þegar púlsinn fór upp í 170 í rólegu skokki og ég hætti eftir 2 km. En ég beit það í mig að hætta ekki við, þó að ég efaðist vægast sagt stórlega um að ég næði að klára. Ákvað að segja gamla góða kvíða-hausnum mínum stríð á hendur og keyra á þetta.“

Sölvi var rétt stemmdur fyrir hlaupið og með hausinn í lagi.

„Ég fann það strax að hausinn var fullkomlega skrúfaður á og ekki ,,option“ í eina mínútu að gefast upp. Fyrstu 25 kílómetrana var ég í hálfgerðri óraunveruleikakennd yfir því hvað ég var léttur á fæti og leið eins og litlu barni að sjá náttúruna á Laugaveginum í fyrsta sinn. Eftir 30 km kom stingur í hnéð, sem hélt áfram í hverju einasta skrefi allt til enda, en þá var hausinn kominn á þann stað að ég hefði ekki hætt þótt ég hefði þurft að skríða.

Þakkaði fyrir hvern einasta kílómetra eftir það með skítaglotti til að til að plata sársaukastöðvarnar. Gaman að segja stórt fokkjú við allar hræðsluraddirnar og varnarkerfin í heilanum sem stanslaust reyna að selja manni alls konar þvælu,“ skrifar Sölvi.

Sölva tókst að klára maraþonið á glæsilegum tíma.

„Ég byrjaði í aftasta ráshóp, en kom í mark nærri tveimur klukkutímum á undan áætlun og var fyrir ofan miðju af öllum þátttakendum. Kláraði á 7 klukkutímum og 36 mínútum.

Þessi reynsla fer klárlega í topp 3 yfir stærstu skref sem ég hef tekið út fyrir þægindarammann á ævinni og mjög líklega það erfiðasta sem ég hef nokkurn tímann gert líkamlega. Sturluð náttúra, geggjaður félagsskapur og áskorunin gerðu þetta að einum besta degi sem ég hef upplifað án nokkurs vafa.“

View this post on Instagram

Það hafðist og miklu meira en það! @laugavegurultra Marathon. tæpir 55 km með samanlagt 1600m upphækkun, fullt af grjóti, brekkum, snjó og alls konar í fallegustu náttúru sem til er á geggjuðum degi, þar sem bærði varla vind alla leiðina. Ég er rosalega langt frá því að vera hlaupari og hafði fyrir þremur mánuðum skokkað sirka tíu sinnum á síðasta áratug. Ég var ekki bara að hlaupa fyrsta ultra-maraþonið mitt í gær, heldur líka fyrsta maraþonið og hálfmaraþonið, allt í sama hlaupi. Hafði mest hlaupið 15,4 km fyrir daginn í gær og þess vegna var þetta vel biluð ákvörðun. Náði engan veginn að undirbúa nógu vel og viku fyrir hlaupið leist mér ekki á blikuna þegar púlsinn fór upp í 170 í rólegu skokki og ég hætti eftir 2 km. En ég beit það í mig að hætta ekki við, þó að ég efaðist vægast sagt stórlega um að ég næði að klára. Ákvað að segja gamla góða kvíða-hausnum mínum stríð á hendur og keyra á þetta. Ég fann það strax að hausinn var fullkomlega skrúfaður á og ekki ,,option" í eina mínútu að gefast upp. Fyrstu 25 kílómetrana var ég í hálfgerðri óraunveruleikakennd yfir því hvað ég var léttur á fæti og leið eins og litlu barni að sjá náttúruna á Laugaveginum í fyrsta sinn. Eftir 30 km kom stingur í hnéð, sem hélt áfram í hverju einasta skrefi allt til enda, en þá var hausinn kominn á þann stað að ég hefði ekki hætt þótt ég hefði þurft að skríða.  Þakkaði fyrir hvern einasta kílómetra eftir það með skítaglotti til að til að plata sársaukastöðvarnar. Gaman að segja stórt fokkjú við allar hræðsluraddirnar og varnarkerfin í heilanum sem stanslaust reyna að selja manni alls konar þvælu. Byrjaði í aftasta ráshóp, en kom í mark nærri tveimur klukkutímum á undan áætlun og var fyrir ofan miðju af öllum þátttakendum. Kláraði á 7 klukkutímum og 36 mínútum. Þessi reynsla fer klárlega í topp 3 yfir stærstu skref sem ég hef tekið út fyrir þægindarammann á ævinni og mjög líklega það erfiðasta sem ég hef nokkurn tímann gert líkamlega. Sturluð náttúra, geggjaður félagsskapur og áskorunin gerðu þetta að einum besta degi sem ég hef upplifað án nokkurs vafa. Takk æðislega @kristinnst fyrir að draga mig út í þessa vitleysu. Forréttindi að eiga klikkhaus eins og þig sem vin ❤

A post shared by Solvi Tryggvason (@solvitrygg) on

Fylgstu með ferðalögum og ævintýrum Sölva á Instagram.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Í vikunni

Fókus
Fyrir 3 dögum

Netverjar hafa Samherja að háði og spotti – „Samherji vill að ALLIR viti að þeir séu hálfvitar“

Netverjar hafa Samherja að háði og spotti – „Samherji vill að ALLIR viti að þeir séu hálfvitar“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Logi Pedro selur hús í hjarta Reykjavíkur – Sjáðu myndirnar

Logi Pedro selur hús í hjarta Reykjavíkur – Sjáðu myndirnar
Fókus
Fyrir 4 dögum

„Margir feður sem teldu það tómt rugl að hætta í skóla til þess að láta berja sig“

„Margir feður sem teldu það tómt rugl að hætta í skóla til þess að láta berja sig“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Antonio Banderas með COVID-19

Antonio Banderas með COVID-19
Fókus
Fyrir 1 viku

Hrafnhildur Gunnars: Áður fyrr óhugsandi að tvær lesbíur og tveir hommar myndu eignast barn saman

Hrafnhildur Gunnars: Áður fyrr óhugsandi að tvær lesbíur og tveir hommar myndu eignast barn saman
Fókus
Fyrir 1 viku

Góður undirbúningur skilar sér í vel heppnaðri útilegu

Góður undirbúningur skilar sér í vel heppnaðri útilegu