fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Fókus

24 ósiðir sem þú ættir að venja þig af fyrir þrítugt

Fókus
Föstudaginn 12. júlí 2019 18:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á lífsleiðinni tökum við upp allskyns ósiði. Suma þeirra venjum við okkur af á meðan aðrir fylgja okkur alla ævi. Hér eru nokkur dæmi, upphaflega tekin saman af BuzzFeed, um meinlega ósiði sem allir ættu að venja sig af fyrir þrítugt – og lifa betra lífi fyrir vikið.

1. Að fá þér snarl í sífellu

Ef þú stenst ekki mátið ættirðu í það minnsta að velja þér hollan kost.

2. Að liggja og glápa á sjónvarpið tímunum saman

Of mikil kyrrseta er skaðleg heilsunni.

3. Að eyða umfram eigur

Það er uppskrift að óþarfa streitu að geta ekki borgað reikningana. Besta lausnin er að eyða ekki peningum sem þú átt ekki.

4. Að háma í þig skyndibita

Ef það er pítsa í matinn á mánudegi, hamborgarar á þriðjudegi, kleinuhringir í hádeginu á miðvikudegi og svo djamm alla helgina eru lifrin þín og nýrun gjörsamlega útkeyrð eftir vikuna.

5. Að borða sökum streitu

Margir leita í mat til að losa um streitu en það er afskaplega ófarsæl lausn sem gerir í raun ekkert gagn til lengri tíma litið. Leitaðu annarra og heilsusamlegri kosta.

6. Að naga neglurnar

Hugsaðu um hreinlætið og heilsuna. Það er ástæða fyrir því að við nögum neglurnar og ástæða fyrir því að við ættum að hætta því – lestu meira um það hér.

7. Að umkringja þig neikvæðu fólki

Sumir kunna ekki gott að meta. Þú skalt umkringja þig fólki sem kann að meta þig og segja skilið við þá sem gera það ekki.

8. Að nota ekki sólarvörn

Í alvöru. Sólin er skaðvaldur sem þú vilt ekki abbast upp á.

9. Að leyfa reiði, áhyggjum eða streitu að stjórna þér

Það er fyrir öllu að læra að takast á við þessar tilfinningar og um að gera að leita hjálpar ef það gengur erfiðlega.

10. Að drekka of mikið áfengi

Óhófleg áfengisdrykkja getur valdið ýmsum vandamálum í lifrinni, hækkað blóðþrýsting, valdið þunglyndi og ýmsum öðrum kvillum.

11. Að reykja

Líklega þarf ekki að útskýra skaðsemi reykinga fyrir neinum.

12. Að nota og mikið af lyfjum án samráðs við lækni

Of mikil lyfjanotkun er skaðleg heilsunni sama hvort um sé að ræða lyfsseðilsskyld efni eða eitthvað sem þú getur fengið afgreitt beint yfir borðið.

13. Að vera í óhamingjusömu sambandi

Ef maki þinn hvetur þig ekki áfram og veitir þér ekki hamingju er löngu kominn tími á að endurskoða sambandið.

14. Að mæta alltaf seint

Það er ekkert töff að vera „þessi gæi“.

15. Að kvarta yfir því sem þú hefur ekki

Að einblína á það neikvæða hefur neikvæðar afleiðingar. Þakkaðu fyrir það sem þú hefur og breyttu því sem þú getur breytt.

16. Að leita að samþykki annarra

Það er engum hollt að hugsa of mikið um hvað öðrum finnst. Enginn er nógu góður fyrir alla. Því skiptir mestu máli að maður taki sjálfan sig í sátt og betrumbæta sig á eigin forsendum frekar en annarra.

17. Að sóa tíma

Að láta allt bíða fram á síðustu stundu er streituvaldur og gryfja sem margir falla í. Klöngrastu nú upp úr henni!

18. Að sofa illa og gera ekkert í því

Góður svefn ef mikilvægur heilsunni og almennri vellíðan.

19. Að ljúga

Ein lítil lygi er fljót að umbreytast í lygavef. Þegar þú hefur komið þér í klípu veldur það óttalegri streitu. Svo ekki sé minnst á afleiðingar þess þegar sannleikurinn kemur í ljós.

20. Að bera þig saman við aðra

Ef þú ert sífellt að bera þig saman við aðra verður þú aldrei sáttur við sjálfan þig. Finndu þína eigin styrkleika og nýttu þá til fulls.

21. Að lifa í fortíðinni

Lærðu af reynslunni og horfðu fram á veginn, ekki velta þér upp úr því sem þú færð ekki breytt, og mundu að fyrirgefa.

22. Að ráðskast með annað fólk

Þú mátt ráðskast með sjálfan þig eins og þú vilt. Láttu hina í friði.

23. Að halda að þú sért gáfaðri en allir

Hroki fer engum vel. Heimurinn er fullur af snjöllu fólki. Það er einhver þarna úti sem er gáfaðri en þú. Taktu það í sátt og leyfðu þér að hlusta á það sem þeir hafa að segja.

24. Að lifa í ótta

Margir lifa í stanslausum ótta við breytingar, nýjungar, ástand eða áhættur og svo mætti lengi telja. Ekki láta óttan stjórna lífi þínu eða halda þér frá því að lifa því.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Segir að meðlimur bresku konungsfjölskyldunnar hafi boðið henni í kynsvall

Segir að meðlimur bresku konungsfjölskyldunnar hafi boðið henni í kynsvall
Fókus
Fyrir 2 dögum

Sjáðu paratattú Kleina og Hafdísar sem eru hjá því allra heilagasta

Sjáðu paratattú Kleina og Hafdísar sem eru hjá því allra heilagasta
Fókus
Fyrir 3 dögum

Aðdáendur fá innsýn í ástarlíf Taylor Swift á nýrri plötu – Það kom þó á óvart hvaða maður er þar í aðalhlutverki

Aðdáendur fá innsýn í ástarlíf Taylor Swift á nýrri plötu – Það kom þó á óvart hvaða maður er þar í aðalhlutverki
Fókus
Fyrir 3 dögum

Hún segir þetta vera „náttúrulegt Ozempic“ og margir eiga það nú þegar í eldhússkápnum

Hún segir þetta vera „náttúrulegt Ozempic“ og margir eiga það nú þegar í eldhússkápnum