fbpx
Laugardagur 20.júlí 2019  |

DV - Frjáls og óháður miðill

Fókus

Rip Torn látinn – „Goðsögn í orðsins fyllstu merkingu. Hvílíkur ferill“

Fókus
Miðvikudaginn 10. júlí 2019 07:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bandaríski leikarinn Rip Torn lést á heimili sínu í gær, 88 ára að aldri. Í tilkynningu frá fjölskyldu hans segir að hann hafi dáið friðsamlega með eiginkonu sína, Amy Wright, og tvær dætur við sína hlið.

Torn átti langan og farsælan feril sem dramaleikari en er sennilega þekktastur fyrir gamanleik sinn, ekki síður kaldhæðinn húmor og einkennandi rödd.

Hann hlaut Emmy-verðlaun árið 1996 fyrir sjónvarpsþættina The Larry Sanders Show og vakti mikla kátínu í kvikmyndum á borð við Dodgeball, Freddy Got Fingered og Men in Black myndunum, svo nokkur dæmi séu nefnd, auk gamanþáttanna 30 Rock. Leikarinn var virkur bæði á skjá og sviði í rúm sextíu ár.

Á samfélagsmiðlum hafa margir minnst leikarans með hlýjum orðum, þar á meðal kvikmyndagerðarmaðurinn Albert Brooks og grínarinn Seth MacFarlane.

„Goðsögn í orðsins fyllstu merkingu. Hvílíkur ferill“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

True stelur senunni
Fókus
Fyrir 2 dögum

Stórfurðuleg mynd af Guðna vekur athygli – „Þarna var einhver töframaður sem vildi sýna kúnstir sínar“

Stórfurðuleg mynd af Guðna vekur athygli – „Þarna var einhver töframaður sem vildi sýna kúnstir sínar“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Smellir í ellinni: Efri árin leika Íslendinga misgrátt – Sjáið myndirnar

Smellir í ellinni: Efri árin leika Íslendinga misgrátt – Sjáið myndirnar
Fókus
Fyrir 4 dögum

Ásgeir Trausti og fegurðardrottningin Hugrún Egils byrjuð saman

Ásgeir Trausti og fegurðardrottningin Hugrún Egils byrjuð saman
Fókus
Fyrir 4 dögum

Steindi Jr. er orðinn íslandsmeistari – Fer á heimsmeistaramótið í ágúst

Steindi Jr. er orðinn íslandsmeistari – Fer á heimsmeistaramótið í ágúst