fbpx
Laugardagur 20.apríl 2024
Fókus

Dáin gæludýr fá eilíft líf sem skúlptúr, lyklakippa eða segulmynd

Ágúst Borgþór Sverrisson
Miðvikudaginn 10. júlí 2019 20:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Það er eitthvað fallegt við að gera svona skúlptúr og vita að hann snertir hjörtu fólks,“ segir Margrét Marísdóttir, sem býr til óvenjulega gæludýraskúlptúra, sem og handgerðar  lyklakippur og dýr á segul. Þjónustan er ekki síst ætluð fyrir fólk sem hefur misst gæludýr sín og getur minnst þeirra með því að eiga af þeim styttu eða jafnvel eftirmynd í formi lyklakippu. Verkin vinnur Margrét eftir ljósmyndum af dýrunum.

„Ég hef gert fyrir nokkra sem eiga hund sem er á lífi en hef gert meira af hundum sem eru farnir í sumarlandið og fólk hefur talað um að þetta hjálpi við að takast á við missinn af besta vininum,“

segir Margrét.

Stytturnar, lyklakippurnar og seglamyndirnar eru því ýmist af lifandi dýrum eða dauðum og þau dýr sem ekki eru í tölu lifenda eru fleiri. Það er óneitanlega magnað til þess að vita að verkin eru ekki bara af einhverjum dýrum heldur dýrum sem hafa lifað og verið vinir fólks.

Meiri upplýsingar og fleiri myndir er að finna á Facebook-síðunni Art by MLM.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Stöð 2 lækkar verð
Fókus
Fyrir 2 dögum

Fyrrum ritari staðfestir loks að hafa verið yfirheyrð í eineltisrannsókninni alræmdu

Fyrrum ritari staðfestir loks að hafa verið yfirheyrð í eineltisrannsókninni alræmdu
Fókus
Fyrir 2 dögum

Tekur við af Gísla Marteini sem kynnir Eurovision

Tekur við af Gísla Marteini sem kynnir Eurovision
Fókus
Fyrir 2 dögum

Fyrrverandi samskiptastjóri Sigríðar Hrundar styður núna Höllu Hrund

Fyrrverandi samskiptastjóri Sigríðar Hrundar styður núna Höllu Hrund
Fókus
Fyrir 2 dögum

Fylgdi vinsælu heilsuráði og endaði á spítala – Varar aðra við

Fylgdi vinsælu heilsuráði og endaði á spítala – Varar aðra við
Fókus
Fyrir 4 dögum

Föðurlausi drengurinn sem setti vikulega á svið leikrit til að fela vanræksluna – „Maður vissi ekkert hverju maður átti von á þann daginn“

Föðurlausi drengurinn sem setti vikulega á svið leikrit til að fela vanræksluna – „Maður vissi ekkert hverju maður átti von á þann daginn“
Fókus
Fyrir 4 dögum

„Hver verður næst?“

„Hver verður næst?“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Vikan á Instagram – „Þvílíkur rússibani“

Vikan á Instagram – „Þvílíkur rússibani“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Varð fyrir hrottalegu ofbeldi fimm ára gömul – „Ég var á leið til vinkonu minnar, bankaði á vitlausa hurð“

Varð fyrir hrottalegu ofbeldi fimm ára gömul – „Ég var á leið til vinkonu minnar, bankaði á vitlausa hurð“