fbpx
Þriðjudagur 18.júní 2019

DV - Frjáls og óháður miðill

Fókus

5 íþróttaviðburðir á oddaárssumri

Ritstjórn DV
Laugardaginn 8. júní 2019 16:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Oddaárssumur eru glötuð sumur. Þá hafa fótboltaunnendur hvorki Heimsmeistaramót né Evrópumót til að hlakka til. Árangur strákanna okkar í landsliðinu hefur gert það að verkum að við Íslendingar erum orðnir vanir því að vera með á stórmótum. Er þá ekkert til að hlakka til í sumar annað en góða veðrið og að komast í gott frí? Jú, það er nóg um að vera í íþróttunum. Hér eru 5 íþróttaviðburðir til að hlakka til.

HM kvenna

Við Íslendingar stærum okkur af því að hér sé eitt mesta jafnréttissamfélag jarðarinnar. Það er ekki til betri leið til að sýna það en að flykkjast fyrir framan imbann og hámhorfa á HM kvenna í Frakklandi. Líkt og í karlaflokki hefur mótið stækkað sífellt. Nú eru 24 lið sem keppa, frá 7. júní til 7. júlí. Kvennaboltinn hefur verið afskiptur lengi, jafnvel þó að knattspyrnukonur séu harðari af sér og meiri töffarar en karlarnir.

Wimbledon

Á Íslandi eru ríkjandi furðulegir fordómar í garð tennis, að íþróttin sé aðeins fyrir snobbaða útlendinga. Í raun eru þessir fordómar furðulegir í ljósi þess hversu miklu ástfóstri við höfum tekið við golfinu. Tennis er frábær íþrótt og ein af fáum þar sem konurnar verða jafnmiklar stjörnur og karlarnir. Wimbledon-mótið, sem fram fer 1. til 14. júlí er að sjálfsögðu toppurinn á tennisdagatalinu.

HM í pílukasti

Lesendur þurfa ekki bíða eftir heimsmeistaramótinu í pílukasti því það er hafið þegar þetta blað kemur út og lýkur sunnudaginn 9. júní. Íslendingar eru sífellt að átta sig á hversu gaman það er að horfa á gildna og illa tennta pöbbakalla kasta pílum á spjald. Mótið fer fram í Hamborg í Þýskalandi.

Tour de France

Hjólreiðamótið fræga fer fram dagana 6. til 28. júlí, í Frakklandi að sjálfsögðu. Já, já við vitum að þessir menn eru allir saman á sterum og það er ekkert að marka úrslitin. Við skulum ekki plata okkur til að halda að Lance Armstrong hafi verið sá eini. En á það ekki við um fleiri íþróttir?

HM í krikket

Ef fólk vill fara virkilega út fyrir þægindarammann þá er lag að fylgjast með heimsmeistaramótinu í krikket. Það fer fram á Englandi og Wales og er nú þegar hafið. En lýkur ekki fyrir en 14. júlí, sem þýðir að það er hægt að drepa ansi marga klukkutíma fyrir framan sjónvarpið. Sennilega tekur það þó álíka langan tíma að kynna sér reglurnar í þessari fornu nýlenduherraíþrótt.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fókus
Í gær

Elly kveður: Synir Ellyjar fengu undirskrift móður sinnar að gjöf – „Ég er gífurlega þakklát fyrir að hafa verið treyst fyrir því að leika þessa mögnuðu konu“

Elly kveður: Synir Ellyjar fengu undirskrift móður sinnar að gjöf – „Ég er gífurlega þakklát fyrir að hafa verið treyst fyrir því að leika þessa mögnuðu konu“
Fókus
Fyrir 2 dögum

„Ég var orðin virkilega þunglynd og lömuð af kvíða“

„Ég var orðin virkilega þunglynd og lömuð af kvíða“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Aron opnar sína fyrstu myndlistarsýningu – „Maður á að fylgja hjartanu í listinni“

Aron opnar sína fyrstu myndlistarsýningu – „Maður á að fylgja hjartanu í listinni“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Yfirheyrslan: Sandra Lárusdóttir – „Mér finnst gaman að pikka upp krónur á götunni og safna þeim“

Yfirheyrslan: Sandra Lárusdóttir – „Mér finnst gaman að pikka upp krónur á götunni og safna þeim“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Frægustu ljóðskáld Breta heimsækja Ísland

Frægustu ljóðskáld Breta heimsækja Ísland
Fókus
Fyrir 5 dögum

Illuga blöskrar ákveðið atvik á Grímunni: „Meiri ömurlegur dónaskapur var þetta!“

Illuga blöskrar ákveðið atvik á Grímunni: „Meiri ömurlegur dónaskapur var þetta!“