fbpx
Fimmtudagur 19.september 2019  |

DV - Frjáls og óháður miðill

Fókus

Domino´s svarar: Þess vegna mátti stelpan ekki pissa

Fókus
Föstudaginn 7. júní 2019 12:42

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Birgir Örn Birgisson, forstjóri Domino‘s, segir í yfirlýsingu til DV að það sé góð ástæða fyrir því að ung stúlka hafi ekki fengið að pissa á salerni veitingastaðarins. Líkt og DV greindi frá fyrr í dag þá kvartaði Auður nokkur sáran yfir móttökum sem hún fékk á veitingastaðnum innan Facebook-hópsins Matartips. Hún kenndi Domino´s um að sjö ára dóttir hennar pissaði í sig.

Sjá einnig: Auður kennir Domino´s um að dóttir hennar pissaði á sig

Birgir segist harma reynslu konunnar en góð ástæða sé fyrir þessu banni. „Domino‘s Pizza á Íslandi vill koma eftirfarandi upplýsingum á framfæri vegna umfjöllunar DV um barn sem var neitað um aðgang að salerni í verslun okkar við Fjarðargötu í Hafnarfirði. Domino‘s harmar reynslu fjölskyldunnar sem um er rætt en vill bregðast við þeirri umræðu sem hefur spunnist í kjölfar atviksins. Vegna þess að Heilbrigðiseftirlitið gerir kröfu um að reglur um umgengni gesta sé til staðar þar sem matvæli eru meðhöndluð, hefur Domino‘s sett sér reglur samkvæmt ströngustu heilbrigðisskilyrðum til að gæta matvælaöryggis. Þar að auki vill Domino‘s gæta öryggis allra þeirra sem koma inn á starfssvæði verslana,“ segir hann í yfirlýsingu.

Hann bendir á að þar innan fyrir sé mjög heitur ofn, sem geti verið hættulegur. „Á vinnusvæði verslana er meðal annars um 260 gráðu heitur ofn sem auðvelt væri fyrir óþjálfaða aðila að brenna sig á og slíkt vill fyrirtækið með öllu koma í veg fyrir. Allir sem fara inn á framleiðslusvæði verslana Domino‘s er skylt að klæðast hreinum einkennisfatnaði og fylgja ströngum reglum um persónulegt hreinlæti og því er engum óviðkomandi aðilum leyft að fara inn á svæðið, hvort sem um ræðir fullorðinn einstakling eða barn. Sem dæmi má taka að starfsfólk Domino‘s má til að mynda ekki fara inn á framleiðslusvæði verslana sé það ekki á vakt. Þessar reglur eru til staðar fyrst og fremst til að gæta þess að þau matvæli sem starfsfólk Domino‘s sendir frá sér séu örugg fyrir neytendur og því biðjum við starfsfólk okkar að fylgja reglunum til hins ýtrasta.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fókus
Fyrir 3 dögum

Guardian velur bestu bíómyndir 21. aldarinnar – Ertu sammála þessum lista?

Guardian velur bestu bíómyndir 21. aldarinnar – Ertu sammála þessum lista?
Fókus
Fyrir 3 dögum

Skorar á stjórnvöld með nýju verkefni

Skorar á stjórnvöld með nýju verkefni