fbpx
Fimmtudagur 19.september 2019  |

DV - Frjáls og óháður miðill

Fókus

Alexander tekur þátt í norrænni förðunarkeppni – Atkvæði þitt getur komið honum í topp 5

Ragna Gestsdóttir
Föstudaginn 7. júní 2019 15:30

Alexander Saga Sig tók svart/hvítu myndina, hin er förðunin sem hann keppir með til að komast í topp 5.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Alexander Sigurður Sigfússon er 23 ára förðunarfræðingur, stúdent úr Menntaskólanum við Hamrahlíð og útskrifaður förðunarfræðingur frá Reykjavík Makeup School í desember 2016 og var hann fyrsti strákurinn til að útskrifast úr skólanum. Það hefur verið nóg að gera hjá Alexander síðan og starfar hann í dag sem kennari í skólanum auk þess að taka að sér fjölda verkefna.

Alexander keppir nú í fyrsta sinn í förðunarkeppni Norðurlandanna sem heitir Nordic Face Awards, hann byrjaði í topp 30 og er kominn áfram í topp 15.

Förðunin sem Alexander mætti með í keppnina og skilaði honum í topp 30.
Topp 30 förðunin

Í næsta lið keppninnar verður valið í topp 5 og þú lesandi góður getur haft áhrif með því að kjósa Alexander áfram, en fjöldi atkvæða segir til um hverjir fara áfram í keppninni. Kjósa má einu sinni á dag til 13. júní.

„Kvöldið 13. júní verð ég á viðburð í Stokkhólmi í Svíþjóð þar sem tilkynnt verður hverjir komast áfram í topp 5,“ segir Alexander. „Ég er ekki alveg með töluna á þvi hversu margir tóku upphaflega þátt, en til að byrja með vorum við þrjú frá Íslandi sem tókum þátt og komumst öll i topp 30: ég, Lilja Þorvarðar og Ingunn Sig. Ég og Lilja erum núna í topp 15.“

Kjósa má Alexander áfram hér.

Förðunin sem Alexander keppir með í topp 15.

Alexander byrjaði á að farða litlu systur sína fyrir böll og þannig kviknaði áhuginn á að læra förðun. „Mig langaði síðan að fara í skólann bara til að prófa og sjá hvernig þetta væri, en fann þar mitt helsta áhugamál og draumaframtíðarstarf.“

Alexander hlaut verðlaun fyrir besta Face Chart í sínum úrskriftarhóp í Reykjavík Makeup School og í dag kennir hann Face Chart kennslu í skólanum, Tímabilafarðanir, NYX Professional Makeup kennslu og Fashion Editorial farðanir, auk þess að vinna sjálfstætt og hjá snyrtivörumerkinu NYX Professional Makeup og í Madison Ilmhús þar sem hann vinnur einnig með hágæða snyrtivörumerkið ByTerry.

„Ég hef aðallega unnið í auglýsingum, tískumyndaþáttum fyrir tímarit eins og Nordic Style Magazine, forsíðu förðun á Ha-Magasín 2017 og forsíðuförðun á Tímaritið Blæti 2018,“ segir Alexander.

Hann hefur einnig farðað fyrir myndaþætti tískufataverslana eins og Húrra Reykjavík, Geysir, Spúútnikog Aftur. Hann hefur farðað fyrir tónlistarmyndbönd sem dæmi má nefna For The Night – Svala Björgvins, Hógvær Emmsjé Gauti og Peakin -Young Karin. Hann hefur farðað á tískusýningum eins og Reykjavík Fashion Festival, Cintamani tískusýningu og Label M hártískusýningu.

Fylgjast má með Alexander á Instagram.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fókus
Í gær

Haukur á von á tvíburum: „Nýorðinn miðaldra, of þungur og að verða gráhærður“

Haukur á von á tvíburum: „Nýorðinn miðaldra, of þungur og að verða gráhærður“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Guardian velur bestu bíómyndir 21. aldarinnar – Ertu sammála þessum lista?

Guardian velur bestu bíómyndir 21. aldarinnar – Ertu sammála þessum lista?
Fókus
Fyrir 2 dögum

Einlægur Corden tók Maher í gegn vegna fitusmánunar: Sjáðu myndbandið

Einlægur Corden tók Maher í gegn vegna fitusmánunar: Sjáðu myndbandið
Fókus
Fyrir 2 dögum

Vikan á Instagram: „Ég vaknaði með harðsperrur í maganum“

Vikan á Instagram: „Ég vaknaði með harðsperrur í maganum“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Sjáðu myndir af rosalegu glæsihýsi Ólafs Arnalds á Balí

Sjáðu myndir af rosalegu glæsihýsi Ólafs Arnalds á Balí
Fókus
Fyrir 5 dögum

Ingó Veðurguð sendir frá sér lag sem hann segir að geti orðið umdeilt – „Það er ekki kjaftur á listamannalaunum í Kenya“

Ingó Veðurguð sendir frá sér lag sem hann segir að geti orðið umdeilt – „Það er ekki kjaftur á listamannalaunum í Kenya“