fbpx
Fimmtudagur 19.september 2019  |

DV - Frjáls og óháður miðill

Fókus

Þriggja ára sonur kántrístjörnu lést í hræðilegu slysi: „Elskið þá sem standa ykkur nærri“

Fókus
Fimmtudaginn 6. júní 2019 19:15

Feðgarnir.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

River, þriggja ára sonur kántrísöngvarans Granger Smith og eiginkonu hans, Amber Smith, er látinn. Þetta tilkynnir Granger á Instagram-síðu sinni.

„Ég þarf að færa ykkur óhugsandi fréttir,“ skrifar hann við mynd af þeim feðgum. „Við höfum misst yngsta son okkar, River Kelly Smith. Það tókst ekki að lífga hann við eftir hræðilegt slys, þrátt fyrir að læknar reyndu sitt besta. Amber og ég höfum tekið þá ákvörðun að kveðja hann í hinsta sinn og gefa líffæri hans svo önnur börn fái annað tækifæri í lífinu. Fjölskylda okkar er í rusli og hjörtu okkar brostin en við finnum huggun í því að við vitum að hann er hjá Guði.“

Ekki er ljóst hvers konar slysi River lenti í, en Granger segir á Instagram að þetta sé klárlega það erfiðasta sem fjölskyldan hefur gengið í gegnum.

„Riv var sérstakur. Það vissu allir strax sem hittu hann. Það er ekki hægt að lýsa gleðinni sem hann færði okkur og ljós hans verður að eilífu í hjörtum okkar. Ég get ekki fundið fleiri orð núna. Elskið þá sem standa ykkur nærri. Við höfum aldrei gengið í gegnum jafn erfiða tíma.“

Granger og Amber gengu í það heilaga árið 2010 og eignuðust dótturina London einu ári síðar. Dóttirin Lincoln kom síðan í heiminn árið 2014 og River tveimur árum síðar.

 

View this post on Instagram

 

I have to deliver unthinkable news. We’ve lost our youngest son, River Kelly Smith. Following a tragic accident, and despite doctor’s best efforts, he was unable to be revived. Amber and I made the decision to say our last goodbyes and donate his organs so that other children will be given a second chance at life. Our family is devastated and heartbroken, but we take solace in knowing he is with his Heavenly Father. Riv was special. Everyone that met him knew that immediately. The joy he brought to our lives cannot be expressed and his light will be forever in our hearts. If there are words to say more, I cannot find them in this moment. Love the ones close to you. There has never been a more difficult moment for us than this. . . In lieu of flowers or gifts, please send donations to Dell Children’s Medical Center in River’s name. The doctors, nurses and staff have been incredible.

A post shared by Granger Smith (@grangersmith) on

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fókus
Fyrir 3 dögum

Guardian velur bestu bíómyndir 21. aldarinnar – Ertu sammála þessum lista?

Guardian velur bestu bíómyndir 21. aldarinnar – Ertu sammála þessum lista?
Fókus
Fyrir 3 dögum

Skorar á stjórnvöld með nýju verkefni

Skorar á stjórnvöld með nýju verkefni