fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Fókus

Ótrúlegt lífshlaup Önnu Lindar – Missti fótinn og reyndi að slá á óttann með áfengi: „Ég bara féll“

Fókus
Fimmtudaginn 6. júní 2019 20:17

Anna Linda tekst á við erfiðleika með jákvæðni að vopni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Ég byrjaði að finna kulda, sérstaklega hægra megin. Mér var alltaf ískalt á fætinum. Ég fór einu sinni í flug og ætlaði að vera skvísa í leðurstígvélum en ég ætlaði ekki að komast í stígvélið, ég var svo þrútin,“ segir Anna Linda Sigurgeirsdóttir í viðtali í Íslandi í dag, sem sýnt var á Stöð 2 í kvöld. Anna Linda rekur í viðtalinu þá ótrúlegu atburðarrás sem fór af stað sem endaði með þeim afleiðingum að hún missti hægri fótinn.

„Ég er ekki of dugleg að fara til læknis. Ég beið alltaf,“ segir Anna Linda. „Svo fór ég að missa tökin á skrefum, detta til hægri og stíga í þegar ég ætlaði ekki að stíga í. Ég fann til. Þá fór ég til læknis og hann sendi mig fyrst í röntgenmyndatöku og lét mig taka verkjalyf.“

Drap í fyrir utan Borgarspítalann

Anna Linda reyndi ítrekað að útskýra fyrir læknum að annar fóturinn væri ískaldur en fékk skrýtin svör að hennar sögn.

„Mér fannst ég ekki fá rétta greiningu en gerði ekkert í þessu,“ segir hún. Svo var það einn daginn að hún fór í ljós og brá rosalega. Annar fóturinn var brúnn og heilbrigður á meðan hinn var kaldur og líflaus. Anna Linda brunaði á sjúkrahús og heimilislæknirinn hringdi í hana bálreiður yfir því að hún hefði verið send heim með ískaldan fót. Þetta var 22. nóvember árið 2004.

„Ég fór í aðra myndatöku sem tengdist æðunum. Þá sást að æðarnar voru mjög slæmar. Það var enginn þrýstingur í tærnar. Á þessum tíma reykti ég, það sem er sterkast í minningunni var þegar læknirinn sagði: Þú hættir þessu strax. Og ég gerði það þennan dag, í lok nóvember. Þá drap ég í fyrir utan Borgarspítalann.“

Anna Linda var send í aðgerð til að reyna að skipta um æðar þar sem hennar voru eins og „blautur klósettpappír“ og ekki hægt að tengja þær við neitt. Aðgerðin gekk ekki og þann 2. desember var tekin ákvörðunum um að taka hægri fótinn af.

„Í minningunni finnst mér ég ekki hafa verið með. Ég var svo viss um að Guð væri góður og myndi leyfa mér að halda fætinum. 2. desember er hann tekinn. Þá byrjaði bara nýtt ferli.“

Anna Linda stendur í þeirri trú að hefði hún fengið rétta greiningu strax hefði hún haldið fætinum. Hún fór í mál út af því á sínum tíma og vann það, en læknar voru ekki taldir bótaskyldir því hún reykti.

„Það er ekki góð skemmtun að vera ölvaður og einfættur“

Anna Linda var búin að fara í áfengismeðferð áður en hún missti fótinn, en vegna sterkra verkjalyfja og fjölmargra svæfinga leitaði hún aftur í Bakkus.

„Ég bara féll. Það komu þarna mjög erfið ár, fjögur ár. Þetta var sérstaklega erfitt fyrir manninn minn og fjölskyldu að ég sat hérna einfætt að drekka. Það er ekki góð skemmtun að vera ölvaður og einfættur. Það getur verið varasamt,“ segir hún og hlær – sæl með þann stað sem hún er á í dag. „Ég er svo þakklát að hafa ratað til baka. 1. nóvember 2007 fór ég inn á Vog og fékk hjálp. Það hefur líka hjálpað mér með jákvæðni og annað. Áfengi hjálpar ekki né eiturlyf. Það gerir bara allt verra. Það má alveg vera sorgmæddur og það má alveg vera hræddur eða hvað sem er. Áfengi tekur þennan ótta bara í smá stund.“

Horfa má á viðtalið við þessa jákvæðu kjarnakonu hér fyrir neðan:

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

„Ég er í dag ekki vitund hrædd við dauðann. Það kom eftir þessa lífsreynslu.“

„Ég er í dag ekki vitund hrædd við dauðann. Það kom eftir þessa lífsreynslu.“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Þetta var uppáhalds skyndibiti Elísabetar drottningar

Þetta var uppáhalds skyndibiti Elísabetar drottningar
Fókus
Fyrir 3 dögum

Harmsaga systkinanna Rakelar og Heimis – „Ég man eftir mömmu á þessum tíma, annað hvort öskrandi eða sofandi“

Harmsaga systkinanna Rakelar og Heimis – „Ég man eftir mömmu á þessum tíma, annað hvort öskrandi eða sofandi“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Snýst ekki um að taka sviðsljósið frá körlum heldur beina því einnig að konum – „Þetta er mjög karllægur bransi og hefur alltaf verið“

Snýst ekki um að taka sviðsljósið frá körlum heldur beina því einnig að konum – „Þetta er mjög karllægur bransi og hefur alltaf verið“