fbpx
Fimmtudagur 19.september 2019  |

DV - Frjáls og óháður miðill

Fókus

Brynjar Níelsson orðlaus eftir bíóferð: „Þá knúði sorgin dyra og þau voru nánast óhuggandi“

Fókus
Fimmtudaginn 6. júní 2019 14:19

Ljósmynd: DV/Hanna

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það hefur mikið mætt á þeim 63 þingmönnum sem skipa Alþingi okkar Íslendinga að undanförnu. Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokks og 2. varaforseti þingsins, hefur verið í eldlínunni að undanförnu en hann fann þó stund milli stríða á dögunum þegar hann skellti sér í bíó.

Myndin sem Brynjar fór á heitir John Wick 3 og er hasarmynd eins og þær gerast bestar. Brynjar veltir þó ýmsu fyrir sér eftir að hafa horft á myndina eins og lesa má í færslu hans á Facebook.

„Velti því fyrir mér hvað hægt er að drepa marga í einni bíómynd. Fór á mynd um jakkaklæddan harðhaus að nafni John Wick, leikinn af þeim glaðlega kappa, Keanu Reeves, sem náði að drepa um eitt hundrað manns, bæði fyrir og eftir hlé. Leikkonan Halle Berry kom fyrir í nokkar mínútur í myndinni og náði á þeim stutta tíma að drepa nokkra tugi manna. Persónurnar sýndu ekki miklar tilfinningar nema þegar hundur einn varð fyrir skoti. Þá knúði sorgin dyra og þau voru nánast óhuggandi. Skyldi þetta vera amerísk mynd?“

Brynjar hefur svo sannarlega á réttu að standa enda myndin eins bandarísk og þær gerast. Eins og nafnið gefur til kynna er þetta þriðja myndin um John Wick. Myndin hefur hlotið nokkuð góða dóma hjá gagnrýnendum og almenningi. Til marks um það er hún með einkunnina 8,0 á IMDB.com og 90% á Rotten Tomatoes.com. Það gerist ekki mikið betra en það.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fókus
Fyrir 3 dögum

Guardian velur bestu bíómyndir 21. aldarinnar – Ertu sammála þessum lista?

Guardian velur bestu bíómyndir 21. aldarinnar – Ertu sammála þessum lista?
Fókus
Fyrir 3 dögum

Skorar á stjórnvöld með nýju verkefni

Skorar á stjórnvöld með nýju verkefni