fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Fókus

Sólrún Diego segist vera mjög góð á blokk-takkanum: „Ég er alls ekki allra og vil ekki vera allra“

Fókus
Fimmtudaginn 27. júní 2019 10:01

Sólrún Diego.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sólrún Diego er gestur Dóru Júlíu í Radio J‘adora. Sólrún segir frá pressunni á samfélagsmiðlum og hvernig hún vandar efnið sem hún setur á samfélagsmiðlum. Hún segist einnig ráða því hverjir fylgja henni og vera mjög góð á blokk-takkanum.

Sólrún segir að það sé ákveðin pressa á henni að hún sé fyrirmynd.

„Mér finnst ég vera að standa mig vel í því sem ég er að gefa af mér. Þannig að, jú auðvitað er það pressa en mér finnst ég alveg vera að gera vel þannig mér finnst það alveg jákvætt,“ segir Sólrún.

„Ég reyni eins og ég get að passa efni sem ég set frá mér og set alls ekki hluti inn sem ég veit að hefur neikvæð áhrif. Stundum langar mig alveg að setja eitthvað inn sem ég veit að gerir ekki öðrum gott og þá hugsa ég: Nei af hverju ætti ég að setja þetta inn ef þetta á eftir að láta öðrum líða illa.“

Vil ekki vera allra

Sólrún segir að sumir fylgjendur eru áhrifagjarnari en aðrir. „Þá vill maður ekki sýna of mikið því sumir verða að eignast allt sem maður sýnir, hvort sem það er matur, snyrtidót eða föt á börnin,“ segir Sólrún og bætir við að hún hugsi hvort það sem hún er að sýna getur verið einhverjum að gagni eða sé til dæmis á góðu verði.

„Mér finnst skipta máli að fólk velji sér líka fólk að fylgjast með sem er uppbyggilegt,“ segir Sólrún.

„Ég er alls ekki allra og vil ekki vera allra,“ segir Sólrún. Hún segist sjálf hafa hætt að fylgja íslenskum og erlendum áhrifavöldum því þeir voru ekki að hafa góð áhrif á hana.

Sólrún segir að hún hafi oft þurft að hjálpa fólki að „rata út“ af samfélagsmiðlunum hennar.

„Ég er mjög góð á blokk-takkanum. Ég ræð hverjir fylgjast með mér sko. Fólk heldur oft að maður sé svo rosa aðgengilegur og fólk eigi mann. En maður verður að leyfa fólki að finna að það er ég sem ræð á mínum miðlum. Þannig ekki vera að koma með vinsamlegar ábendingar,“ segir Sólrún.

Setur sig í karakter

Sólrún og Dóra tala um að setja sig í karakter á samfélagsmiðlum og neikvæða gagnrýni.

„Auðvitað setur maður sig í ákveðinn karakter [á samfélagsmiðlum],“ segir Sólrún Diego. „Ég hugsa þetta ótrúlega mikið þannig, því ég er svo rosalega feiminn og ég á, eða átti rosalega erfitt með að fá gagngrýni, mér fannst ég stundum vera nafli alheimsins og ef ég heyrði eitthvað slæmt þá hélt ég að allir héldu þetta um mig. Þá einhvern veginn fann ég að ef ég set mig fram sem ákveðinn karakter, sem er auðvitað ég, þá ef einhver talar illa um Sólrúnu Diego, þá er það ekki ég. Það er bara karakterinn minn á mínum miðlum,“ segir Sólrún.

Hægt er að hlusta á allt viðtalið við Sólrúnu Diego í heild sinni hér, á Spotify og Podcast appinu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

„Ég ætla ekki að ljúga því að ég hafi verið dýrlingur, en ég var ekki nógu heimskur til að eyðileggja fjölskylduna okkar“

„Ég ætla ekki að ljúga því að ég hafi verið dýrlingur, en ég var ekki nógu heimskur til að eyðileggja fjölskylduna okkar“
Fókus
Í gær

„Ég var kominn á stað þar sem ég vissi að ég myndi valda mér miklum skaða ef ég myndi ekki taka í taumana“

„Ég var kominn á stað þar sem ég vissi að ég myndi valda mér miklum skaða ef ég myndi ekki taka í taumana“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Gunnar sat 12 spora fund í morgun þegar eitt vakti áhuga hans – „Ég er sjálfur sekur“

Gunnar sat 12 spora fund í morgun þegar eitt vakti áhuga hans – „Ég er sjálfur sekur“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Keppandi Írlands í Eurovision í ár er kvár

Keppandi Írlands í Eurovision í ár er kvár
Fókus
Fyrir 3 dögum

Grunaði að eiginkonan væri að halda framhjá – „Sannleikurinn var tvöfalt verri“

Grunaði að eiginkonan væri að halda framhjá – „Sannleikurinn var tvöfalt verri“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Sviplegt fráfall samfélagsmiðlastjörnu skekur netheima – „Ég skil þetta ekki, ég var með henni á föstudaginn“

Sviplegt fráfall samfélagsmiðlastjörnu skekur netheima – „Ég skil þetta ekki, ég var með henni á föstudaginn“