fbpx
Þriðjudagur 16.júlí 2019  |

DV - Frjáls og óháður miðill

Fókus

Þetta finnst Jónu Hrönn best að gera eftir að hafa upplifað sárar og óréttlátar aðstæður – „Snýst um að hvíla í núinu og lifa ævintýrið“

Jón Þór Stefánsson
Miðvikudaginn 26. júní 2019 20:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Presturinn, Jóna Hrönn Bolladóttir opinberaði í pistli sem hún skrifaði í Fréttablaðið, hvað henni þætti best að gera þegar hún kæmi úr erfiðum og sorglegum aðstæðum.

 Jóna byrjar á að segja frá kaupum sínum og eiginmanns hennar á húsbíl „Við hjónin létum langþráðan draum rætast í vor og keyptum okkur notaðan húsbíl. Við sögðum hvort við annað að þá værum við frjálsir menn. Með farartækinu getur maður haldið hvert sem er, engum háður.“

 „Það er í mörg horn að líta hjá manni og við höfum verið léleg í því sem kallað er núvitund. Meira lifað á hlaupum við að ná í skottið á sjálfum okkur með misgóðum árangri. Við höfum komist að því að besti möguleiki okkar til þess að komast í núvitund er að vera í kringum barnabörnin.“

Besta heilunin væri að leika við barnabörnin

Jóna Hrönn segir svo frá samtali sínu við útfararstjóra, en hann hjálpaði henni að komast að því hvað væri best að gera úr erfiðum aðstæðum.

„Fyrir nokkru var ég að koma úr erfiðri jarðarför og sat í líkbílnum ásamt reynslumiklum útfararstjóra og spurði hann hvort hann væri í starfstengdri handleiðslu. Hann tjáði mér að hann hefði þann háttinn á ef dagurinn hefði verið erfiður að ná í barnabörnin og leika við þau. Það væri besta heilunin sem hann gæti fengið.“

„Ég uppgötvaði þá, án þess að hafa hugsað það fyrr, að ég hefði notað svipaða aðferð. Því þegar ég hef komið úr sárum og óréttlátum aðstæðum lífsins hefur mér ekkert þótt betra en að horfa inn í barnsaugu og sjá áhyggjuleysi, leik og gleði ungra barna.“

Fer með börnin í húsbílaferðir

Jóna lýsir síðan húsbílaferðum sínum og barnanna og hversu gott það getur verið að dvelja í ævintýraheimi þeirra.

„Þess vegna var fyrsta ferðin í húsbílnum farin með barnabörnunum. Þá er vaknað eldsnemma að morgni, hafragrautur settur á borðið og enn og aftur sögð sagan af Gullbrá,“

„Samvera með börnum snýst um að hvíla í núinu og lifa ævintýrið. Það hægist á tímanum meðan grautur kólnar og barnshjarta bíður eftir síendurtekinni sögu.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fókus
Í gær

Jón Gunnar upplifði versta dag lífs síns: „Ég þurfti að kyngja þessu og ég grét mikið“

Jón Gunnar upplifði versta dag lífs síns: „Ég þurfti að kyngja þessu og ég grét mikið“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Edda rænd og segir þjófinum til syndanna – „Skíttá’ðig!“

Edda rænd og segir þjófinum til syndanna – „Skíttá’ðig!“
Fókus
Fyrir 3 dögum

„Himnasendingin sonurinn blómstrar og stórfjölskyldan í skýjunum“

„Himnasendingin sonurinn blómstrar og stórfjölskyldan í skýjunum“
Fókus
Fyrir 3 dögum

24 ósiðir sem þú ættir að venja þig af fyrir þrítugt

24 ósiðir sem þú ættir að venja þig af fyrir þrítugt