fbpx
Fimmtudagur 17.október 2019  |

DV - Frjáls og óháður miðill

Fókus

Raunveruleg íslensk samtöl af samfélagsmiðlum vekja athygli: „Segirðu litla drusla?“

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Mánudaginn 24. júní 2019 21:30

Skjáskot/YouTube

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Netmiðillinn kósý hefur gefið út tvo þætti þar sem leikarar lesa sönn íslensk samtöl af samfélagsmiðlum. Samtölin eru óviðeigandi, dónaleg og sum hver hreint út sagt ógeðsleg. Þetta eru raunveruleg samtöl sem eru fengin af vinsælu Instagram-síðunni Fávitar.

DV ræddi við Jakob Hákonarsson, sem er einn af tveimur framleiðundum þáttanna ásamt Agli Árna Jóhannessyni.

Jakob Hákonarsson

„Hugmyndin er sprottin upp frá síðunni sem þátturinn heitir eftir, Fávitar, þar sem þessi raunverulegu samtöl eru birt,“ segir Jakob og bætir við að þau hafi fengið leyfi frá Sólborgu, stjórnanda síðunnar, til að nota samtölin.

„Þessi netmiðill, Kósý, mun koma til með að framleiða afþreyingarefni vikulega og þetta var ein af þeim hugmyndum sem okkur datt í hug,“ segir Jakob.

Viðbrögðin við þáttunum hafa verið mjög góð að sögn Jakobs.

„Þetta er málefni er búið að vera í deiglunni, allavega að einhverju leyti, síðustu mánuði. Skilaboðin til okkar hafa verið mjög jákvæð gagnvart þessu og fólk hefur beðið um að sjá meira. Viðbrögðin hafa verði mjög góð og jákvæð,“ segir Jakob.

Aðspurður hvort leikurunum hafi liðið skringilega að lesa upp svona texta segir Jakob:

„Kannski fyrst þegar þau settust í sófann þurftu þau að koma sér inn í karakter, karakterinn hjá þessum einstaklingum sem eru að skrifa og senda þessa hluti. Þeim fannst þetta pínu óþægilegt fyrst sýndist mér en þetta eru leikarar og þeir voru ekki lengi að koma sér í karakter.“

Ekki er búið að taka upp fleiri þætti en Jakob segir að það er aldrei að vita hvort þeir framleiði fleiri fyrst viðbrögðin voru svona jákvæð.

„Aðalmálið er það að þegar fólk sendir skilaboð á samfélagsmiðlum er það frekar ópersónulegt og sumir skrifa eitthvað annað á símann sinn heldur en það sem þeir myndu segja upphátt þannig að aðalhugmyndin var að fá að heyra einhvern tala svona við manneskju við hliðin á sér. Það er það sem við vildum sýna fram á, ásamt því að búa til skemmtilegt efni. Það var gott að geta gert smá grín af þessum fávitum í leiðinni.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fókus
Fyrir 2 dögum

Bergþóra fór á ævintýralega slæmt deit – Dró skyndilega upp handbrúður úr pokanum

Bergþóra fór á ævintýralega slæmt deit – Dró skyndilega upp handbrúður úr pokanum
Fókus
Fyrir 2 dögum

Líf Stefaníu breyttist eftir að hún fór til miðils – „Ég hefði hundrað prósent verið blindfull fyrir utan B5“

Líf Stefaníu breyttist eftir að hún fór til miðils – „Ég hefði hundrað prósent verið blindfull fyrir utan B5“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Fanndís frumsýndi nýjan kærasta um helgina: Fyrrum landsliðsmaður

Fanndís frumsýndi nýjan kærasta um helgina: Fyrrum landsliðsmaður
Fókus
Fyrir 3 dögum

Sunneva og sonur Bjarna Ben í sambandi

Sunneva og sonur Bjarna Ben í sambandi
Fókus
Fyrir 3 dögum

Pierce Brosnan þakkar Húsvíkingum fyrir hlýjar móttökur

Pierce Brosnan þakkar Húsvíkingum fyrir hlýjar móttökur
Fókus
Fyrir 3 dögum

Linda Pé varð gjaldþrota: „Missti ég alla von og vildi ekki lifa lengur“

Linda Pé varð gjaldþrota: „Missti ég alla von og vildi ekki lifa lengur“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Karlar eiga að stjórna: „Það eru ótrúlega mikil vonbrigði hvað við erum komin stutt á leið“

Karlar eiga að stjórna: „Það eru ótrúlega mikil vonbrigði hvað við erum komin stutt á leið“