fbpx
Þriðjudagur 23.júlí 2019  |

DV - Frjáls og óháður miðill

Fókus

Secret Solstice: Ekki missa af þessum atriðum á lokadeginum

Máni Snær Þorláksson
Sunnudaginn 23. júní 2019 13:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Vök

Bandið var stofnað í janúar 2013 af söngkonunni Margréti Rán og saxófónleikaranum Andra Má. Planið var að taka þátt í Músíktilraunum sama ár en það var einn hængur á, þau voru ekki með nein lög. Á gríðarlega stuttum tíma sömdu þau nokkur lög og frumfluttu þau á Músíktilraunum og unnu keppnina. Tvíeykið varð síðan að þríeyki þegar gítarleikarinn Ólafur Alexander kom inn í bandið. Nýjasta platan þeirra heitir In the Dark og kom út í ár.

Vinsæl lög: Before og Autopilot

Klukkan: 18:15

Svið: Valhalla

Patti Smith & Band

Patti Smith er bandarísk söngkona og lagahöfundur sem hafði mikil áhrif á pönk senuna í New York með fyrstu plötunni sinni Horses. Hún lenti í 47. sæti á lista Rolling Stone tímaritsins yfir 100 mögnuðustu listamennina. Patti Smith er búin að vera í tónlistarbransanum í yfir 50 ár en hún fagnar 73 ára afmæli sínu í desember á þessu ári.

Vinsæl lög: Because The Night og Dancing Barefoot

Klukkan: 19:05

Svið: Valhalla

 

Robert Plant & The Sensational Shape Shifters

Robert Plant er enskur söngvari og lagahöfundur en hann er best þekktur fyrir að hafa verið aðalsöngvarinn í Led Zeppelin. Þrátt fyrir að hér sé hann að spila með annarri hljómsveit má vel búast við því að hann taki eitthvað af gömlu efni í bland við það nýja. Hver veit nema við fáum að heyra lög eins og Stairway to Heaven eða Immigrant Song.

Vinsæl lög: Big Log og In the Mood

Klukkan: 22:00

Svið: Valhalla

 

Sturla Atlas

View this post on Instagram

góða helgi gang

A post shared by Sturla Atlas (@sturlaatlas) on

Stutla Atlas byrjaði sem lítið dæmi milli vina en með því að hugsa út fyrir kassann hefur hann orðið einn af þeim stærstu í íslensku tónlistarsenunni. Teymið í kringum Sturla Atlas hefur farið nýjar leiðir varðandi markaðssetningu á tónlist, gefið út fatalínur og ilm. Sturla Atlas gaf síðast út plötu árið 2017 en rétt fyrir helgi gaf hann út nýtt lag, Just A While, ásamt tónlistarmanninum Auði. Það má því kannski búast við að Sturla Atlas taki eitthvað af áður óheyrðu efni á tónleikunum.

Vinsæl lög: Time og San Francisco

Klukkan: 19:40

Svið: Gimli

 

Floni

View this post on Instagram

@thewifiguy

A post shared by 𝐅𝐋𝐎𝐍𝐈 (@fridrikroberts) on

Ef það er einhver sem kom inn í íslensku tónlistarsenuna með stórum hvelli þá er það Floni. Fyrsta platan hans fór í öll efstu sætin á íslenska vinsældalistanum á Spotify og hélt sér þar lengi. Þegar kom að hans seinni plötu gerðist nákvæmlega það sama, öll lögin fóru á vinsældalistann og héldu sér þar.

Vinsæl lög: Falskar Ástir og OMG

Klukkan: 21:40

Svið: Gimli

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fókus
Fyrir 2 dögum

Óskar Ellert er látinn: „Það er einhver æðri máttur sem verndar mig“

Óskar Ellert er látinn: „Það er einhver æðri máttur sem verndar mig“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Mynd dagsins: Helga Arnardóttir gengur með væntanlegt áramótabarn

Mynd dagsins: Helga Arnardóttir gengur með væntanlegt áramótabarn
Fókus
Fyrir 3 dögum

Eru þetta dýrustu fermetrar Reykjavíkur?

Eru þetta dýrustu fermetrar Reykjavíkur?
Fókus
Fyrir 3 dögum

Gerir teiknimyndasögur um hvernig það er að vinna í ferðaþjónustu á Íslandi: „Ég vil klappa hvölunum“

Gerir teiknimyndasögur um hvernig það er að vinna í ferðaþjónustu á Íslandi: „Ég vil klappa hvölunum“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Rifnar gallabuxur eru ekki sniðugar í sólinni – Sjáðu myndirnar

Rifnar gallabuxur eru ekki sniðugar í sólinni – Sjáðu myndirnar
Fókus
Fyrir 4 dögum

Mynd dagsins: Hannes í skrautlegum hóp í Las Vegas

Mynd dagsins: Hannes í skrautlegum hóp í Las Vegas