Miðvikudagur 20.nóvember 2019
Fókus

Réttlætisgyðjan heillar rapparann

Fókus
Laugardaginn 22. júní 2019 14:00

Herra Hnetusmjör.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rapparinn Herra Hnetusmjör bætti glænýju húðflúri í safnið í vikunni hjá húðflúrmeistaranum Chip Baskin á stofunni Reykjavík Ink. Rapparinn valdi sér táknrænt flúr af Lady Justice, eða réttlætisgyðjunni, á vinstri handlegg, en auk þess að vera notað yfir kvenkyns dómara í Bandaríkjunum, er gyðjan sterkt tákn réttlætis. Styttur af réttlætisgyðjunni er að finna fyrir utan fjölmörg dómshús víðs vegar um heim, þar á meðal hæstaréttinn í Kanada og við inngang hæstaréttarins í Róm á Ítalíu. Þá er gyðjan vinsælt viðfangsefni í myndlist og dægurmenningu og prýddi til að mynda plötuumslag And Justice For All með Metallica.

Ýmsar útgáfur eru til af gyðjunni en herrann ákvað að fá sér gyðjuna þar sem hún heldur bæði á sverði og vog með bundið fyrir augun. Allir eiga að vera jafnir fyrir lögum og því á gyðjan ekki að sjá neitt, sverðið táknar hefnd réttlætis og vogin táknar að allir eiga að fá það sem þeir eiga skilið, hvorki minna né meira. Réttlætisgyðjan bætist í hóp fjölmargra húðflúra rapparans, en hann er til að mynda með hjarta og áletrunina Mamma á hægri framhandlegg, póstnúmerið 203 við hægri úlnlið og einkennisorð sín Kóp Boi yfir sig miðjan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fókus
Fyrir 3 dögum

Fjölmenni þegar útgáfu bókar um íslensk mannshvörf var fagnað

Fjölmenni þegar útgáfu bókar um íslensk mannshvörf var fagnað
Fókus
Fyrir 3 dögum

Ísland í „jörmum“ – Hvað segir heimurinn um okkur?

Ísland í „jörmum“ – Hvað segir heimurinn um okkur?
Fókus
Fyrir 3 dögum
Táknrænt tattú
Fókus
Fyrir 4 dögum

Stuðaði Grafarholtsbúa og komst í fréttirnar: „Það var byrjunin á þessari sprengju“

Stuðaði Grafarholtsbúa og komst í fréttirnar: „Það var byrjunin á þessari sprengju“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Er þetta krúttlegasti hundur í heimi? – Með tugþúsundir fylgjenda á Instagram

Er þetta krúttlegasti hundur í heimi? – Með tugþúsundir fylgjenda á Instagram
Fókus
Fyrir 5 dögum

Getur þú giskað á rétta fyrirsögn út frá samsettu myndinni? – Þetta er erfiðara en þú heldur!

Getur þú giskað á rétta fyrirsögn út frá samsettu myndinni? – Þetta er erfiðara en þú heldur!
Fókus
Fyrir 5 dögum

Forsetafrúin lýsir upphafi kynna hennar og Guðna: Hófst með blindu stefnumóti – „Ég var viss um að ég kæmi út eins og eltihrellir“

Forsetafrúin lýsir upphafi kynna hennar og Guðna: Hófst með blindu stefnumóti – „Ég var viss um að ég kæmi út eins og eltihrellir“