Miðvikudagur 20.nóvember 2019
Fókus

Þúsundir krefjast þess að Netflix hætti að sýna þessa þætti

Fókus
Föstudaginn 21. júní 2019 10:34

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rúmlega tuttugu þúsund manns hafa skrifað undir áskorun þess efnis að efnisveitan Netflix taki nýlega þætti, sem fengið hafa býsna góða dóma, úr sýningu. Það er bara einn galli á þessari kröfu: Netflix kom hvergi nærri framleiðslu þáttanna og sýnir þá ekki einu sinni.

Þættirnir sem um ræðir heita Good Omens og eru einskonar blanda af kómedíu og fantasíu. Það er David Tennant sem fer með aðalhlutverkið en auk hans leika Michael Sheen og Frances McDormand í þáttunum. Þættirnir eru byggðir á sögu Terry Pratchett og Neil Gaiman sem kom út árið 1990.

Það eru Amazon Studios og BBC Studios sem framleiddu þættina og eru þeir sýndir á efnisveitu Amazon, Amazon Prime. „Ég elska að verið sé að skora á Netflix að hætta að sýna þættina. Segir allt sem segja þarf,“ sagði Gaiman um málið á Twitter-síðu sinni.

Það er hópur sem kallast sig Return to Order sem stendur fyrir undirskriftarsöfnuninni, en meðlimir hópsins eru kristnir og strangtrúaðir. Vilja þeir meina að í þáttunum sé satanismi sýndur í jákvæðu ljósi og hann í raun sagður eðlilegur. Þá er fundið að því að kona, Frances McDormand í þessu tilviki, sé fengin til að ljá Guð rödd sína.

Good Omens hafa sem fyrr segir fengið fína dóma en um er að ræða sex þátta seríu. Eru þættirnir með einkunnina 8,4 á IMDB.com og 83/100 á Rotten Tomatoes.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fókus
Fyrir 3 dögum

Fjölmenni þegar útgáfu bókar um íslensk mannshvörf var fagnað

Fjölmenni þegar útgáfu bókar um íslensk mannshvörf var fagnað
Fókus
Fyrir 3 dögum

Ísland í „jörmum“ – Hvað segir heimurinn um okkur?

Ísland í „jörmum“ – Hvað segir heimurinn um okkur?
Fókus
Fyrir 3 dögum
Táknrænt tattú
Fókus
Fyrir 4 dögum

Stuðaði Grafarholtsbúa og komst í fréttirnar: „Það var byrjunin á þessari sprengju“

Stuðaði Grafarholtsbúa og komst í fréttirnar: „Það var byrjunin á þessari sprengju“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Er þetta krúttlegasti hundur í heimi? – Með tugþúsundir fylgjenda á Instagram

Er þetta krúttlegasti hundur í heimi? – Með tugþúsundir fylgjenda á Instagram
Fókus
Fyrir 5 dögum

Getur þú giskað á rétta fyrirsögn út frá samsettu myndinni? – Þetta er erfiðara en þú heldur!

Getur þú giskað á rétta fyrirsögn út frá samsettu myndinni? – Þetta er erfiðara en þú heldur!
Fókus
Fyrir 5 dögum

Forsetafrúin lýsir upphafi kynna hennar og Guðna: Hófst með blindu stefnumóti – „Ég var viss um að ég kæmi út eins og eltihrellir“

Forsetafrúin lýsir upphafi kynna hennar og Guðna: Hófst með blindu stefnumóti – „Ég var viss um að ég kæmi út eins og eltihrellir“