fbpx
Þriðjudagur 23.júlí 2019  |

DV - Frjáls og óháður miðill

Fókus

Þúsundir krefjast þess að Netflix hætti að sýna þessa þætti

Fókus
Föstudaginn 21. júní 2019 10:34

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rúmlega tuttugu þúsund manns hafa skrifað undir áskorun þess efnis að efnisveitan Netflix taki nýlega þætti, sem fengið hafa býsna góða dóma, úr sýningu. Það er bara einn galli á þessari kröfu: Netflix kom hvergi nærri framleiðslu þáttanna og sýnir þá ekki einu sinni.

Þættirnir sem um ræðir heita Good Omens og eru einskonar blanda af kómedíu og fantasíu. Það er David Tennant sem fer með aðalhlutverkið en auk hans leika Michael Sheen og Frances McDormand í þáttunum. Þættirnir eru byggðir á sögu Terry Pratchett og Neil Gaiman sem kom út árið 1990.

Það eru Amazon Studios og BBC Studios sem framleiddu þættina og eru þeir sýndir á efnisveitu Amazon, Amazon Prime. „Ég elska að verið sé að skora á Netflix að hætta að sýna þættina. Segir allt sem segja þarf,“ sagði Gaiman um málið á Twitter-síðu sinni.

Það er hópur sem kallast sig Return to Order sem stendur fyrir undirskriftarsöfnuninni, en meðlimir hópsins eru kristnir og strangtrúaðir. Vilja þeir meina að í þáttunum sé satanismi sýndur í jákvæðu ljósi og hann í raun sagður eðlilegur. Þá er fundið að því að kona, Frances McDormand í þessu tilviki, sé fengin til að ljá Guð rödd sína.

Good Omens hafa sem fyrr segir fengið fína dóma en um er að ræða sex þátta seríu. Eru þættirnir með einkunnina 8,4 á IMDB.com og 83/100 á Rotten Tomatoes.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fókus
Fyrir 2 dögum

Óskar Ellert er látinn: „Það er einhver æðri máttur sem verndar mig“

Óskar Ellert er látinn: „Það er einhver æðri máttur sem verndar mig“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Mynd dagsins: Helga Arnardóttir gengur með væntanlegt áramótabarn

Mynd dagsins: Helga Arnardóttir gengur með væntanlegt áramótabarn
Fókus
Fyrir 3 dögum

Eru þetta dýrustu fermetrar Reykjavíkur?

Eru þetta dýrustu fermetrar Reykjavíkur?
Fókus
Fyrir 3 dögum

Gerir teiknimyndasögur um hvernig það er að vinna í ferðaþjónustu á Íslandi: „Ég vil klappa hvölunum“

Gerir teiknimyndasögur um hvernig það er að vinna í ferðaþjónustu á Íslandi: „Ég vil klappa hvölunum“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Rifnar gallabuxur eru ekki sniðugar í sólinni – Sjáðu myndirnar

Rifnar gallabuxur eru ekki sniðugar í sólinni – Sjáðu myndirnar
Fókus
Fyrir 4 dögum

Mynd dagsins: Hannes í skrautlegum hóp í Las Vegas

Mynd dagsins: Hannes í skrautlegum hóp í Las Vegas