fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Fókus

Kanye fær gríðarlega háar upphæðir frá Adidas – Skópörin sem hann hannar seljast á yfir 100.000 krónur

Máni Snær Þorláksson
Föstudaginn 21. júní 2019 22:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tónlistarmaðurinn og tískufrumkvöðullinn Kanye West hefur undanfarin fjögur ár unnið með Adidas að gerð YEEZY skónna. Skórnir eru mjög vinsælir en sum pörin seljast á yfir 100 þúsund krónur. Auk skónna framleiðir Adidas fleiri vörur í YEEZY tískulínunum eins og buxur, peysur og sokka.

Eins og má búast við græðir Kanye dágóðan pening á þessu. Í grein frá New York Times kemur fram að Kanye fær um 5% af öllum þeim tekjum sem koma frá Adidas samstarfinu.

Það er gert ráð fyrir að sölutekjurnar hjá YEEZY verði um 1,3 milljarður Bandaríkjadollara eða um 162 milljarðar íslenskra króna. Ef sölutekjurnar verða eins háar og gert er ráð fyrir mun Kanye græða um 65 milljónir Bandaríkjadollara eða um 8 milljarða í íslenskum krónum.

Hvorki Adidas né Kanye hafa tjáð sig um hversu mikið rapparinn fær í laun fyrir að hanna fatalínuna. Það er því nokkuð ljóst að Kanye þarf ekki að hafa áhyggjur af peningamálum á næstunni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Flaug á rassinn á sviðinu – „Lögfræðingurinn minn mun hringja“

Flaug á rassinn á sviðinu – „Lögfræðingurinn minn mun hringja“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Aðdáendur fá innsýn í ástarlíf Taylor Swift á nýrri plötu – Það kom þó á óvart hvaða maður er þar í aðalhlutverki

Aðdáendur fá innsýn í ástarlíf Taylor Swift á nýrri plötu – Það kom þó á óvart hvaða maður er þar í aðalhlutverki