fbpx
Þriðjudagur 23.apríl 2024
Fókus

Illskeytt innflutningsgjöf – Þórunn Antonía nýjasta fórnarlamb lúsmýs

Fókus
Föstudaginn 21. júní 2019 18:15

Þórunn Antonía

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tónlistarkonan Þórunn Antonía Magnúsdóttir er flutt í einbýlishús í Hveragerði, en Þórunn leyfði fylgjendum sínum á Instagram að fylgjast vel með flutningunum um síðustu helgi. Þórunn hefur síðustu ár hreiðrað um sig í snoturri íbúð í miðbæ Reykjavíkur en er þó ekki ókunnug í Hveragerði þar sem faðir hennar, tónlistarmaðurinn Magnús Þór Sigmundsson og eiginkona hans Jenný Borgedóttir leikskólakennari, hafa búið sér til fallegt heimili þar undanfarin ár. Þórunn er gengin 33 vikur með sitt annað barn og náði að koma sér fyrir í húsinu í Hveragerði á mettíma.

Hins vegar fékk Þórunn frekar kuldalega innflutningsgjöf þegar hún var búin að hreiðra um sig í blómabænum. Plágan sem hefur breitt úr sér í Hveragerði, sjálft lúsmýið margfræga, tók á móti Þórunni og lét til skarar skríða með tilheyrandi bitum, kláða og óþægindum. Var Þórunn svo illa farin af bitum að hún þurfti að leita sér læknisþjónustu seint um kvöld í hinum nýja heimabæ sínum til að fá bót sinna meina. Þórunn náði sér samt fljótlega aftur á strik og hélt kyrru fyrir í kjölfar læknisheimsóknarinnar. Alþekkt er að óléttar konur eigi að forðast sterk lyf og því vont að lenda í þessum vágesti svo seint á meðgöngunni.

Lúsmýið, þessar örsmáu flugur sem bíta allt sem fyrirfinnst, virðast einkar hrifnar af tónlistarmönnum. Áður hafa verið sagðar af því fréttir að tónlistarmennirnir Karl Tómasson og Bubbi Morthens, sem búa báðir við Meðafellsvatn, hafi kvartað undan bitum flugunnar. Stóra spurning er þá: Hvaða tónlistarmaður verður næst fyrir barðinu á lúsmýinu ógurlega?

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Snýst ekki um að taka sviðsljósið frá körlum heldur beina því einnig að konum – „Þetta er mjög karllægur bransi og hefur alltaf verið“

Snýst ekki um að taka sviðsljósið frá körlum heldur beina því einnig að konum – „Þetta er mjög karllægur bransi og hefur alltaf verið“
Pressan
Í gær

47 ár frá upphafi tveggja tímamótageimferða

47 ár frá upphafi tveggja tímamótageimferða
Fókus
Fyrir 3 dögum

Katrín Myrra keypti miða aðra leið út til Taílands og það breytti lífi hennar

Katrín Myrra keypti miða aðra leið út til Taílands og það breytti lífi hennar
Fókus
Fyrir 4 dögum

Simmi Vill um árshátíðardrama Landsvirkjunar – Segir að önnur stórfyrirtæki megi frekar skammast sín

Simmi Vill um árshátíðardrama Landsvirkjunar – Segir að önnur stórfyrirtæki megi frekar skammast sín
Fókus
Fyrir 4 dögum

Guðbjörgu var útskúfað fyrir að tala um 47 ára aldursmun föður síns og barnsmóður hans – „Ætla ekki að þegja og taka þátt í þessum leik“

Guðbjörgu var útskúfað fyrir að tala um 47 ára aldursmun föður síns og barnsmóður hans – „Ætla ekki að þegja og taka þátt í þessum leik“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Er fyrsta vara lífsstílsmerkis Markle algjört flopp? – Sultukrukkan skilar sér ekki á samfélagsmiðla

Er fyrsta vara lífsstílsmerkis Markle algjört flopp? – Sultukrukkan skilar sér ekki á samfélagsmiðla