fbpx
Fimmtudagur 17.október 2019  |

DV - Frjáls og óháður miðill

Fókus

Steinunn leitaði upprunans: „Ferð sem átti að verða æðisleg upplifun varð að hryllingi“

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Fimmtudaginn 20. júní 2019 11:57

Steinunn Anna Radha

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Steinunn Anna Radha var ættleidd frá Indlandi þegar hún var átta mánaða gömul og hefur búið á Íslandi nær allt sitt líf.

Í langan tíma hafði Steinunn fundið fyrir mikilli vanlíðan og þráði að vita meira um uppruna sinn. Hún veit ekki nafn blóðmóður sinnar eða blóðföður síns eða neitt um sögu þeirra.

Steinunn ákvað að fara til Indlands með móður sinni og ferðast um landið. Spennan var mikil og fram undan var þriggja vikna ferð sem átti að enda á fæðingarstað Steinunnar í Indlandi. Hins vegar var ferðinni heitið aftur heim eftir aðeins fjóra daga. Steinunn óttaðist um líf sitt og taldi sig ekki örugga í Indlandi.

DV ræddi við Steinunni um ferðalagið, menningarsjokkið og hættuna sem hún upplifði í Indlandi.

Vann mál

Steinunn ákvað að fara til Indlands eftir að hafa unnið mál fyrir dómi og fengið bætur.

„Ég lofaði sjálfri mér frá upphafi málsmeðferðar að gera eitthvað fyrir peninginn sem hefði djúpstæða þýðingu fyrir mig eða fá góða sálfræðiþjónustu. Þessi ferð var rándýr og ekki eitthvað sem ég sá annars fram á að geta gert,“ segir Steinunn.

Vildi vita meira um uppruna sinn

„Ég fann þörf fyrir því að fara vegna þess að ég upplifði tómarúm innra með mér vegna upprunans og þess að vita ekkert um landið og menninguna sem ég kom frá,“ segir Steinunn og bætir við að þetta sé þekkt á meðal ættleiddra barna.

„Þunglyndi vegna skorts á upplýsingum um eigin uppruna. Hver vill ekki þekkja uppruna sinn og vita nafn foreldra sinna?“

Steinunn segir að það hafi einnig verið plús að jóga sé komið frá Indlandi, en hún er jógakennari. „Ég náði því miður ekki að skoða jógamenninguna vegna sjokksins.“

Óttaðist um eigið líf

Steinunn og móðir hennar ætluðu að ferðast um Indland í þrjár vikur og enda á fæðingarstað Steinunnar og skoða barnaheimilið sem hún ólst upp á.

„Koman inn í upprunalandið var rosalega erfið og mikið menningarsjokk. Ég var ekki fyrr komin út úr flugvélinni en mamma hafði orð á því að ég skyldi ekki horfa á karlmennina og hvernig þeir horfðu á mig. Störurnar voru ógeðslegar, þetta er litið á rétt karlmannsins þarna úti að grípa bara í það sem þeim lýst vel á.  Ég upplifði mikla hættu og óöryggi þarna úti, svo mikla að við snerum heim. Ég upplifði hversu erfitt er að vera kona og hvernig er að vera minna virði en hundur, bókstaflega. Hvernig það er að vera vanvirt fyrir að horfa í augun á karlmanni sem kona, hvernig er að vera elt og gjörsamlega einskis virði,“ segir Steinunn.

„Kannski upplifði ég kaldari raunveruleika indverskra kvenna heldur en ef ég væri hvítur túristi. Ég sá sjarma við landið en á sama tíma að ég kunni ekki og hafði engan skilning á menningunni þarna og kannski var ég ekki tilbúin fyrir hana.“

Mynd sem Steinunn tók út í Indlandi.

Vildi komast lifandi heim

Steinunn segir að það hafi verið sárt að hafa þurft að fara heim. „En ég fann að hættan var það mikil að mig langaði bara lifandi heim. Það var kannski sárast að ferðin sem átti að verða svo jákvæð upplifun endaði á því að vera hræðileg,“ segir Steinunn.

Hún rifjar upp eitt atvik sem gerðist á hótelinu sem þær gistu á. „Töskurnar voru teknar af mér af karlmanni þó ég endurtók nei og aftur nei, þannig ég neyddist til þess að elta hann ásamt tveimur öðrum karlmönnum í lyftu. Síðan greip einn þeirra utan um mig en mér tókst að slíta mig lausa.“

Indland er sykurhúðað á netinu, svo heiftarlega að það mætti kalla það lygi. Ég tel mig hafa gert réttan hlut með því að hlusta á innsæið og farið heim, frekar en að halda í eitthvað stolt og neytt mig til að klára ferðina. Ég sá það sem ég þurfti að sjá og upplifði það sem ég þurfti að upplifa á stuttum tíma. Ég sá grimmd í sinni alvarlegustu mynd, fátækt og lausagöngudýr. Þetta gerir mig svo þakkláta og dýpkaði elskuna og skilninginn til líffræðilegu móður minnar og fyrsta hugsun eftir þennan hrylling er að ég vona að henni hafi ekki verið nauðgað,“ segir Steinunn.

Mælir með að fólk fari saman í hóp

„Eins og staðan er núna er ég ekki spennt fyrir því að fara til Indlands aftur en það verður að fá að bíða annarra tíma.“

Að lokum mælir Steinunn með að fólk hópi sig saman ef það ætli til Indlands.

„Ef þið ætlið að fara þarna, í guðanna bænum farið í hóp, fleiri en tvö og með karlmann með ykkur. Ekki lenda í múslimaríki á leiðinni. Flugvallarstarfsfólkið er rosalega fordómafullt og viðkvæmt fyrir því og hleypa ykkur tæplega úr landi vegna þess. Ég var næstum því handtekin fyrir það. Það særir mig að ferð sem átti að verða æðisleg upplifun varð ógeðfelldur hryllingur. Ég er þó innilega þakklát fyrir hann.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fókus
Fyrir 2 dögum

Bergþóra fór á ævintýralega slæmt deit – Dró skyndilega upp handbrúður úr pokanum

Bergþóra fór á ævintýralega slæmt deit – Dró skyndilega upp handbrúður úr pokanum
Fókus
Fyrir 2 dögum

Líf Stefaníu breyttist eftir að hún fór til miðils – „Ég hefði hundrað prósent verið blindfull fyrir utan B5“

Líf Stefaníu breyttist eftir að hún fór til miðils – „Ég hefði hundrað prósent verið blindfull fyrir utan B5“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Fanndís frumsýndi nýjan kærasta um helgina: Fyrrum landsliðsmaður

Fanndís frumsýndi nýjan kærasta um helgina: Fyrrum landsliðsmaður
Fókus
Fyrir 3 dögum

Sunneva og sonur Bjarna Ben í sambandi

Sunneva og sonur Bjarna Ben í sambandi
Fókus
Fyrir 3 dögum

Pierce Brosnan þakkar Húsvíkingum fyrir hlýjar móttökur

Pierce Brosnan þakkar Húsvíkingum fyrir hlýjar móttökur
Fókus
Fyrir 3 dögum

Linda Pé varð gjaldþrota: „Missti ég alla von og vildi ekki lifa lengur“

Linda Pé varð gjaldþrota: „Missti ég alla von og vildi ekki lifa lengur“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Karlar eiga að stjórna: „Það eru ótrúlega mikil vonbrigði hvað við erum komin stutt á leið“

Karlar eiga að stjórna: „Það eru ótrúlega mikil vonbrigði hvað við erum komin stutt á leið“